Nasdaq verðbréfamiðstöð hafnar öllum ásökunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. maí 2018 12:25 Til rannsóknar er hvort Nasdaq verðbréfamiðstöð hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína. Vísir/Anton Nasdaq verðbréfamiðstöð hafnar öllum ásökunum sem birtust í frétt Fréttablaðsins í morgun um starfsemi miðstöðvarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nasdaq verðbréfamiðstöðvar en í frétt Fréttablaðsins var greint frá því að Samkeppniseftirlitið hefði ákveðið að hefja formlega rannsókn á háttsemi verðbréfamiðstöðvarinnar á markaði fyrir skráningu verðbréfa. Mun rannsókn eftirlitsins beinast að markaðsráðandi stöðu þess, e en það hefur um langt skeið verið hið eina hér á landi með starfsleyfi sem verðbréfamiðstöð, og jafnframt að því hvort félagið hafi með háttsemi sinni misnotað umrædda stöðu. Í tilkynningu Nasdaq verðbréfamiðstöðvar segir að mjög skýr og rík lagaumgjörð sé um starfsemi verðbréfamiðstöðva. „Staðlar og kröfur sem eftirlitsaðilar í Evrópu hafa sett fram gera ráð fyrir að samkeppni fari fram með tengingum á milli verðbréfamiðstöðva. Fylgir Nasdaq verðbréfamiðstöð þeim kröfum í einu og öllu. Einungis er hægt að flytja verðbréf á milli verðbréfamiðstöðva að ósk útgefenda verðbréfa og að gættum hagsmunum eigenda þeirra. Engin ósk um slíkt hefur borist,“ segir í tilkynningunni. Þar segir jafnframt: „Það sem Verðbréfamiðstöð Íslands kallar flutning á verðbréfum á milli verðbréfamiðstöðva samkvæmt frétt sem birtist í morgun, er í reynd ekki flutningur, heldur tenging við Nasdaq verðbréfamiðstöð. Tengingar á milli verðbréfamiðstöðva í Evrópu eru algengar og er ávallt tekið gjald fyrir þær enda óhjákvæmilegur kostnaður sem felst í því að þjónusta slíkar tengingar. Allar skyldur Nasdaq verðbréfamiðstöðvar er lúta að útgáfu og utanumhaldi verðbréfanna haldast óbreyttar, óháð tengingu á milli verðbréfamiðstöðva. Verðskrá Nasdaq verðbréfamiðstöðvar byggir á sömu nálgun og gjaldskrár verðbréfamiðstöðva í Evrópu. Verðbréfamiðstöð Íslands hefur ekki óskað eftir tengingu við Nasdaq verðbréfamiðstöð. Óski Verðbréfamiðstöð Íslands eftir því að tengjast Nasdaq verðbréfamiðstöð mun hún að sjálfsögðu verða við því á grundvelli þeirra krafna sem gerðar eru um slíkar tengingar lögum samkvæmt. Nasdaq verðbréfamiðstöð á eftir að koma sínum sjónarmiðum á framfæri við Samkeppniseftirlitið og verður það gert á næstu dögum. Nasdaq verðbréfamiðstöð er meðal þriggja mikilvægra innviða á Íslandi, ásamt stórgreiðslukerfi Seðlabanka Íslands og jöfnunarkerfi Greiðsluveitunnar sem rekið er af Seðlabankanum. Starfsemi Nasdaq verðbréfamiðstöðvar er undir eftirliti Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins.“ Mest lesið Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Fleiri fréttir Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Sjá meira
Nasdaq verðbréfamiðstöð hafnar öllum ásökunum sem birtust í frétt Fréttablaðsins í morgun um starfsemi miðstöðvarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nasdaq verðbréfamiðstöðvar en í frétt Fréttablaðsins var greint frá því að Samkeppniseftirlitið hefði ákveðið að hefja formlega rannsókn á háttsemi verðbréfamiðstöðvarinnar á markaði fyrir skráningu verðbréfa. Mun rannsókn eftirlitsins beinast að markaðsráðandi stöðu þess, e en það hefur um langt skeið verið hið eina hér á landi með starfsleyfi sem verðbréfamiðstöð, og jafnframt að því hvort félagið hafi með háttsemi sinni misnotað umrædda stöðu. Í tilkynningu Nasdaq verðbréfamiðstöðvar segir að mjög skýr og rík lagaumgjörð sé um starfsemi verðbréfamiðstöðva. „Staðlar og kröfur sem eftirlitsaðilar í Evrópu hafa sett fram gera ráð fyrir að samkeppni fari fram með tengingum á milli verðbréfamiðstöðva. Fylgir Nasdaq verðbréfamiðstöð þeim kröfum í einu og öllu. Einungis er hægt að flytja verðbréf á milli verðbréfamiðstöðva að ósk útgefenda verðbréfa og að gættum hagsmunum eigenda þeirra. Engin ósk um slíkt hefur borist,“ segir í tilkynningunni. Þar segir jafnframt: „Það sem Verðbréfamiðstöð Íslands kallar flutning á verðbréfum á milli verðbréfamiðstöðva samkvæmt frétt sem birtist í morgun, er í reynd ekki flutningur, heldur tenging við Nasdaq verðbréfamiðstöð. Tengingar á milli verðbréfamiðstöðva í Evrópu eru algengar og er ávallt tekið gjald fyrir þær enda óhjákvæmilegur kostnaður sem felst í því að þjónusta slíkar tengingar. Allar skyldur Nasdaq verðbréfamiðstöðvar er lúta að útgáfu og utanumhaldi verðbréfanna haldast óbreyttar, óháð tengingu á milli verðbréfamiðstöðva. Verðskrá Nasdaq verðbréfamiðstöðvar byggir á sömu nálgun og gjaldskrár verðbréfamiðstöðva í Evrópu. Verðbréfamiðstöð Íslands hefur ekki óskað eftir tengingu við Nasdaq verðbréfamiðstöð. Óski Verðbréfamiðstöð Íslands eftir því að tengjast Nasdaq verðbréfamiðstöð mun hún að sjálfsögðu verða við því á grundvelli þeirra krafna sem gerðar eru um slíkar tengingar lögum samkvæmt. Nasdaq verðbréfamiðstöð á eftir að koma sínum sjónarmiðum á framfæri við Samkeppniseftirlitið og verður það gert á næstu dögum. Nasdaq verðbréfamiðstöð er meðal þriggja mikilvægra innviða á Íslandi, ásamt stórgreiðslukerfi Seðlabanka Íslands og jöfnunarkerfi Greiðsluveitunnar sem rekið er af Seðlabankanum. Starfsemi Nasdaq verðbréfamiðstöðvar er undir eftirliti Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins.“
Mest lesið Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Fleiri fréttir Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Sjá meira