Áætlunarflugi til Sauðárkróks hætt Kristján Már Unnarsson skrifar 30. maí 2018 19:45 Flugvél Ernis á Alexandersflugvelli í Skagafirði. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Áætlunarflugi til Sauðárkróks hefur verið hætt. Forstjóri Flugfélagsins Ernis segir þó mögulegt að þráðurinn verði tekinn upp að nýju í haust. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Skagfirðingar segjast eiga eitt besta flugvallarstæði landsins, og það vakti mikla ánægju þeirra þegar áætlunarflug hófst að nýju til Alexandersflugvallar í vetur með fjórum ferðum í viku. „Það er bara æðislegt að sjá upplifun allra. Þegar ljósin kvikna á vellinum og vélin kemur inn og fólk heyrir í vélinni,” sagði Freyja Rós Ásdísardóttir, starfsmaður Ernis á Sauðárkróki, í viðtali fyrr í vor og bætti við. „En það má nota þetta meira. Þetta er ekki alveg að fara nógu vel af stað. En eitthvað þó,“ sagði Freyja Rós.Freyja Rós Ásdísardóttir, starfsmaður Ernis á Sauðárkróki.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Flugið hófst 1. desember og leit Flugfélagið Ernir á það sem sex mánaða tilraun, sem nú hefur verið hætt. „Það er ekki verið að greiða neitt með þessu. Við tókum þetta á okkar ábyrgð að gera þessa tilraun,” segir Hörður Guðmundsson, forstjóri Ernis. „Því miður höfðum við ekki möguleika á að halda uppi þeim ferðafjölda sem þarf til að svona áætlun gangi,” segir Hörður. Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Þurft hefði að fljúga sex til sjö sinnum í viku að minnsta kosti, segir Hörður. Hann hafi bara haft vél og mannskap til að fljúga þrjá daga vikunnar, þar af tvær ferðir einn daginn, en það hafi ekki dugað til að ná upp farþegafjölda. „Því miður hefur þetta ekki skilað þeim árangri sem við væntum. En það má vera að við reynum að taka þetta aftur upp næsta haust, ef aðstæður breytast.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15 Áætlunarflug til Skagafjarðar hafið Ef tilraunaverkefni gengur vel gæti flugið fest sig í sessi 3. desember 2017 20:00 Skagfirðinga dreymir um öflugri Alexandersflugvöll Ráðamenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar telja varaflugvöll á Sauðárkróki geta stutt við beint millilandaflug til Akureyrar. Sex mánaða tilraun Ernis til innanlandsflugs á Krókinn stendur fram á vor. 6. apríl 2018 20:00 Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Áætlunarflugi til Sauðárkróks hefur verið hætt. Forstjóri Flugfélagsins Ernis segir þó mögulegt að þráðurinn verði tekinn upp að nýju í haust. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Skagfirðingar segjast eiga eitt besta flugvallarstæði landsins, og það vakti mikla ánægju þeirra þegar áætlunarflug hófst að nýju til Alexandersflugvallar í vetur með fjórum ferðum í viku. „Það er bara æðislegt að sjá upplifun allra. Þegar ljósin kvikna á vellinum og vélin kemur inn og fólk heyrir í vélinni,” sagði Freyja Rós Ásdísardóttir, starfsmaður Ernis á Sauðárkróki, í viðtali fyrr í vor og bætti við. „En það má nota þetta meira. Þetta er ekki alveg að fara nógu vel af stað. En eitthvað þó,“ sagði Freyja Rós.Freyja Rós Ásdísardóttir, starfsmaður Ernis á Sauðárkróki.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Flugið hófst 1. desember og leit Flugfélagið Ernir á það sem sex mánaða tilraun, sem nú hefur verið hætt. „Það er ekki verið að greiða neitt með þessu. Við tókum þetta á okkar ábyrgð að gera þessa tilraun,” segir Hörður Guðmundsson, forstjóri Ernis. „Því miður höfðum við ekki möguleika á að halda uppi þeim ferðafjölda sem þarf til að svona áætlun gangi,” segir Hörður. Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Þurft hefði að fljúga sex til sjö sinnum í viku að minnsta kosti, segir Hörður. Hann hafi bara haft vél og mannskap til að fljúga þrjá daga vikunnar, þar af tvær ferðir einn daginn, en það hafi ekki dugað til að ná upp farþegafjölda. „Því miður hefur þetta ekki skilað þeim árangri sem við væntum. En það má vera að við reynum að taka þetta aftur upp næsta haust, ef aðstæður breytast.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15 Áætlunarflug til Skagafjarðar hafið Ef tilraunaverkefni gengur vel gæti flugið fest sig í sessi 3. desember 2017 20:00 Skagfirðinga dreymir um öflugri Alexandersflugvöll Ráðamenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar telja varaflugvöll á Sauðárkróki geta stutt við beint millilandaflug til Akureyrar. Sex mánaða tilraun Ernis til innanlandsflugs á Krókinn stendur fram á vor. 6. apríl 2018 20:00 Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15
Áætlunarflug til Skagafjarðar hafið Ef tilraunaverkefni gengur vel gæti flugið fest sig í sessi 3. desember 2017 20:00
Skagfirðinga dreymir um öflugri Alexandersflugvöll Ráðamenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar telja varaflugvöll á Sauðárkróki geta stutt við beint millilandaflug til Akureyrar. Sex mánaða tilraun Ernis til innanlandsflugs á Krókinn stendur fram á vor. 6. apríl 2018 20:00