Margrét Gunnlaugsdóttir hefur tekið við starfi forstöðumanns mannauðslausna Advania. Hún gegndi áður stöðu forstöðumaður á rekstrarlausnasviði fyrirtækisins.
Í tilkynningu frá Advania segir að Margrét leiði 42 manna teymi sem annist þróun, þjónustu, ráðgjöf og innleiðingu á lausnunum. Lausnirnar séu tíma- og viðveruskráningakerfi, fræðslu- launa- og mannauðskerfin H3, Bakvörður og Eloomi.
„Margrét hóf störf hjá Advania í apríl sem forstöðumaður á rekstrarlausnasviði. Hún hefur nú tekið við starfi forstöðumanns mannauðslausna af Daða Friðrikssyni sem leiðir sölumál á nýju sviði ráðgjafar og sérlausna.
Margrét starfaði áður sem vöru- og viðskiptaþróunarstjóri hjá Já, sviðsstjóri hjá Wise og rekstrarstjóri tækniþjónustu hjá Íslandsbanka. Hún hefur því víðtæka stjórnunarreynslu í upplýsingatæknigeiranum,“ segir í tilkynningunni.
Margrét nýr forstöðumaður mannauðslausna hjá Advania
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið


Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova
Viðskipti innlent

Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum
Viðskipti innlent

„Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“
Viðskipti innlent

Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna
Viðskipti innlent

Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent
Viðskipti innlent

Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna
Viðskipti innlent

Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út
Viðskipti innlent

Arion og Kvika í samrunaviðræður
Viðskipti innlent
