Hafnar því að upplýsingagjöf hafi verið léleg Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. desember 2018 10:12 Sveinn Margeirsson, fyrrverandi forstjóri Matís. Sveinn Margeirsson, sem rekinn var sem forstjóri Matís fyrir helgi, ætlar ekki að sitja undir því að upplýsingagjöf hans til stjórnar hafi verið ábótavant. Sjöfn Sigurgísladóttir, stjórnarformaður Matís, sagði í Bylgjufréttum á föstudaginn að trúnaðarbrest sem vísað hafði verið til vegna uppsagnar Sveins mætti rekja til lélegrar upplýsingagjafar. Hann hafnar því. „Þeir sem þekkja til mín vita að ég legg mikið upp úr hagnýtingu upplýsinga. Doktorsritgerð mín snerist um hagnýtingu upplýsinga í virðiskeðju sjávarafurða. Við hjónin notuðum opinberar upplýsingar til að fletta ofan af Exeter Holdings málinu árið 2009. Samstarf Matís við Advania um þróun Blockchain lausnar í því augnamiði að miðla upplýsingum bænda um lambakjöt til neytenda var mín hugmynd. Þannig mætti áfram telja,“ segir Sveinn í færslu á Facebook. Sveinn vildi sjálfur ekki skýra ástæðurnar sem honum voru gefnar vegna uppsagnarinnar í samtali við Vísi á fimmtudaginn. Vísaði hann á Sjöfn sem hafði sjálf ekki viljað skýra trúnaðarbrestinn í samtali við Vísi á fimmtudag. Á föstudag vísaði hún svo til upplýsingagjafar. Sveinn segir auk þess ekki rétt að honum hafi verið sagt upp símleiðis. Hið rétta sé að uppsögnin hafi borist í tölvupósti. Sveinn var forstjóri Matís í átta ár. „Það skal tekið fram að ég hef ekki hugsað mér að elta ólar við einstök ummæli Sjafnar Sigurgísladóttur varðandi ákvörðun stjórnar Matís um að nýta uppsagnarákvæði ráðningarsamnings míns. Ákvörðunin er tekin og skynsamlegast að horfa til framtíðar.“ Vistaskipti Tengdar fréttir Sveinn hættir sem forstjóri Matís eftir trúnaðarbrest Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, hefur látið af störfum eftir átta ára starf 6. desember 2018 14:56 Enginn trúnaðarbrestur að mati Sveins Sveinn Margeirsson, sem í gær var sagt upp störfum sem forstjóri Matís eftir átta ár í starfi, er ekki sammála formanni stjórnar að trúnaðarbrestur hafi orðið sem hafi verið tilefni til uppsagnar. 6. desember 2018 16:55 Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Sjá meira
Sveinn Margeirsson, sem rekinn var sem forstjóri Matís fyrir helgi, ætlar ekki að sitja undir því að upplýsingagjöf hans til stjórnar hafi verið ábótavant. Sjöfn Sigurgísladóttir, stjórnarformaður Matís, sagði í Bylgjufréttum á föstudaginn að trúnaðarbrest sem vísað hafði verið til vegna uppsagnar Sveins mætti rekja til lélegrar upplýsingagjafar. Hann hafnar því. „Þeir sem þekkja til mín vita að ég legg mikið upp úr hagnýtingu upplýsinga. Doktorsritgerð mín snerist um hagnýtingu upplýsinga í virðiskeðju sjávarafurða. Við hjónin notuðum opinberar upplýsingar til að fletta ofan af Exeter Holdings málinu árið 2009. Samstarf Matís við Advania um þróun Blockchain lausnar í því augnamiði að miðla upplýsingum bænda um lambakjöt til neytenda var mín hugmynd. Þannig mætti áfram telja,“ segir Sveinn í færslu á Facebook. Sveinn vildi sjálfur ekki skýra ástæðurnar sem honum voru gefnar vegna uppsagnarinnar í samtali við Vísi á fimmtudaginn. Vísaði hann á Sjöfn sem hafði sjálf ekki viljað skýra trúnaðarbrestinn í samtali við Vísi á fimmtudag. Á föstudag vísaði hún svo til upplýsingagjafar. Sveinn segir auk þess ekki rétt að honum hafi verið sagt upp símleiðis. Hið rétta sé að uppsögnin hafi borist í tölvupósti. Sveinn var forstjóri Matís í átta ár. „Það skal tekið fram að ég hef ekki hugsað mér að elta ólar við einstök ummæli Sjafnar Sigurgísladóttur varðandi ákvörðun stjórnar Matís um að nýta uppsagnarákvæði ráðningarsamnings míns. Ákvörðunin er tekin og skynsamlegast að horfa til framtíðar.“
Vistaskipti Tengdar fréttir Sveinn hættir sem forstjóri Matís eftir trúnaðarbrest Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, hefur látið af störfum eftir átta ára starf 6. desember 2018 14:56 Enginn trúnaðarbrestur að mati Sveins Sveinn Margeirsson, sem í gær var sagt upp störfum sem forstjóri Matís eftir átta ár í starfi, er ekki sammála formanni stjórnar að trúnaðarbrestur hafi orðið sem hafi verið tilefni til uppsagnar. 6. desember 2018 16:55 Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Sjá meira
Sveinn hættir sem forstjóri Matís eftir trúnaðarbrest Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, hefur látið af störfum eftir átta ára starf 6. desember 2018 14:56
Enginn trúnaðarbrestur að mati Sveins Sveinn Margeirsson, sem í gær var sagt upp störfum sem forstjóri Matís eftir átta ár í starfi, er ekki sammála formanni stjórnar að trúnaðarbrestur hafi orðið sem hafi verið tilefni til uppsagnar. 6. desember 2018 16:55
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent