Óvenju margar ábendingar frá neytendum vegna Svarta föstudagsins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. nóvember 2018 18:43 Neytendastofa sendir fyrirtækjum bréf og óskar eftir sönnun fyrir því að vörurnar hafi raunverulega verið seldar á hinu hækkaða verði áður en til afsláttarins kom. Getty/Burak Karademir Þórunn Anna Árnadóttir sviðsstjóri neytendaréttarsviðs Neytendastofu segir að Neytendastofu berist iðulega margar ábendingar frá neytendum í kringum útsölutímabil á Íslandi en óvenju margar ábendingar hafi borist stofnuninni í tengslum við útsöludaginn Svartan föstudag. Þetta segir Þórunn Anna í samtali við Reykjavík síðdegis. Ástæðan fyrir aukningunni gæti tengst gengisbreytingum að mati Þórunnar. Um helgina bar talsvert á því á því að neytendur kvörtuðu yfir því að verslanir hefðu hækkað verð í aðdraganda Svarta föstudagsins til þess eins að auglýsa téðar vörur á afsláttarverði. Breytingar á genginu getur verið réttlætanleg ástæða fyrir því að hækka verð en „það breytir því ekki að ef þú þarft að hækka verðið á vörunni þá er erfitt að auglýsa útsölu ef hún hefur aldrei verið seld á þessu hækkaða verði,“ segir Þórunn. Þórunn segir að margir neytendur séu vakandi fyrir þessu og ýmsir hefðu til dæmis fylgst með verði tiltekinna vara yfir þó nokkurt skeið til að ganga úr skugga um að ekki væru brögð í tafli. Neytendur hafi síðan ýmist tekið ljósmynd af verðmiðanum eða tekið skjáskot af verðinu og sent Neytendastofu ábendingu.Þórunn er sviðsstjóri neytendaréttarsviðs Neytendastofu.Geta sektað fyrirtæki og bannað háttsemina Í þeim tilvikum sem kaupmenn gerast sekir um slík brot tekur Neytendastofa ákvörðun sem er síðan iðulega birt á heimasíðunni. Annað hvort er háttsemin bönnuð eða fyrirtækin sektuð, sérstaklega ef um ítrekuð brot er að ræða. Neytendastofa sendir fyrirtækjum bréf og óskar eftir sönnun fyrir því að vörurnar hafi raunverulega verið seldar á hinu hækkaða verði áður en til afsláttarins kom. Ef neytendur telja að kaupmenn hafi með framferði sínu brotið á neytendum er þeim bent á að senda inn ábendingu á vef stofnunarinnar. Ábendingum er einnig hægt að koma á framfæri í gegnum rafræna gátt sem og símleiðis. Þórunn segir að afar gott sé að senda gögn með ábendingum, eins og ljósmyndir eða skjáskot.Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni. Neytendur Tengdar fréttir Alþjóðlegir verslunardagar festa sig í sessi Verslun fyrir jólin dreifist yfir lengra tímabil en áður. 21. nóvember 2018 19:45 Hafa borist ábendingar um verðhækkanir fyrir Svarta föstudaginn Fjöldi verslana um allt land tók þátt í Svörtum föstudegi i dag og bauð afslátt í í tilefni dagsins. Neytendasamtökunum hafa borist ábendingar um að verslanir hafi á síðustu dögum hækkað verð á vörum og sett þær svo á afslátt í dag. 23. nóvember 2018 21:06 Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Sjá meira
Þórunn Anna Árnadóttir sviðsstjóri neytendaréttarsviðs Neytendastofu segir að Neytendastofu berist iðulega margar ábendingar frá neytendum í kringum útsölutímabil á Íslandi en óvenju margar ábendingar hafi borist stofnuninni í tengslum við útsöludaginn Svartan föstudag. Þetta segir Þórunn Anna í samtali við Reykjavík síðdegis. Ástæðan fyrir aukningunni gæti tengst gengisbreytingum að mati Þórunnar. Um helgina bar talsvert á því á því að neytendur kvörtuðu yfir því að verslanir hefðu hækkað verð í aðdraganda Svarta föstudagsins til þess eins að auglýsa téðar vörur á afsláttarverði. Breytingar á genginu getur verið réttlætanleg ástæða fyrir því að hækka verð en „það breytir því ekki að ef þú þarft að hækka verðið á vörunni þá er erfitt að auglýsa útsölu ef hún hefur aldrei verið seld á þessu hækkaða verði,“ segir Þórunn. Þórunn segir að margir neytendur séu vakandi fyrir þessu og ýmsir hefðu til dæmis fylgst með verði tiltekinna vara yfir þó nokkurt skeið til að ganga úr skugga um að ekki væru brögð í tafli. Neytendur hafi síðan ýmist tekið ljósmynd af verðmiðanum eða tekið skjáskot af verðinu og sent Neytendastofu ábendingu.Þórunn er sviðsstjóri neytendaréttarsviðs Neytendastofu.Geta sektað fyrirtæki og bannað háttsemina Í þeim tilvikum sem kaupmenn gerast sekir um slík brot tekur Neytendastofa ákvörðun sem er síðan iðulega birt á heimasíðunni. Annað hvort er háttsemin bönnuð eða fyrirtækin sektuð, sérstaklega ef um ítrekuð brot er að ræða. Neytendastofa sendir fyrirtækjum bréf og óskar eftir sönnun fyrir því að vörurnar hafi raunverulega verið seldar á hinu hækkaða verði áður en til afsláttarins kom. Ef neytendur telja að kaupmenn hafi með framferði sínu brotið á neytendum er þeim bent á að senda inn ábendingu á vef stofnunarinnar. Ábendingum er einnig hægt að koma á framfæri í gegnum rafræna gátt sem og símleiðis. Þórunn segir að afar gott sé að senda gögn með ábendingum, eins og ljósmyndir eða skjáskot.Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni.
Neytendur Tengdar fréttir Alþjóðlegir verslunardagar festa sig í sessi Verslun fyrir jólin dreifist yfir lengra tímabil en áður. 21. nóvember 2018 19:45 Hafa borist ábendingar um verðhækkanir fyrir Svarta föstudaginn Fjöldi verslana um allt land tók þátt í Svörtum föstudegi i dag og bauð afslátt í í tilefni dagsins. Neytendasamtökunum hafa borist ábendingar um að verslanir hafi á síðustu dögum hækkað verð á vörum og sett þær svo á afslátt í dag. 23. nóvember 2018 21:06 Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Sjá meira
Alþjóðlegir verslunardagar festa sig í sessi Verslun fyrir jólin dreifist yfir lengra tímabil en áður. 21. nóvember 2018 19:45
Hafa borist ábendingar um verðhækkanir fyrir Svarta föstudaginn Fjöldi verslana um allt land tók þátt í Svörtum föstudegi i dag og bauð afslátt í í tilefni dagsins. Neytendasamtökunum hafa borist ábendingar um að verslanir hafi á síðustu dögum hækkað verð á vörum og sett þær svo á afslátt í dag. 23. nóvember 2018 21:06