James skoraði 46 af 100 stigum Cleveland í leiknum og tók þar að auki 12 fáköst í leiknum. Hann setti tóninn strax í upphafi og setti fyrstu 16 stig Cleveland.
Cleveland missti niður 18 stiga forystu í seinni hálfleik og Victor Oladipo hefði getað jafnað leikinn en þristur hanns geigaði þegar 27 sekúndur voru eftir af leiknum og Cleveland fór með 100-97 sigur.
Staðan í einvíginu er nú 1-1 og leikur þrjú verður í Indianapolis á föstudagskvöld.
LeBron James fuels the @cavs Game 2 win with 46 PTS, 12 REB, 5 AST and Cleveland evens the series at 1! #WhateverItTakes#NBAPlayoffspic.twitter.com/BkycAu8joP
— NBA (@NBA) April 19, 2018
Houston Rockets er í vænlegri stöðu í Vesturdeildinni, sigur á Minnesota Timberwolves í nótt þýddi að Rockets leiðir einvígið 2-0.
Heimamenn í Houston lentu undir í upphafi leiks en skoruðu 37 stig í öðrum leikhluta og gerðu þar með í raun út um leikinn, Minnesota náði ekki að ógna forystunni eftir það. Lokatölur urðu 102-82.
Chris Paul var atkvæðamestur í liði Houston með 27 stig og Gerald Green skilaði 21 stigi af bekknum. James Harden, sem átti stórleik í fyrsta leiknum með 44 stig skoraði aðeins 12 stig í nótt.
CP3 flips it WAY up in #PhantomCam! #Rocketspic.twitter.com/6GljUkdOTY
— NBA (@NBA) April 19, 2018
Gerald Green connects on 5 triples en route to 21 PTS off the bench for the @HoustonRockets in Game 2! #Rockets#NBAPlayoffspic.twitter.com/s4sJmwXpJD
— NBA (@NBA) April 19, 2018
Nýliðinn Donovan Mitchell skoraði 28 stig og leiddi Utah Jazz til sigurs gegn Oklahoma City Thunder og Utah jafnaði þar með einvígið 1-1.
Derrick Favors átti sinn besta leik í úrslitakeppninni á ferlinum með 20 stig og 16 fráköst og Ricky Rubio bætti öðrum 22 stigum við tölu Jazz.
Paul George went behind his back and threw a pocket pass to Jerami Grant for tonight's #AssistOfTheNight! #ThunderUppic.twitter.com/S4xbrtzYSU
— NBA (@NBA) April 19, 2018
Ricky Rubio posts 22 PTS (postseason career-high 5 3PM), 7 REB, 9 AST in the @utahjazz Game 2 victory! #TakeNote#NBAPlayoffspic.twitter.com/LiTLucVkw5
— NBA (@NBA) April 19, 2018