Innleysir 2,1 milljarðs tap við söluna Helgi Vífill Júlíusson skrifar 20. september 2018 08:00 Guðmundur Kristjánsson, aðaleigandi Brims og forstjóri HB Granda. Brim, sem er í eigu Guðmundar Kristjánssonar, mun innleysa bókfært tap sem nemur 2,1 milljarði króna við sölu á þriðjungshlut í Vinnslustöðinni til FISK-Seafood. Fram hefur komið að FISK-Seafood keypti bréfin á 9,4 milljarða króna en þau voru bókfærð í ársreikningi Brims á 11,5 milljarða króna í fyrra. Markaðurinn hefur greint frá því að eignarhluturinn í Vinnslustöðinni hafi verið metinn á yfirverði í bókum Brims miðað við verðmat sem nýlega var gert á Vinnslustöðinni. Í ársreikningi Brims segir að framkvæmt hafi verið virðismat á rekstrarvirði og upplausnarvirði Vinnslustöðvarinnar og að bókfært virði standi fyllilega undir því. Auk þess sé forsvarsmönnum Brims kunnugt um að meirihlutaeigendur Vinnslustöðvarinnar hafi keypt í félaginu á svipuðu gengi síðla árs 2016. Guðmundur og bróðir hans Hjálmar hófu að fjárfesta í útgerðinni árið 2005. Brim keypti 37 prósenta hlut í HB Granda í vor og sumar fyrir 23,6 milljarða króna. Til að fjármagna kaupin var hluturinn í Vinnslustöðinni seldur og Ögurvík seld til HB Granda fyrir 12,3 milljarða króna. Brim mun hagnast um 900 milljónir við söluna. Hluthafafundur HB Granda á enn eftir að samþykkja kaupin. Samanlagt nemur sala á eignum Brims 21,7 milljörðum króna. Það er sama fjárhæð og reiða þurfti fram fyrir 34,1 prósents hlut sem Brim keypti af tveimur félögum sem Kristján Loftsson er í forsvari fyrir. Guðmundur, sem tók nýverið við sem forstjóri HB Granda, sagði í viðtali við ViðskiptaMoggann, að hann vildi að aflaheimildir fyrirtækisins yrðu auknar í að minnsta kosti tólf prósent sem er hámarkseign lögum samkvæmt. Eftir kaupin á Ögurvík nemur aflahlutdeild HB Granda 11,2 prósentum. „Við munum án efa leita samstarfs við sjávarútvegsfyrirtæki í nágrannalöndunum og víðar. Og þá viljum við líka fjárfesta í sölu- og markaðsfyrirtæki erlendis,“ sagði hann þá. helgivifill@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Viðskipti Tengdar fréttir Guðmundur mögulega sekur um „alvarleg brot“ á samkeppnislögum Samkeppniseftirlitið gerir fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar Kristjánssonar, aðaleiganda Brims og HB Granda, og segir að ef frummat stofnunarinnar sé á rökum reist sé um að ræða "alvarleg brot“ á samkeppnislögum. 19. september 2018 06:00 Segir það ekki fara Guðmundi vel að umgangast sannleikann, lög og reglur með réttum hætti Formaður stjórnar útgáfufélags Fréttablaðsins segir Guðmund Kristjánsson gera lítið úr öllum blaðamönnum og ritstjórum Fréttablaðsins með orðum sínum. 19. september 2018 17:29 Guðmundur svarar fyrir sig Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, segir það rangt að hann hafi verið í stjórn Vinnslustöðvarinnar í vor. 19. september 2018 12:56 FISK-Seafood kaupir í Vinnslustöðinni fyrir 9,4 milljarða Stjórn og stjórnendur FISK-Seafood ehf. vænta góðs samstarfs við eigendur og stjórnendur Vinnslustöðvarinnar hf. og sjá mikil tækifæri í rekstri félagsins og samvinnu þessara tveggja sjávarútvegsfyrirtækja. 18. september 2018 23:07 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Brim, sem er í eigu Guðmundar Kristjánssonar, mun innleysa bókfært tap sem nemur 2,1 milljarði króna við sölu á þriðjungshlut í Vinnslustöðinni til FISK-Seafood. Fram hefur komið að FISK-Seafood keypti bréfin á 9,4 milljarða króna en þau voru bókfærð í ársreikningi Brims á 11,5 milljarða króna í fyrra. Markaðurinn hefur greint frá því að eignarhluturinn í Vinnslustöðinni hafi verið metinn á yfirverði í bókum Brims miðað við verðmat sem nýlega var gert á Vinnslustöðinni. Í ársreikningi Brims segir að framkvæmt hafi verið virðismat á rekstrarvirði og upplausnarvirði Vinnslustöðvarinnar og að bókfært virði standi fyllilega undir því. Auk þess sé forsvarsmönnum Brims kunnugt um að meirihlutaeigendur Vinnslustöðvarinnar hafi keypt í félaginu á svipuðu gengi síðla árs 2016. Guðmundur og bróðir hans Hjálmar hófu að fjárfesta í útgerðinni árið 2005. Brim keypti 37 prósenta hlut í HB Granda í vor og sumar fyrir 23,6 milljarða króna. Til að fjármagna kaupin var hluturinn í Vinnslustöðinni seldur og Ögurvík seld til HB Granda fyrir 12,3 milljarða króna. Brim mun hagnast um 900 milljónir við söluna. Hluthafafundur HB Granda á enn eftir að samþykkja kaupin. Samanlagt nemur sala á eignum Brims 21,7 milljörðum króna. Það er sama fjárhæð og reiða þurfti fram fyrir 34,1 prósents hlut sem Brim keypti af tveimur félögum sem Kristján Loftsson er í forsvari fyrir. Guðmundur, sem tók nýverið við sem forstjóri HB Granda, sagði í viðtali við ViðskiptaMoggann, að hann vildi að aflaheimildir fyrirtækisins yrðu auknar í að minnsta kosti tólf prósent sem er hámarkseign lögum samkvæmt. Eftir kaupin á Ögurvík nemur aflahlutdeild HB Granda 11,2 prósentum. „Við munum án efa leita samstarfs við sjávarútvegsfyrirtæki í nágrannalöndunum og víðar. Og þá viljum við líka fjárfesta í sölu- og markaðsfyrirtæki erlendis,“ sagði hann þá. helgivifill@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Viðskipti Tengdar fréttir Guðmundur mögulega sekur um „alvarleg brot“ á samkeppnislögum Samkeppniseftirlitið gerir fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar Kristjánssonar, aðaleiganda Brims og HB Granda, og segir að ef frummat stofnunarinnar sé á rökum reist sé um að ræða "alvarleg brot“ á samkeppnislögum. 19. september 2018 06:00 Segir það ekki fara Guðmundi vel að umgangast sannleikann, lög og reglur með réttum hætti Formaður stjórnar útgáfufélags Fréttablaðsins segir Guðmund Kristjánsson gera lítið úr öllum blaðamönnum og ritstjórum Fréttablaðsins með orðum sínum. 19. september 2018 17:29 Guðmundur svarar fyrir sig Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, segir það rangt að hann hafi verið í stjórn Vinnslustöðvarinnar í vor. 19. september 2018 12:56 FISK-Seafood kaupir í Vinnslustöðinni fyrir 9,4 milljarða Stjórn og stjórnendur FISK-Seafood ehf. vænta góðs samstarfs við eigendur og stjórnendur Vinnslustöðvarinnar hf. og sjá mikil tækifæri í rekstri félagsins og samvinnu þessara tveggja sjávarútvegsfyrirtækja. 18. september 2018 23:07 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Guðmundur mögulega sekur um „alvarleg brot“ á samkeppnislögum Samkeppniseftirlitið gerir fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar Kristjánssonar, aðaleiganda Brims og HB Granda, og segir að ef frummat stofnunarinnar sé á rökum reist sé um að ræða "alvarleg brot“ á samkeppnislögum. 19. september 2018 06:00
Segir það ekki fara Guðmundi vel að umgangast sannleikann, lög og reglur með réttum hætti Formaður stjórnar útgáfufélags Fréttablaðsins segir Guðmund Kristjánsson gera lítið úr öllum blaðamönnum og ritstjórum Fréttablaðsins með orðum sínum. 19. september 2018 17:29
Guðmundur svarar fyrir sig Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, segir það rangt að hann hafi verið í stjórn Vinnslustöðvarinnar í vor. 19. september 2018 12:56
FISK-Seafood kaupir í Vinnslustöðinni fyrir 9,4 milljarða Stjórn og stjórnendur FISK-Seafood ehf. vænta góðs samstarfs við eigendur og stjórnendur Vinnslustöðvarinnar hf. og sjá mikil tækifæri í rekstri félagsins og samvinnu þessara tveggja sjávarútvegsfyrirtækja. 18. september 2018 23:07