Fasteignaverð hækkað mikið í stærri bæjum úti á landi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. apríl 2018 08:54 Hækkun fasteignaverðs hefur verið langmest á Akranesi. vísir/ernir Þegar litið er á hækkun fasteignaverðs á einu ári, það er frá fyrsta ársfjórðungi 2017 til fyrsta ársfjórðungs 2018, kemur í ljós að hún hefur verið mun meiri í fjórum stærstu bæjum landsins en Reykjavík. Hækkunin var þannig langmest á Akranesi og svo í Árborg, en svipuð á Akureyri og í Reykjanesbæ. Var hækkun fasteignaverðs mun minni en í Reykjavík og þá væntanlega enn lægri á höfuðborgarsvæðinu í heild. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans sem kom út í dag. Þar segir að niðurstöður mælinga Hagstofunnar á hækkun fasteignaverðs á landsbyggðinni hafi komið verulega á óvart í janúar og í mars. „Síðustu 12 mánuði hefur þróun fasteignaverðs á landsbyggðinni verið til hækkunar vísitölu neysluverðs í 10 skipti af 12. Það þarf ekki að koma á óvart miðað við þróun á fasteignamarkaði síðustu ár. Nú í mars var hækkun fasteignaverðs á landsbyggðinni á 12 mánaða grundvelli 22,2% samkvæmt tölum Hagstofunnar og hækkun frá 1. ársfjórðungi 2017 til sama tíma 2018 17,9%. Sú tala stemmir ágætlega við þær tölur um hækkun í stærri bæjum sem kom fram hér að ofan. Frá því í nóvember hefur þróun fasteignaverðs í stærri bæjum verið mjög óregluleg. Það kemur alls ekki á óvart í ljósi þess hve litlir þessir markaðir eru. Sveiflurnar eru sérstaklega miklar á Akranesi, enda er hann minnsti bærinn af þessum fjórum. Sé litið á vegnar meðalbreytingar á verði miðað við stærð þessara bæja má sjá að verðbreytingar milli mánaða fylgja ekki sama mynstri og tölur Hagstofunnar úr vísitölu neysluverðs. Samkvæmt tölum Þjóðskrár hefur vegið meðaltal verðhækkana í þessum fjórum bæjum verið tæp 8% frá því í nóvember en tölur Hagstofunnar segja hækkunina um 7%. Heildarhækkunin er svipuð en breytingin milli einstakra mánaða er mjög mismunandi,“ segir í Hagsjánni. Sömu upplýsingar koma fram í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs þar sem segir að undanfarna mánuði hafi íbúðaverð á landsbyggðinni hækkað töluvert hraðar en íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu.Hagsjá Landsbankans má sjá hér og mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs hér. Tengdar fréttir Ekki útlit fyrir að íbúðaverð lækki á næstu misserum Hækkun íbúðaverðs á milli ára minni nú en á síðasta ári 25. mars 2018 19:00 Leiguverð hækkar svipað mikið og fasteignaverð Árshækkun leiguverðs samkvæmt þinglýstum leigusamningum nemur nú um 10,4 prósentum og er hækkunin áþekk hækkun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu sem mælist nú 10,6 prósent. 22. mars 2018 20:28 Fjölgar vestanlands og Akranes á meira inni Dósent segir Akranes eiga mikið inni hvað varðar fjölgun íbúa. Hætti ríkið gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin gæti Vesturland tekið við fólki sem flýr fasteignaverð í borginni líkt og Suðurnes síðustu ár. 14. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
Þegar litið er á hækkun fasteignaverðs á einu ári, það er frá fyrsta ársfjórðungi 2017 til fyrsta ársfjórðungs 2018, kemur í ljós að hún hefur verið mun meiri í fjórum stærstu bæjum landsins en Reykjavík. Hækkunin var þannig langmest á Akranesi og svo í Árborg, en svipuð á Akureyri og í Reykjanesbæ. Var hækkun fasteignaverðs mun minni en í Reykjavík og þá væntanlega enn lægri á höfuðborgarsvæðinu í heild. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans sem kom út í dag. Þar segir að niðurstöður mælinga Hagstofunnar á hækkun fasteignaverðs á landsbyggðinni hafi komið verulega á óvart í janúar og í mars. „Síðustu 12 mánuði hefur þróun fasteignaverðs á landsbyggðinni verið til hækkunar vísitölu neysluverðs í 10 skipti af 12. Það þarf ekki að koma á óvart miðað við þróun á fasteignamarkaði síðustu ár. Nú í mars var hækkun fasteignaverðs á landsbyggðinni á 12 mánaða grundvelli 22,2% samkvæmt tölum Hagstofunnar og hækkun frá 1. ársfjórðungi 2017 til sama tíma 2018 17,9%. Sú tala stemmir ágætlega við þær tölur um hækkun í stærri bæjum sem kom fram hér að ofan. Frá því í nóvember hefur þróun fasteignaverðs í stærri bæjum verið mjög óregluleg. Það kemur alls ekki á óvart í ljósi þess hve litlir þessir markaðir eru. Sveiflurnar eru sérstaklega miklar á Akranesi, enda er hann minnsti bærinn af þessum fjórum. Sé litið á vegnar meðalbreytingar á verði miðað við stærð þessara bæja má sjá að verðbreytingar milli mánaða fylgja ekki sama mynstri og tölur Hagstofunnar úr vísitölu neysluverðs. Samkvæmt tölum Þjóðskrár hefur vegið meðaltal verðhækkana í þessum fjórum bæjum verið tæp 8% frá því í nóvember en tölur Hagstofunnar segja hækkunina um 7%. Heildarhækkunin er svipuð en breytingin milli einstakra mánaða er mjög mismunandi,“ segir í Hagsjánni. Sömu upplýsingar koma fram í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs þar sem segir að undanfarna mánuði hafi íbúðaverð á landsbyggðinni hækkað töluvert hraðar en íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu.Hagsjá Landsbankans má sjá hér og mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs hér.
Tengdar fréttir Ekki útlit fyrir að íbúðaverð lækki á næstu misserum Hækkun íbúðaverðs á milli ára minni nú en á síðasta ári 25. mars 2018 19:00 Leiguverð hækkar svipað mikið og fasteignaverð Árshækkun leiguverðs samkvæmt þinglýstum leigusamningum nemur nú um 10,4 prósentum og er hækkunin áþekk hækkun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu sem mælist nú 10,6 prósent. 22. mars 2018 20:28 Fjölgar vestanlands og Akranes á meira inni Dósent segir Akranes eiga mikið inni hvað varðar fjölgun íbúa. Hætti ríkið gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin gæti Vesturland tekið við fólki sem flýr fasteignaverð í borginni líkt og Suðurnes síðustu ár. 14. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
Ekki útlit fyrir að íbúðaverð lækki á næstu misserum Hækkun íbúðaverðs á milli ára minni nú en á síðasta ári 25. mars 2018 19:00
Leiguverð hækkar svipað mikið og fasteignaverð Árshækkun leiguverðs samkvæmt þinglýstum leigusamningum nemur nú um 10,4 prósentum og er hækkunin áþekk hækkun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu sem mælist nú 10,6 prósent. 22. mars 2018 20:28
Fjölgar vestanlands og Akranes á meira inni Dósent segir Akranes eiga mikið inni hvað varðar fjölgun íbúa. Hætti ríkið gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin gæti Vesturland tekið við fólki sem flýr fasteignaverð í borginni líkt og Suðurnes síðustu ár. 14. febrúar 2018 06:00
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent