Allt að 87 prósenta hækkun á tollkvóta milli ára Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. janúar 2017 07:00 Hingað til hefur tollkvótinn verið boðinn út einu sinni fyrir allt árið en í ár var sú nýbreytni gerð að bjóða hann út í tveimur hlutum. vísir/stefán Útboðsgjald sem innflutningsfyrirtæki þurfa að greiða fyrir tollfrjálsan innflutning á búvörum frá ríkjum ESB hækkaði mjög milli ára. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að hækkunin hafi verið fyrirsjáanleg. Hérlendis eru ýmsar innfluttar mjólkur- og kjötvörur tolllagðar. Ár hvert er heimilt að flytja inn nokkur tonn úr hverjum vöruflokki tollfrjálst. Þeim kvóta er úthlutað til innflytjenda í gegnum lokað uppboð, fyrst til hæstbjóðanda, síðan til þess sem býður næsthæst og svo koll af kolli. Meðalútboðsgjald er reiknað. Berist ekki tilboð í allan kvótann er honum úthlutað án gjalds.Ólafur Stephensen Ólafur Stephensen, nýr framkvæmdastjóri Félags atvinnurekendaHingað til hefur tollkvótinn verið boðinn út einu sinni fyrir allt árið en í ár var sú nýbreytni gerð að bjóða hann út í tveimur hlutum. Var það gert eftir tillögu frá starfshópi um tollasamning sem vildi með því tryggja jafnari dreifingu á innfluttum vörum yfir árið. Neytendur áttu ekki fulltrúa í sjö manna starfshópnum. Sé litið á niðurstöður útboðs um tollkvóta á vörum frá ESB-ríkjum sést talsverð hækkun meðalútboðsgjalds í flestum vöruflokkum. Minnst er hún í flokki alifugla, fjögur prósent, en mest í ostum, um 400 krónur á hvert kíló, eða 86,9 prósent. Um meðalverð er að ræða og því ljóst að hækkunin er meiri fyrir suma innflytjendur. Þessi hækkun mun sennilega skila sér út í verðlagið og lenda á neytendum að lokum. „Félag atvinnurekenda varaði við því að þessar breytingar myndu leiða til hækkunar á tollkvótanum,“ segir Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri félagsins. Hann bætir því við að hækkunina á ostakvótanum megi rekja beint til nýs búvörusamnings. „Haldi útboðsgjaldið þessari þróun áfram stefnir í að það verði nokkurn veginn hið sama og það kostar innflytjendur að flytja inn á fullum tolli. Þá er ávinningur neytenda horfinn,“ segir Ólafur. Það leiðir af eðli fyrirkomulagsins að tekjur ríkisins af því eru allnokkrar. Alls nam útboðsgjaldið vegna ESB-kvótans 330 milljónum í fyrra en það stefnir í 400 milljónir í ár. Ólafur telur ekki sennilegt að meðalverðið muni lækka þegar hinn helmingur kvótans verður boðinn út. „Verð og eftirspurn hefur verið stöðugt hækkandi undanfarin ár samhliða auknum straumi ferðamanna. Mér þykir líklegt, satt að segja, að verðið haldi áfram að hækka,“ segir Ólafur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Innheimta útboðsgjald þrátt fyrir úrskurð um ólögmæti þess Ríkið ætlar að halda áfram að innheimta útboðsgjald fyrir innfluttar landbúnaðarvörur þrátt fyrir að Héraðsdómur hafi komist að þeirri niðurstöðu að gjaldheimtan væri ólögmæt. 1. júní 2015 19:24 Samtök verslunar og þjónustu kvarta til umboðsmanns vegna tollkvóta SVÞ telja að farið hafi verið á svig við lög er tollar á landbúnaðarvörur voru boðnir út. 16. júlí 2015 10:11 Uppboð tollkvóta stenst skoðun ESB Evrópusambandið (ESB) skiptir sér ekki af því hvernig ríki kjósa að útdeila tollkvótum. Fyrirkomulag sem hér tíðkast er ekki notað innan ESB. Kostnaður vegna uppboðs tollkvóta hér eyðir ávinningi af tollfrelsi. 22. janúar 2016 07:00 Mest lesið Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Sjá meira
Útboðsgjald sem innflutningsfyrirtæki þurfa að greiða fyrir tollfrjálsan innflutning á búvörum frá ríkjum ESB hækkaði mjög milli ára. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að hækkunin hafi verið fyrirsjáanleg. Hérlendis eru ýmsar innfluttar mjólkur- og kjötvörur tolllagðar. Ár hvert er heimilt að flytja inn nokkur tonn úr hverjum vöruflokki tollfrjálst. Þeim kvóta er úthlutað til innflytjenda í gegnum lokað uppboð, fyrst til hæstbjóðanda, síðan til þess sem býður næsthæst og svo koll af kolli. Meðalútboðsgjald er reiknað. Berist ekki tilboð í allan kvótann er honum úthlutað án gjalds.Ólafur Stephensen Ólafur Stephensen, nýr framkvæmdastjóri Félags atvinnurekendaHingað til hefur tollkvótinn verið boðinn út einu sinni fyrir allt árið en í ár var sú nýbreytni gerð að bjóða hann út í tveimur hlutum. Var það gert eftir tillögu frá starfshópi um tollasamning sem vildi með því tryggja jafnari dreifingu á innfluttum vörum yfir árið. Neytendur áttu ekki fulltrúa í sjö manna starfshópnum. Sé litið á niðurstöður útboðs um tollkvóta á vörum frá ESB-ríkjum sést talsverð hækkun meðalútboðsgjalds í flestum vöruflokkum. Minnst er hún í flokki alifugla, fjögur prósent, en mest í ostum, um 400 krónur á hvert kíló, eða 86,9 prósent. Um meðalverð er að ræða og því ljóst að hækkunin er meiri fyrir suma innflytjendur. Þessi hækkun mun sennilega skila sér út í verðlagið og lenda á neytendum að lokum. „Félag atvinnurekenda varaði við því að þessar breytingar myndu leiða til hækkunar á tollkvótanum,“ segir Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri félagsins. Hann bætir því við að hækkunina á ostakvótanum megi rekja beint til nýs búvörusamnings. „Haldi útboðsgjaldið þessari þróun áfram stefnir í að það verði nokkurn veginn hið sama og það kostar innflytjendur að flytja inn á fullum tolli. Þá er ávinningur neytenda horfinn,“ segir Ólafur. Það leiðir af eðli fyrirkomulagsins að tekjur ríkisins af því eru allnokkrar. Alls nam útboðsgjaldið vegna ESB-kvótans 330 milljónum í fyrra en það stefnir í 400 milljónir í ár. Ólafur telur ekki sennilegt að meðalverðið muni lækka þegar hinn helmingur kvótans verður boðinn út. „Verð og eftirspurn hefur verið stöðugt hækkandi undanfarin ár samhliða auknum straumi ferðamanna. Mér þykir líklegt, satt að segja, að verðið haldi áfram að hækka,“ segir Ólafur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Innheimta útboðsgjald þrátt fyrir úrskurð um ólögmæti þess Ríkið ætlar að halda áfram að innheimta útboðsgjald fyrir innfluttar landbúnaðarvörur þrátt fyrir að Héraðsdómur hafi komist að þeirri niðurstöðu að gjaldheimtan væri ólögmæt. 1. júní 2015 19:24 Samtök verslunar og þjónustu kvarta til umboðsmanns vegna tollkvóta SVÞ telja að farið hafi verið á svig við lög er tollar á landbúnaðarvörur voru boðnir út. 16. júlí 2015 10:11 Uppboð tollkvóta stenst skoðun ESB Evrópusambandið (ESB) skiptir sér ekki af því hvernig ríki kjósa að útdeila tollkvótum. Fyrirkomulag sem hér tíðkast er ekki notað innan ESB. Kostnaður vegna uppboðs tollkvóta hér eyðir ávinningi af tollfrelsi. 22. janúar 2016 07:00 Mest lesið Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Sjá meira
Innheimta útboðsgjald þrátt fyrir úrskurð um ólögmæti þess Ríkið ætlar að halda áfram að innheimta útboðsgjald fyrir innfluttar landbúnaðarvörur þrátt fyrir að Héraðsdómur hafi komist að þeirri niðurstöðu að gjaldheimtan væri ólögmæt. 1. júní 2015 19:24
Samtök verslunar og þjónustu kvarta til umboðsmanns vegna tollkvóta SVÞ telja að farið hafi verið á svig við lög er tollar á landbúnaðarvörur voru boðnir út. 16. júlí 2015 10:11
Uppboð tollkvóta stenst skoðun ESB Evrópusambandið (ESB) skiptir sér ekki af því hvernig ríki kjósa að útdeila tollkvótum. Fyrirkomulag sem hér tíðkast er ekki notað innan ESB. Kostnaður vegna uppboðs tollkvóta hér eyðir ávinningi af tollfrelsi. 22. janúar 2016 07:00