Skotsilfur Markaðarins: Formannsskipti í SA og sótt að stærsta eigenda United Silicon Ritstjórn Markaðarins skrifar 10. mars 2017 15:30 Ákvörðun Björgólfs Jóhannssonar, fráfarandi formanns SA, að bjóða sig ekki fram á ný kom fæstum á óvart enda hefur hann verið undir þrýstingi að einbeita sér að því að rétta við gengi Icelandair. Eyjólfur Árni Rafnsson, fyrrverandi forstjóri Mannvits, hefur þegar tilkynnt að hann hyggist gefa kost á sér sem eftirmaður Björgólfs. Leiðin í formannsstólinn ætti að vera greið fyrir Eyjólf en eins og áður hefur komið fram á þessum vettvangi rennir Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar, einnig hýru auga til þess að verða formaður SA.Magnús Garðarsson, stærsti eigandi United Silicon á Íslandi.Sótt að Magnúsi Samkvæmt frétt í DV á dögunum er Magnús Garðarsson, stærsti eigandi United Silicon á Íslandi, grunaður um að hafa með vítaverðum akstri valdið umferðarslysi. Kannaðist hann sjálfur ekki við að hafa verið handtekinn vegna þess eða að hafa gist fangaklefa á meðan á frumrannsókn stóð. Óháð því hvort málið endi fyrir dómi er ljóst að lögmenn Magnúsar og kísilversins munu hafa í nógu að snúast. ÍAV stefndi fyrirtækinu í fyrra og segir það skulda verktakafyrirtækinu rúman milljarð króna. Þá hefur stálinnflytjandi stefnt fyrirtækinu og Umhverfisstofnun hótar nú að loka því vegna tíðra mengunaróhappa.Leiðréttu klúður Þrír stjórnarmenn í Lífeyrissjóði verslunarmanna (LV) og Birtu lífeyrissjóði, sem voru skipaðir í stjórnir sjóðanna sem fulltrúar SA, hafa sagt sig úr stjórnum lífeyrissjóðanna. Sú ákvörðun kom eftir að Fréttablaðið hafði greint frá því að stjórnarseta Úlfars Steindórssonar í Icelandair væri ekki í samræmi við nýjar reglur SA um að fulltrúar samtakanna í stjórnum sjóðanna sitji ekki einnig í stjórnum skráðra félaga. Úlfar, sem er varaformaður Icelandair, sagðist ekki hafa vitað af þessum nýju reglum. Í tilkynningu frá SA viðurkenna samtökin að betur hefði mátt standa að kynningu á umræddum breytingum og báðu hlutaðeigandi afsökunar.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Ákvörðun Björgólfs Jóhannssonar, fráfarandi formanns SA, að bjóða sig ekki fram á ný kom fæstum á óvart enda hefur hann verið undir þrýstingi að einbeita sér að því að rétta við gengi Icelandair. Eyjólfur Árni Rafnsson, fyrrverandi forstjóri Mannvits, hefur þegar tilkynnt að hann hyggist gefa kost á sér sem eftirmaður Björgólfs. Leiðin í formannsstólinn ætti að vera greið fyrir Eyjólf en eins og áður hefur komið fram á þessum vettvangi rennir Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar, einnig hýru auga til þess að verða formaður SA.Magnús Garðarsson, stærsti eigandi United Silicon á Íslandi.Sótt að Magnúsi Samkvæmt frétt í DV á dögunum er Magnús Garðarsson, stærsti eigandi United Silicon á Íslandi, grunaður um að hafa með vítaverðum akstri valdið umferðarslysi. Kannaðist hann sjálfur ekki við að hafa verið handtekinn vegna þess eða að hafa gist fangaklefa á meðan á frumrannsókn stóð. Óháð því hvort málið endi fyrir dómi er ljóst að lögmenn Magnúsar og kísilversins munu hafa í nógu að snúast. ÍAV stefndi fyrirtækinu í fyrra og segir það skulda verktakafyrirtækinu rúman milljarð króna. Þá hefur stálinnflytjandi stefnt fyrirtækinu og Umhverfisstofnun hótar nú að loka því vegna tíðra mengunaróhappa.Leiðréttu klúður Þrír stjórnarmenn í Lífeyrissjóði verslunarmanna (LV) og Birtu lífeyrissjóði, sem voru skipaðir í stjórnir sjóðanna sem fulltrúar SA, hafa sagt sig úr stjórnum lífeyrissjóðanna. Sú ákvörðun kom eftir að Fréttablaðið hafði greint frá því að stjórnarseta Úlfars Steindórssonar í Icelandair væri ekki í samræmi við nýjar reglur SA um að fulltrúar samtakanna í stjórnum sjóðanna sitji ekki einnig í stjórnum skráðra félaga. Úlfar, sem er varaformaður Icelandair, sagðist ekki hafa vitað af þessum nýju reglum. Í tilkynningu frá SA viðurkenna samtökin að betur hefði mátt standa að kynningu á umræddum breytingum og báðu hlutaðeigandi afsökunar.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum.
Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira