Skotsilfur Markaðarins: Formannsskipti í SA og sótt að stærsta eigenda United Silicon Ritstjórn Markaðarins skrifar 10. mars 2017 15:30 Ákvörðun Björgólfs Jóhannssonar, fráfarandi formanns SA, að bjóða sig ekki fram á ný kom fæstum á óvart enda hefur hann verið undir þrýstingi að einbeita sér að því að rétta við gengi Icelandair. Eyjólfur Árni Rafnsson, fyrrverandi forstjóri Mannvits, hefur þegar tilkynnt að hann hyggist gefa kost á sér sem eftirmaður Björgólfs. Leiðin í formannsstólinn ætti að vera greið fyrir Eyjólf en eins og áður hefur komið fram á þessum vettvangi rennir Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar, einnig hýru auga til þess að verða formaður SA.Magnús Garðarsson, stærsti eigandi United Silicon á Íslandi.Sótt að Magnúsi Samkvæmt frétt í DV á dögunum er Magnús Garðarsson, stærsti eigandi United Silicon á Íslandi, grunaður um að hafa með vítaverðum akstri valdið umferðarslysi. Kannaðist hann sjálfur ekki við að hafa verið handtekinn vegna þess eða að hafa gist fangaklefa á meðan á frumrannsókn stóð. Óháð því hvort málið endi fyrir dómi er ljóst að lögmenn Magnúsar og kísilversins munu hafa í nógu að snúast. ÍAV stefndi fyrirtækinu í fyrra og segir það skulda verktakafyrirtækinu rúman milljarð króna. Þá hefur stálinnflytjandi stefnt fyrirtækinu og Umhverfisstofnun hótar nú að loka því vegna tíðra mengunaróhappa.Leiðréttu klúður Þrír stjórnarmenn í Lífeyrissjóði verslunarmanna (LV) og Birtu lífeyrissjóði, sem voru skipaðir í stjórnir sjóðanna sem fulltrúar SA, hafa sagt sig úr stjórnum lífeyrissjóðanna. Sú ákvörðun kom eftir að Fréttablaðið hafði greint frá því að stjórnarseta Úlfars Steindórssonar í Icelandair væri ekki í samræmi við nýjar reglur SA um að fulltrúar samtakanna í stjórnum sjóðanna sitji ekki einnig í stjórnum skráðra félaga. Úlfar, sem er varaformaður Icelandair, sagðist ekki hafa vitað af þessum nýju reglum. Í tilkynningu frá SA viðurkenna samtökin að betur hefði mátt standa að kynningu á umræddum breytingum og báðu hlutaðeigandi afsökunar.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Ákvörðun Björgólfs Jóhannssonar, fráfarandi formanns SA, að bjóða sig ekki fram á ný kom fæstum á óvart enda hefur hann verið undir þrýstingi að einbeita sér að því að rétta við gengi Icelandair. Eyjólfur Árni Rafnsson, fyrrverandi forstjóri Mannvits, hefur þegar tilkynnt að hann hyggist gefa kost á sér sem eftirmaður Björgólfs. Leiðin í formannsstólinn ætti að vera greið fyrir Eyjólf en eins og áður hefur komið fram á þessum vettvangi rennir Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar, einnig hýru auga til þess að verða formaður SA.Magnús Garðarsson, stærsti eigandi United Silicon á Íslandi.Sótt að Magnúsi Samkvæmt frétt í DV á dögunum er Magnús Garðarsson, stærsti eigandi United Silicon á Íslandi, grunaður um að hafa með vítaverðum akstri valdið umferðarslysi. Kannaðist hann sjálfur ekki við að hafa verið handtekinn vegna þess eða að hafa gist fangaklefa á meðan á frumrannsókn stóð. Óháð því hvort málið endi fyrir dómi er ljóst að lögmenn Magnúsar og kísilversins munu hafa í nógu að snúast. ÍAV stefndi fyrirtækinu í fyrra og segir það skulda verktakafyrirtækinu rúman milljarð króna. Þá hefur stálinnflytjandi stefnt fyrirtækinu og Umhverfisstofnun hótar nú að loka því vegna tíðra mengunaróhappa.Leiðréttu klúður Þrír stjórnarmenn í Lífeyrissjóði verslunarmanna (LV) og Birtu lífeyrissjóði, sem voru skipaðir í stjórnir sjóðanna sem fulltrúar SA, hafa sagt sig úr stjórnum lífeyrissjóðanna. Sú ákvörðun kom eftir að Fréttablaðið hafði greint frá því að stjórnarseta Úlfars Steindórssonar í Icelandair væri ekki í samræmi við nýjar reglur SA um að fulltrúar samtakanna í stjórnum sjóðanna sitji ekki einnig í stjórnum skráðra félaga. Úlfar, sem er varaformaður Icelandair, sagðist ekki hafa vitað af þessum nýju reglum. Í tilkynningu frá SA viðurkenna samtökin að betur hefði mátt standa að kynningu á umræddum breytingum og báðu hlutaðeigandi afsökunar.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum.
Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira