Kínverjar heita milljörðum í efnahagssamstarf til eflingar fríverslunar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. maí 2017 12:17 Xi Jinping, forseti Kína, var bjartsýnn á ráðstefnunni um helgina. Vísir/EPA Forseti Kína, Xi Jinping, hét því í dag að Kína muni verja 124 milljörðum bandaríkjadollara í svokallað „Silkivegarsamstarf“ þar sem áhersla verður lögð á að efla fríverslun Kínverja og byggja upp innviði ríkja og leggja í framkvæmdir líkt og byggingu hafna, vega og járnbrautateina í þeim ríkjum sem taka þátt í samstarfinu. BBC greinir frá. Með áætluninni ætla Kínverjar sér að efla fríverslun á milli Asíu, Afríku, Evrópu og víðar en hulunni var fyrst svipt af planinu árið 2013. Forsetinn ávarpaði leiðtoga 29 ríkja sem samankomnir voru í dag í Peking á sérstakri efnahagsráðstefnu í tilefni áætlana Kínverja og haldin var um helgina. Með áætluninni ætlum við okkur ekki að feta gamlar slóðir einhverskonar leikja á milli andstæðinga heldur ætlum við okkur að byggja nýtt módel samstarfs og sameiginlegra hagsmuna. Hann segir að alþjóðasamfélagið verði að búa til aðstæður sem ýta undir efnahagsþróun ríkja þar sem fríverslun ræður ríkjum. Meðal leiðtoga á ráðstefnunni eru Vladimír Pútín, forseti Rússlands og Receeyip Erdogan, forseti Tyrklands og tóku þeir báðir vel í áætlun Kínverja. Leiðtogar nágrannaríkja líkt og Japans og Indlands hafa hins vegar haldið sig frá ráðstefnunni enda hafa þjóðirnar lengi átt í stirðum samskiptum á alþjóðavettvangi. Líta þjóðirnar svo á að Kínverjar vilji með þessum áætlunum festa sig í sessi og tryggja áhrif sín yfir öðrum ríkjum á alþjóðavettvangi. Xi Jinping gefur þó lítið fyrir slíkar áhyggjur og segir að Kínverjar ætli sér á engan hátt að skipta sér af innanríkismálum annarra landa. Um sé að ræða samstarf sem geti hagnast öllum aðilum. Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Forseti Kína, Xi Jinping, hét því í dag að Kína muni verja 124 milljörðum bandaríkjadollara í svokallað „Silkivegarsamstarf“ þar sem áhersla verður lögð á að efla fríverslun Kínverja og byggja upp innviði ríkja og leggja í framkvæmdir líkt og byggingu hafna, vega og járnbrautateina í þeim ríkjum sem taka þátt í samstarfinu. BBC greinir frá. Með áætluninni ætla Kínverjar sér að efla fríverslun á milli Asíu, Afríku, Evrópu og víðar en hulunni var fyrst svipt af planinu árið 2013. Forsetinn ávarpaði leiðtoga 29 ríkja sem samankomnir voru í dag í Peking á sérstakri efnahagsráðstefnu í tilefni áætlana Kínverja og haldin var um helgina. Með áætluninni ætlum við okkur ekki að feta gamlar slóðir einhverskonar leikja á milli andstæðinga heldur ætlum við okkur að byggja nýtt módel samstarfs og sameiginlegra hagsmuna. Hann segir að alþjóðasamfélagið verði að búa til aðstæður sem ýta undir efnahagsþróun ríkja þar sem fríverslun ræður ríkjum. Meðal leiðtoga á ráðstefnunni eru Vladimír Pútín, forseti Rússlands og Receeyip Erdogan, forseti Tyrklands og tóku þeir báðir vel í áætlun Kínverja. Leiðtogar nágrannaríkja líkt og Japans og Indlands hafa hins vegar haldið sig frá ráðstefnunni enda hafa þjóðirnar lengi átt í stirðum samskiptum á alþjóðavettvangi. Líta þjóðirnar svo á að Kínverjar vilji með þessum áætlunum festa sig í sessi og tryggja áhrif sín yfir öðrum ríkjum á alþjóðavettvangi. Xi Jinping gefur þó lítið fyrir slíkar áhyggjur og segir að Kínverjar ætli sér á engan hátt að skipta sér af innanríkismálum annarra landa. Um sé að ræða samstarf sem geti hagnast öllum aðilum.
Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira