Ný skýrsla OECD: Mikilvægt að auka aðhald í opinberum fjármálum á Íslandi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 27. júní 2017 10:41 Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti skýrsluna í dag ásamt Mari Kiviniemi, aðstoðaframkvæmdastjóra OECD. vísir/eyþór Hagvöxtur mælist mestur á íslandi af löndum OECD. Þótt horfur séu góðar skapar þensla hættu á ofhitnun að mati OECD. Stofnunin telur því mikilvægt að auka aðhald í opinberum fjármálum og að peningastefnan verði viðbúin að bregðast við auknum verðbólguvæntingum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Efnahags og framfarastofnunarinnar (OECD) um Ísland sem birt var í dag. Þar segir að hagvöxtur á Íslandi er sá mesti meðal ríkja OECD en að lítil, opin hagkerfi eins og Ísland eru viðkvæm fyrir breyttum aðstæðum og hagsveiflur eru því miklar. Jafnvægi hafi þó náðst í þjóðarbúskapnum frá efnahagshruninu og fjármagnshöftum verið aflétt að mestu. Þrátt fyrir þenslu hafi dregið úr aðhaldi í ríkisfjármálum og mikilvægt sé að varðveita þjóðhagslegan stöðugleika. Þá segir að hagstæðar ytri aðstæður hafi auðveldað peningastefnunni að halda verðbólgu lágri.Uppgangur í ferðaþjónustu hækkað húsnæðisverð Mikill uppgangur í ferðaþjónustu hefur skapað ný störf, aukið skatttekjur og leitt til innflæðis gjaldeyris en ýmsir vaxtarverkir hafa komið upp samhliða aðlögun þjóðarbúsins að auknu umfangi ferðaþjónustunnar. Sérstaklega hefur húsnæðisverð hækkað mikið, enda bregst framboð treglega við aukinni eftirspurn á húsnæðismarkaði. Þá veldur mikill fjöldi ferðamanna þrýstingi á umhverfið og innviðir eru víða ófullnægjandi. Mikill fjöldi ferðamanna hefur stuðlað að styrkingu íslensku krónunnar sem veldur útflutningsgreinum erfiðleikum.Afnema skattaívilnanir á ferðaþjónustu Í skýrslunni segir að til að draga úr hættu á þenslu, sem myndi leiða til hertari peningastefnu, þurfi að gæta aðhalds í ríkisfjármálum. Draga þurfi úr skammtímasveiflum á gjaldeyrismarkaði og nýta þjóðhagsvarúðartæki til að varna óstöðugleika vegna skammtíma fjármagnsflæði. Þau mæla með að stofnaður verði þjóðarsjóður og að sjóðurinn ætti að fjárfesta erlendis og takmarka úttektir við veruleg áföll. Þá er mælt með að stefnumótun verði þvert á ráðuneyti með aðkomu hagsmunaaðila úr ferðaþjónustu til að stuðla að sjálfbærni greinarinnar. Þá þurfi að afnema núverandi skattaívilnanir á ferðaþjónustu með því að færa hana í almennt þrep virðisaukaskatts. Þá er mælt með að fjöldi gesta verði takmarkaður á viðkvæmum stöðum og að tekin verði upp þjónustu eða notendagjöld til að stýra flæði fólks og álagi á umhverfið. Þá segir einnig að tryggja þurfi samræmi í stefnumótun í samgöngum og ferðaþjónustu og að hagfræðilegri greiningu á ferðaþjónustu sé ábótavant. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Hagvöxtur mælist mestur á íslandi af löndum OECD. Þótt horfur séu góðar skapar þensla hættu á ofhitnun að mati OECD. Stofnunin telur því mikilvægt að auka aðhald í opinberum fjármálum og að peningastefnan verði viðbúin að bregðast við auknum verðbólguvæntingum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Efnahags og framfarastofnunarinnar (OECD) um Ísland sem birt var í dag. Þar segir að hagvöxtur á Íslandi er sá mesti meðal ríkja OECD en að lítil, opin hagkerfi eins og Ísland eru viðkvæm fyrir breyttum aðstæðum og hagsveiflur eru því miklar. Jafnvægi hafi þó náðst í þjóðarbúskapnum frá efnahagshruninu og fjármagnshöftum verið aflétt að mestu. Þrátt fyrir þenslu hafi dregið úr aðhaldi í ríkisfjármálum og mikilvægt sé að varðveita þjóðhagslegan stöðugleika. Þá segir að hagstæðar ytri aðstæður hafi auðveldað peningastefnunni að halda verðbólgu lágri.Uppgangur í ferðaþjónustu hækkað húsnæðisverð Mikill uppgangur í ferðaþjónustu hefur skapað ný störf, aukið skatttekjur og leitt til innflæðis gjaldeyris en ýmsir vaxtarverkir hafa komið upp samhliða aðlögun þjóðarbúsins að auknu umfangi ferðaþjónustunnar. Sérstaklega hefur húsnæðisverð hækkað mikið, enda bregst framboð treglega við aukinni eftirspurn á húsnæðismarkaði. Þá veldur mikill fjöldi ferðamanna þrýstingi á umhverfið og innviðir eru víða ófullnægjandi. Mikill fjöldi ferðamanna hefur stuðlað að styrkingu íslensku krónunnar sem veldur útflutningsgreinum erfiðleikum.Afnema skattaívilnanir á ferðaþjónustu Í skýrslunni segir að til að draga úr hættu á þenslu, sem myndi leiða til hertari peningastefnu, þurfi að gæta aðhalds í ríkisfjármálum. Draga þurfi úr skammtímasveiflum á gjaldeyrismarkaði og nýta þjóðhagsvarúðartæki til að varna óstöðugleika vegna skammtíma fjármagnsflæði. Þau mæla með að stofnaður verði þjóðarsjóður og að sjóðurinn ætti að fjárfesta erlendis og takmarka úttektir við veruleg áföll. Þá er mælt með að stefnumótun verði þvert á ráðuneyti með aðkomu hagsmunaaðila úr ferðaþjónustu til að stuðla að sjálfbærni greinarinnar. Þá þurfi að afnema núverandi skattaívilnanir á ferðaþjónustu með því að færa hana í almennt þrep virðisaukaskatts. Þá er mælt með að fjöldi gesta verði takmarkaður á viðkvæmum stöðum og að tekin verði upp þjónustu eða notendagjöld til að stýra flæði fólks og álagi á umhverfið. Þá segir einnig að tryggja þurfi samræmi í stefnumótun í samgöngum og ferðaþjónustu og að hagfræðilegri greiningu á ferðaþjónustu sé ábótavant.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira