Ný skýrsla OECD: Mikilvægt að auka aðhald í opinberum fjármálum á Íslandi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 27. júní 2017 10:41 Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti skýrsluna í dag ásamt Mari Kiviniemi, aðstoðaframkvæmdastjóra OECD. vísir/eyþór Hagvöxtur mælist mestur á íslandi af löndum OECD. Þótt horfur séu góðar skapar þensla hættu á ofhitnun að mati OECD. Stofnunin telur því mikilvægt að auka aðhald í opinberum fjármálum og að peningastefnan verði viðbúin að bregðast við auknum verðbólguvæntingum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Efnahags og framfarastofnunarinnar (OECD) um Ísland sem birt var í dag. Þar segir að hagvöxtur á Íslandi er sá mesti meðal ríkja OECD en að lítil, opin hagkerfi eins og Ísland eru viðkvæm fyrir breyttum aðstæðum og hagsveiflur eru því miklar. Jafnvægi hafi þó náðst í þjóðarbúskapnum frá efnahagshruninu og fjármagnshöftum verið aflétt að mestu. Þrátt fyrir þenslu hafi dregið úr aðhaldi í ríkisfjármálum og mikilvægt sé að varðveita þjóðhagslegan stöðugleika. Þá segir að hagstæðar ytri aðstæður hafi auðveldað peningastefnunni að halda verðbólgu lágri.Uppgangur í ferðaþjónustu hækkað húsnæðisverð Mikill uppgangur í ferðaþjónustu hefur skapað ný störf, aukið skatttekjur og leitt til innflæðis gjaldeyris en ýmsir vaxtarverkir hafa komið upp samhliða aðlögun þjóðarbúsins að auknu umfangi ferðaþjónustunnar. Sérstaklega hefur húsnæðisverð hækkað mikið, enda bregst framboð treglega við aukinni eftirspurn á húsnæðismarkaði. Þá veldur mikill fjöldi ferðamanna þrýstingi á umhverfið og innviðir eru víða ófullnægjandi. Mikill fjöldi ferðamanna hefur stuðlað að styrkingu íslensku krónunnar sem veldur útflutningsgreinum erfiðleikum.Afnema skattaívilnanir á ferðaþjónustu Í skýrslunni segir að til að draga úr hættu á þenslu, sem myndi leiða til hertari peningastefnu, þurfi að gæta aðhalds í ríkisfjármálum. Draga þurfi úr skammtímasveiflum á gjaldeyrismarkaði og nýta þjóðhagsvarúðartæki til að varna óstöðugleika vegna skammtíma fjármagnsflæði. Þau mæla með að stofnaður verði þjóðarsjóður og að sjóðurinn ætti að fjárfesta erlendis og takmarka úttektir við veruleg áföll. Þá er mælt með að stefnumótun verði þvert á ráðuneyti með aðkomu hagsmunaaðila úr ferðaþjónustu til að stuðla að sjálfbærni greinarinnar. Þá þurfi að afnema núverandi skattaívilnanir á ferðaþjónustu með því að færa hana í almennt þrep virðisaukaskatts. Þá er mælt með að fjöldi gesta verði takmarkaður á viðkvæmum stöðum og að tekin verði upp þjónustu eða notendagjöld til að stýra flæði fólks og álagi á umhverfið. Þá segir einnig að tryggja þurfi samræmi í stefnumótun í samgöngum og ferðaþjónustu og að hagfræðilegri greiningu á ferðaþjónustu sé ábótavant. Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Hagvöxtur mælist mestur á íslandi af löndum OECD. Þótt horfur séu góðar skapar þensla hættu á ofhitnun að mati OECD. Stofnunin telur því mikilvægt að auka aðhald í opinberum fjármálum og að peningastefnan verði viðbúin að bregðast við auknum verðbólguvæntingum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Efnahags og framfarastofnunarinnar (OECD) um Ísland sem birt var í dag. Þar segir að hagvöxtur á Íslandi er sá mesti meðal ríkja OECD en að lítil, opin hagkerfi eins og Ísland eru viðkvæm fyrir breyttum aðstæðum og hagsveiflur eru því miklar. Jafnvægi hafi þó náðst í þjóðarbúskapnum frá efnahagshruninu og fjármagnshöftum verið aflétt að mestu. Þrátt fyrir þenslu hafi dregið úr aðhaldi í ríkisfjármálum og mikilvægt sé að varðveita þjóðhagslegan stöðugleika. Þá segir að hagstæðar ytri aðstæður hafi auðveldað peningastefnunni að halda verðbólgu lágri.Uppgangur í ferðaþjónustu hækkað húsnæðisverð Mikill uppgangur í ferðaþjónustu hefur skapað ný störf, aukið skatttekjur og leitt til innflæðis gjaldeyris en ýmsir vaxtarverkir hafa komið upp samhliða aðlögun þjóðarbúsins að auknu umfangi ferðaþjónustunnar. Sérstaklega hefur húsnæðisverð hækkað mikið, enda bregst framboð treglega við aukinni eftirspurn á húsnæðismarkaði. Þá veldur mikill fjöldi ferðamanna þrýstingi á umhverfið og innviðir eru víða ófullnægjandi. Mikill fjöldi ferðamanna hefur stuðlað að styrkingu íslensku krónunnar sem veldur útflutningsgreinum erfiðleikum.Afnema skattaívilnanir á ferðaþjónustu Í skýrslunni segir að til að draga úr hættu á þenslu, sem myndi leiða til hertari peningastefnu, þurfi að gæta aðhalds í ríkisfjármálum. Draga þurfi úr skammtímasveiflum á gjaldeyrismarkaði og nýta þjóðhagsvarúðartæki til að varna óstöðugleika vegna skammtíma fjármagnsflæði. Þau mæla með að stofnaður verði þjóðarsjóður og að sjóðurinn ætti að fjárfesta erlendis og takmarka úttektir við veruleg áföll. Þá er mælt með að stefnumótun verði þvert á ráðuneyti með aðkomu hagsmunaaðila úr ferðaþjónustu til að stuðla að sjálfbærni greinarinnar. Þá þurfi að afnema núverandi skattaívilnanir á ferðaþjónustu með því að færa hana í almennt þrep virðisaukaskatts. Þá er mælt með að fjöldi gesta verði takmarkaður á viðkvæmum stöðum og að tekin verði upp þjónustu eða notendagjöld til að stýra flæði fólks og álagi á umhverfið. Þá segir einnig að tryggja þurfi samræmi í stefnumótun í samgöngum og ferðaþjónustu og að hagfræðilegri greiningu á ferðaþjónustu sé ábótavant.
Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira