Ný skýrsla OECD: Mikilvægt að auka aðhald í opinberum fjármálum á Íslandi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 27. júní 2017 10:41 Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti skýrsluna í dag ásamt Mari Kiviniemi, aðstoðaframkvæmdastjóra OECD. vísir/eyþór Hagvöxtur mælist mestur á íslandi af löndum OECD. Þótt horfur séu góðar skapar þensla hættu á ofhitnun að mati OECD. Stofnunin telur því mikilvægt að auka aðhald í opinberum fjármálum og að peningastefnan verði viðbúin að bregðast við auknum verðbólguvæntingum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Efnahags og framfarastofnunarinnar (OECD) um Ísland sem birt var í dag. Þar segir að hagvöxtur á Íslandi er sá mesti meðal ríkja OECD en að lítil, opin hagkerfi eins og Ísland eru viðkvæm fyrir breyttum aðstæðum og hagsveiflur eru því miklar. Jafnvægi hafi þó náðst í þjóðarbúskapnum frá efnahagshruninu og fjármagnshöftum verið aflétt að mestu. Þrátt fyrir þenslu hafi dregið úr aðhaldi í ríkisfjármálum og mikilvægt sé að varðveita þjóðhagslegan stöðugleika. Þá segir að hagstæðar ytri aðstæður hafi auðveldað peningastefnunni að halda verðbólgu lágri.Uppgangur í ferðaþjónustu hækkað húsnæðisverð Mikill uppgangur í ferðaþjónustu hefur skapað ný störf, aukið skatttekjur og leitt til innflæðis gjaldeyris en ýmsir vaxtarverkir hafa komið upp samhliða aðlögun þjóðarbúsins að auknu umfangi ferðaþjónustunnar. Sérstaklega hefur húsnæðisverð hækkað mikið, enda bregst framboð treglega við aukinni eftirspurn á húsnæðismarkaði. Þá veldur mikill fjöldi ferðamanna þrýstingi á umhverfið og innviðir eru víða ófullnægjandi. Mikill fjöldi ferðamanna hefur stuðlað að styrkingu íslensku krónunnar sem veldur útflutningsgreinum erfiðleikum.Afnema skattaívilnanir á ferðaþjónustu Í skýrslunni segir að til að draga úr hættu á þenslu, sem myndi leiða til hertari peningastefnu, þurfi að gæta aðhalds í ríkisfjármálum. Draga þurfi úr skammtímasveiflum á gjaldeyrismarkaði og nýta þjóðhagsvarúðartæki til að varna óstöðugleika vegna skammtíma fjármagnsflæði. Þau mæla með að stofnaður verði þjóðarsjóður og að sjóðurinn ætti að fjárfesta erlendis og takmarka úttektir við veruleg áföll. Þá er mælt með að stefnumótun verði þvert á ráðuneyti með aðkomu hagsmunaaðila úr ferðaþjónustu til að stuðla að sjálfbærni greinarinnar. Þá þurfi að afnema núverandi skattaívilnanir á ferðaþjónustu með því að færa hana í almennt þrep virðisaukaskatts. Þá er mælt með að fjöldi gesta verði takmarkaður á viðkvæmum stöðum og að tekin verði upp þjónustu eða notendagjöld til að stýra flæði fólks og álagi á umhverfið. Þá segir einnig að tryggja þurfi samræmi í stefnumótun í samgöngum og ferðaþjónustu og að hagfræðilegri greiningu á ferðaþjónustu sé ábótavant. Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Hagvöxtur mælist mestur á íslandi af löndum OECD. Þótt horfur séu góðar skapar þensla hættu á ofhitnun að mati OECD. Stofnunin telur því mikilvægt að auka aðhald í opinberum fjármálum og að peningastefnan verði viðbúin að bregðast við auknum verðbólguvæntingum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Efnahags og framfarastofnunarinnar (OECD) um Ísland sem birt var í dag. Þar segir að hagvöxtur á Íslandi er sá mesti meðal ríkja OECD en að lítil, opin hagkerfi eins og Ísland eru viðkvæm fyrir breyttum aðstæðum og hagsveiflur eru því miklar. Jafnvægi hafi þó náðst í þjóðarbúskapnum frá efnahagshruninu og fjármagnshöftum verið aflétt að mestu. Þrátt fyrir þenslu hafi dregið úr aðhaldi í ríkisfjármálum og mikilvægt sé að varðveita þjóðhagslegan stöðugleika. Þá segir að hagstæðar ytri aðstæður hafi auðveldað peningastefnunni að halda verðbólgu lágri.Uppgangur í ferðaþjónustu hækkað húsnæðisverð Mikill uppgangur í ferðaþjónustu hefur skapað ný störf, aukið skatttekjur og leitt til innflæðis gjaldeyris en ýmsir vaxtarverkir hafa komið upp samhliða aðlögun þjóðarbúsins að auknu umfangi ferðaþjónustunnar. Sérstaklega hefur húsnæðisverð hækkað mikið, enda bregst framboð treglega við aukinni eftirspurn á húsnæðismarkaði. Þá veldur mikill fjöldi ferðamanna þrýstingi á umhverfið og innviðir eru víða ófullnægjandi. Mikill fjöldi ferðamanna hefur stuðlað að styrkingu íslensku krónunnar sem veldur útflutningsgreinum erfiðleikum.Afnema skattaívilnanir á ferðaþjónustu Í skýrslunni segir að til að draga úr hættu á þenslu, sem myndi leiða til hertari peningastefnu, þurfi að gæta aðhalds í ríkisfjármálum. Draga þurfi úr skammtímasveiflum á gjaldeyrismarkaði og nýta þjóðhagsvarúðartæki til að varna óstöðugleika vegna skammtíma fjármagnsflæði. Þau mæla með að stofnaður verði þjóðarsjóður og að sjóðurinn ætti að fjárfesta erlendis og takmarka úttektir við veruleg áföll. Þá er mælt með að stefnumótun verði þvert á ráðuneyti með aðkomu hagsmunaaðila úr ferðaþjónustu til að stuðla að sjálfbærni greinarinnar. Þá þurfi að afnema núverandi skattaívilnanir á ferðaþjónustu með því að færa hana í almennt þrep virðisaukaskatts. Þá er mælt með að fjöldi gesta verði takmarkaður á viðkvæmum stöðum og að tekin verði upp þjónustu eða notendagjöld til að stýra flæði fólks og álagi á umhverfið. Þá segir einnig að tryggja þurfi samræmi í stefnumótun í samgöngum og ferðaþjónustu og að hagfræðilegri greiningu á ferðaþjónustu sé ábótavant.
Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira