Stefna að því að verða næsta Marel Kristinn Ingi Jónsson skrifar 6. júlí 2017 13:00 Guðmundur Árnason segir Controlant eiga í viðræðum við mörg alþjóðleg fyrirtæki. Ef fram heldur sem horfir gæti velta Controlant numið einum milljarði króna á næsta ári. vísir/anton brink Forsvarsmenn íslenska nýsköpunarfyrirtækisins Controlant, sem hefur þróað lausnir til þess að fylgjast með ástandi viðkvæmra vara, líkt og lyfja og matvæla, leita nú innlendra fjárfesta til þess að fjármagna frekari vöxt fyrirtækisins á erlendri grund. Fyrirtækið hefur þegar landað stórum samningum við alþjóðleg stórfyrirtæki og eru fleiri samningar í pípunum. Ef allt gengur að óskum mun velta fyrirtækisins þre- til fjórfaldast á næsta ári og verða allt að einn milljarður króna. Guðmundur Árnason, fjármálastjóri Controlant, segir í samtali við Markaðinn að forsvarsmenn fyrirtækisins ræði um þessar mundir við innlenda fjárfesta um frekari fjármögnun til þess að standa undir væntanlegum vexti fyrirtækisins á alþjóðlegum mörkuðum. Gerir fyrirtækið sér vonir um að afla sér hátt í 500 milljónir króna í formi nýs hlutafjár og breikka um leið hluthafahópinn. „Við erum nánast eingöngu að leita að fjárfestum hér heima, hreinlega vegna þess að hér eru styttri boðleiðir og auðveldara aðgengi. En í framhaldinu munum við líklega leita erlendis ef við þurfum að ráðast í frekari hlutafjárhækkanir, en það yrði þá einungis til þess að standa undir enn örari vexti,“ segir hann. Hann nefnir að fyrst og fremst þurfi fyrirtækið að fjölga starfsfólki. Um 24 manns starfa nú hjá fyrirtækinu en ef fram fer sem horfir verða starfsmenn orðnir yfir fimmtíu talsins á seinni hluta næsta árs.Að komast á flugbrautina Controlant, sem var stofnað fyrir rúmum áratug, hefur þróað svonefndar skýjalausnir sem koma í veg fyrir skemmdir á lyfjum og matvælum í allri virðiskeðjunni, hvort sem er í framleiðslu, geymslu eða flutningi. Fyrirtækið býr til lítil mælitæki sem mæla þætti eins og hita- og rakastig og skrásetja jafnóðum staðsetningu, en tækin senda upplýsingarnar þráðlaust í miðlægan gagnagrunn. Þar eru gögnin geymd og unnið úr þeim og þau svo gerð aðgengileg í gegnum notendavænt viðmót. Þannig er hægt að nota mælitækin til þess að vakta hvaðeina sem þörf er á. Sjóðir Frumtaks eiga um helmingshlut í Controlant, englafjárfestar tuttugu prósenta hlut og starfsmenn og stofnendur um þrjátíu prósent. Guðmundur segir fyrirtækið hafa vaxið hægt og rólega undanfarin ár. Fyrst um sinn hafi fyrirtækið einbeitt sér að innlendum markaði, en nær öll fyrirtæki hér á landi sem höndla með lyf eru í viðskiptum við Controlant og nýta sér lausnir fyrirtækisins. Fram undan sé hins vegar mikill vöxtur. „Ég geri ráð fyrir að á þessu ári verði líklega fimmtíu prósenta vöxtur í veltu frá síðasta ári og á næsta ári gæti veltan þre- til fjórfaldast, miðað við þau verkefni sem eru í pípunum. Þannig að það má segja að við séum að komast á flugbrautina.Fyrirtækið hefur verið til í tíu ár en starfsemin hófst af alvöru árið 2009 þegar það vann Gulleggið og skrifaði undir samning við embætti landlæknis um að setja upp eftirlitsbúnað á öllum heilsugæslum á landsbyggðinni til þess að vakta bóluefni. Á síðustu tveimur til þremur árum höfum við verið að þoka okkur smám saman út og eins og staðan er núna er nær allur okkar vöxtur erlendis,“ segir Guðmundur. „Við höfum lagt mikla vinnu og fjármuni í að þróa lausn sem hentar alþjóðlega lyfjamarkaðinum fullkomlega. Skilaboðin sem við fáum frá stórum erlendum lyfjafyrirtækjum staðfesta það.“ Fyrirtækið lauk 320 milljóna króna fjármögnun í lok árs 2015 en fjármagnið var nýtt til þess að þróa enn frekari lausnir félagsins, sér í lagi til sölu og markaðssetningar á erlendum mörkuðum.Landa stórum samningum Guðmundur segir fyrirtækið eiga nú í viðræðum við mörg alþjóðleg fyrirtæki, til dæmis flutningsfyrirtæki í lyfjageiranum, flugfélög og alþjóðlega lyfjarisa, svo eitthvað sé nefnt. Um leið sé fyrirtækið að hasla sér völl á bandaríska matvælamarkaðinum. Velta fyrirtækisins var um 200 milljónir króna á síðasta ári og stefnir í allt að 300 milljónir á þessu ári. Miðað við þá samninga sem eru í undirbúningi telur Guðmundur raunhæft að hún verði hátt í einn milljarður á næsta ári. Verða þá um níutíu prósent af tekjunum frá útlöndum. „Við höfum mikinn metnað fyrir næstu árum. Við höfum safnað mikilli þekkingu með þróunarteyminu hér heima á síðustu árum sem við getum nýtt til þess að byggja upp starfsemina erlendis. Miðað við þau tækifæri sem blasa við okkur, og það samkeppnisforskot sem við höfum á keppinauta okkar, getum við orðið næsta Marel, ef svo má segja. Við stefnum hátt og teljum okkur geta orðið leiðandi fyrirtæki á heimsvísu á þessum markaði,“ segir hann.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira
Forsvarsmenn íslenska nýsköpunarfyrirtækisins Controlant, sem hefur þróað lausnir til þess að fylgjast með ástandi viðkvæmra vara, líkt og lyfja og matvæla, leita nú innlendra fjárfesta til þess að fjármagna frekari vöxt fyrirtækisins á erlendri grund. Fyrirtækið hefur þegar landað stórum samningum við alþjóðleg stórfyrirtæki og eru fleiri samningar í pípunum. Ef allt gengur að óskum mun velta fyrirtækisins þre- til fjórfaldast á næsta ári og verða allt að einn milljarður króna. Guðmundur Árnason, fjármálastjóri Controlant, segir í samtali við Markaðinn að forsvarsmenn fyrirtækisins ræði um þessar mundir við innlenda fjárfesta um frekari fjármögnun til þess að standa undir væntanlegum vexti fyrirtækisins á alþjóðlegum mörkuðum. Gerir fyrirtækið sér vonir um að afla sér hátt í 500 milljónir króna í formi nýs hlutafjár og breikka um leið hluthafahópinn. „Við erum nánast eingöngu að leita að fjárfestum hér heima, hreinlega vegna þess að hér eru styttri boðleiðir og auðveldara aðgengi. En í framhaldinu munum við líklega leita erlendis ef við þurfum að ráðast í frekari hlutafjárhækkanir, en það yrði þá einungis til þess að standa undir enn örari vexti,“ segir hann. Hann nefnir að fyrst og fremst þurfi fyrirtækið að fjölga starfsfólki. Um 24 manns starfa nú hjá fyrirtækinu en ef fram fer sem horfir verða starfsmenn orðnir yfir fimmtíu talsins á seinni hluta næsta árs.Að komast á flugbrautina Controlant, sem var stofnað fyrir rúmum áratug, hefur þróað svonefndar skýjalausnir sem koma í veg fyrir skemmdir á lyfjum og matvælum í allri virðiskeðjunni, hvort sem er í framleiðslu, geymslu eða flutningi. Fyrirtækið býr til lítil mælitæki sem mæla þætti eins og hita- og rakastig og skrásetja jafnóðum staðsetningu, en tækin senda upplýsingarnar þráðlaust í miðlægan gagnagrunn. Þar eru gögnin geymd og unnið úr þeim og þau svo gerð aðgengileg í gegnum notendavænt viðmót. Þannig er hægt að nota mælitækin til þess að vakta hvaðeina sem þörf er á. Sjóðir Frumtaks eiga um helmingshlut í Controlant, englafjárfestar tuttugu prósenta hlut og starfsmenn og stofnendur um þrjátíu prósent. Guðmundur segir fyrirtækið hafa vaxið hægt og rólega undanfarin ár. Fyrst um sinn hafi fyrirtækið einbeitt sér að innlendum markaði, en nær öll fyrirtæki hér á landi sem höndla með lyf eru í viðskiptum við Controlant og nýta sér lausnir fyrirtækisins. Fram undan sé hins vegar mikill vöxtur. „Ég geri ráð fyrir að á þessu ári verði líklega fimmtíu prósenta vöxtur í veltu frá síðasta ári og á næsta ári gæti veltan þre- til fjórfaldast, miðað við þau verkefni sem eru í pípunum. Þannig að það má segja að við séum að komast á flugbrautina.Fyrirtækið hefur verið til í tíu ár en starfsemin hófst af alvöru árið 2009 þegar það vann Gulleggið og skrifaði undir samning við embætti landlæknis um að setja upp eftirlitsbúnað á öllum heilsugæslum á landsbyggðinni til þess að vakta bóluefni. Á síðustu tveimur til þremur árum höfum við verið að þoka okkur smám saman út og eins og staðan er núna er nær allur okkar vöxtur erlendis,“ segir Guðmundur. „Við höfum lagt mikla vinnu og fjármuni í að þróa lausn sem hentar alþjóðlega lyfjamarkaðinum fullkomlega. Skilaboðin sem við fáum frá stórum erlendum lyfjafyrirtækjum staðfesta það.“ Fyrirtækið lauk 320 milljóna króna fjármögnun í lok árs 2015 en fjármagnið var nýtt til þess að þróa enn frekari lausnir félagsins, sér í lagi til sölu og markaðssetningar á erlendum mörkuðum.Landa stórum samningum Guðmundur segir fyrirtækið eiga nú í viðræðum við mörg alþjóðleg fyrirtæki, til dæmis flutningsfyrirtæki í lyfjageiranum, flugfélög og alþjóðlega lyfjarisa, svo eitthvað sé nefnt. Um leið sé fyrirtækið að hasla sér völl á bandaríska matvælamarkaðinum. Velta fyrirtækisins var um 200 milljónir króna á síðasta ári og stefnir í allt að 300 milljónir á þessu ári. Miðað við þá samninga sem eru í undirbúningi telur Guðmundur raunhæft að hún verði hátt í einn milljarður á næsta ári. Verða þá um níutíu prósent af tekjunum frá útlöndum. „Við höfum mikinn metnað fyrir næstu árum. Við höfum safnað mikilli þekkingu með þróunarteyminu hér heima á síðustu árum sem við getum nýtt til þess að byggja upp starfsemina erlendis. Miðað við þau tækifæri sem blasa við okkur, og það samkeppnisforskot sem við höfum á keppinauta okkar, getum við orðið næsta Marel, ef svo má segja. Við stefnum hátt og teljum okkur geta orðið leiðandi fyrirtæki á heimsvísu á þessum markaði,“ segir hann.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira