Sex milljóna króna sekt fyrir að vantelja milljarða króna til skatts Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. nóvember 2017 07:00 Hjónin geymdu um hálfan milljarð króna á bankareikningi sem þau eiga í Lúxemborg. NORDIC PHOTOS/GETTY Kristjáni Vilhelmssyni, framkvæmdastjóra og einum stærsta eiganda útgerðarfélagsins Samherja, og eiginkonu hans hefur verið gert að greiða sex milljónir í sekt vegna skattalagabrota. Hjónin hafa ekki skilað skattframtali frá árinu 2005 og að auki hafa þau vantalið tekjur sínar og eignir. „Ég hef svo sem ekkert um það að segja nema það að við borgum þá sekt,“ segir Kristján. Úrskurður yfirskattanefndar tekur til áranna 2012 og 2013. Rannsókn Ríkisskattstjóra leiddi í ljós að launagreiðslur Kristjáns námu 38 milljónum króna en að auki hafi hann fengið rúmar fimm milljónir í dagpeninga og bifreiðahlunnindi. Vaxtatekjur hans af innistæðum námu 25 milljónum og þá fékk hann rúmlega 1,2 milljarða króna greiddan í arð af hlutabréfum sínum. Eiginkona Kristjáns fékk á sama tímabili alls 38 milljónir króna í arð af hlutabréfum sínum. Fasteignir þeirra hjóna voru metnar á 109 milljónir árið 2012 en höfðu hækkað í tæpar 134 milljónir ári síðar. Þá hafði skattinum ekki verið gert viðvart um rúmlega 485 milljónir á bankareikningi í Lúxemborg og hann ekki látinn vita af eignum sem voru geymdar í aflandsfélagi. Fyrir bæði árin var þeim áætlaður skattstofn og reyndist hann undir rauneignum þeirra. Ekki þótti ástæða til þess af Ríkisskattstjóra að endurákveða álagningu þeirra. Að teknu tilliti til þess, og að þau hafa ekki skilað skattframtölum í um áratug, þótti yfirskattanefnd hæfileg sekt vera fimm milljónir handa Kristjáni en milljón króna handa konu hans. Á tímabilinu var Kristján einn þeirra sem greiddu hæstu opinberu gjöldin hér á landi. Árið 2012 voru opinber gjöld hans 152 milljónir króna þrátt fyrir að skattstofnar hans hafi verið vantaldir og var hann annar á lista yfir skattakónga landsins. Opinber gjöld hans ári síðar voru tæpar 190 milljónir króna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Kristjáni Vilhelmssyni, framkvæmdastjóra og einum stærsta eiganda útgerðarfélagsins Samherja, og eiginkonu hans hefur verið gert að greiða sex milljónir í sekt vegna skattalagabrota. Hjónin hafa ekki skilað skattframtali frá árinu 2005 og að auki hafa þau vantalið tekjur sínar og eignir. „Ég hef svo sem ekkert um það að segja nema það að við borgum þá sekt,“ segir Kristján. Úrskurður yfirskattanefndar tekur til áranna 2012 og 2013. Rannsókn Ríkisskattstjóra leiddi í ljós að launagreiðslur Kristjáns námu 38 milljónum króna en að auki hafi hann fengið rúmar fimm milljónir í dagpeninga og bifreiðahlunnindi. Vaxtatekjur hans af innistæðum námu 25 milljónum og þá fékk hann rúmlega 1,2 milljarða króna greiddan í arð af hlutabréfum sínum. Eiginkona Kristjáns fékk á sama tímabili alls 38 milljónir króna í arð af hlutabréfum sínum. Fasteignir þeirra hjóna voru metnar á 109 milljónir árið 2012 en höfðu hækkað í tæpar 134 milljónir ári síðar. Þá hafði skattinum ekki verið gert viðvart um rúmlega 485 milljónir á bankareikningi í Lúxemborg og hann ekki látinn vita af eignum sem voru geymdar í aflandsfélagi. Fyrir bæði árin var þeim áætlaður skattstofn og reyndist hann undir rauneignum þeirra. Ekki þótti ástæða til þess af Ríkisskattstjóra að endurákveða álagningu þeirra. Að teknu tilliti til þess, og að þau hafa ekki skilað skattframtölum í um áratug, þótti yfirskattanefnd hæfileg sekt vera fimm milljónir handa Kristjáni en milljón króna handa konu hans. Á tímabilinu var Kristján einn þeirra sem greiddu hæstu opinberu gjöldin hér á landi. Árið 2012 voru opinber gjöld hans 152 milljónir króna þrátt fyrir að skattstofnar hans hafi verið vantaldir og var hann annar á lista yfir skattakónga landsins. Opinber gjöld hans ári síðar voru tæpar 190 milljónir króna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent