Fjöldi öryrkja ekki í samræmi við framfarir í læknavísindum Gunnlaugur H. Jónsson skrifar 23. mars 2017 07:00 Íslenska heilbrigðiskerfið er gjarnan sagt vera ?eitt það besta í heimi? og það staðfestir Hagstofan með þessari fyrirsögn: ?Lífslíkur á Íslandi með þeim mestu í Evrópu.? Með bólusetningum hefur því sem næst verið hægt að útrýma lömunarveiki, heyrnarleysi og margri annarri varanlegri örorku. Með bæklunarskurðaðgerðum er hægt að skipta um og laga liðskemmdir sem áður leiddu til örorku. Með augnaðgerðum fá blindir sýn, með heyrnartækjum má laga heyrn og með hjartaþræðingum má lagfæra hjörtu og æðar.Íslendingar eru of greindir í heilbrigðiskerfinu Miðað við þessa upptalningu mætti ætla að heilbrigðiskerfið geti útrýmt örorku meðal Íslendinga sem ekki eru komnir á ellilífeyrisaldur. Raunveruleikinn er allur annar. Öryrkjar eru hlutfallslega tvöfalt fleiri en annars staðar á Norðurlöndum. Aldrei hafa fleiri verið úrskurðaðir öryrkjar en á síðasta ári þegar úrskurðir um örorkumat voru 1.796 og fjölgaði um 22%. Samkvæmt tölum Tryggingastofnunar voru örorkulífeyrisþegar 16.765 á árinu 2015. Á árinu 2015 fæddust 4.129 einstaklingar. Fjöldi öryrkja samsvarar fjórum heilum árgöngum og hefur fjöldi þeirra nær fimmfaldast á 30 árum og hlutfall þeirra á aldursbilinu 18-66 ára hefur aukist um 154%, úr 3,5% í 8,9%. Hvernig má það vera að fjöldi öryrkja margfaldast á sama tíma og læknavísindum fleygir fram? Ástæðan hlýtur að vera kerfislæg í þeim kerfum sem sett hafa verið upp til þess að meta örorku og til þess að aðstoða öryrkja við að fá bót meina sinna. Óhuggulegar upplýsingar berast um pilluát Íslendinga og aðrar skyndilausnir. Fjölmiðlar eru undirlagðir af töfralausnum: fæðubótarefnum, vítamínum, ofurfæðu og lyfjum. Lyfjafyrirtækin setja árlega á markað nýjar lausnir í pilluformi við verkjum, ofvirkni, kvíða, svefnleysi og depurð. Öll eru þessi lyf sögð örugg til inntöku og rétt að börn fái viðeigandi lyf frá fæðingu. Íslendingar virðast vera sérstaklega móttækilegir fyrir töfralausnum. Hver man ekki eftir fótanuddtækjunum? Þau voru skaðlaus en það eru ekki örvandi lyf eins og rítalín og skyld lyf sem við notum í margfalt meira magni á Íslandi (260% meira) en í Svíþjóð. Frá embætti landlæknis koma þessar fréttir: ?Þá er Ísland orðið hæst í notkun verkjalyfja, örvandi lyfja, svefnlyfja og róandi lyfja, róandi og kvíðastillandi lyfja og flogaveikilyfja sem öll eru ávanabindandi.Ofnotkun lyfja Margir geta hvorki vaknað, horft framan í daginn eða sofnað án þess að taka viðeigandi pillu. Íslendingar eru greindir með of mörg sjúkdómseinkenni sem lækna á með pilluáti. Að undanförnu hafa verið gerðir sjónvarpsþættir og birst fréttir um það böl sem ópíumlyf (OxyContin) hafa valdið heilu bæjarfélögunum í Bandaríkjunum. Ópíumlyf hafa valdið dauða 200.000 Bandaríkjamanna á 20 árum. Það samsvarar því að 10 Íslendingar deyi árlega. Það dóu tugir Íslendinga af of stórum skammti ávanabindandi lyfja á árinu 2016. Hlutfallslega er vandinn stærri en í Bandaríkjunum. Það er ekki létt verk að koma á samræmdum lyfjagagnagrunni á Íslandi. Margir læknar hafa til skamms tíma ekki nýtt hann og jafnvel barist gegn honum. Mikilvægt er að landlæknir fái stuðning til þess að þróa grunninn enn frekar og nýta til þess að rannsaka ávísanir á fíkla frá því að fyrsti lyfseðillinn er útfylltur þar til lyfjafíkill finnst látinn af of stórum lyfjaskammti. Stöndum með landlækni við að taka þéttar í taumana og herða eftirlit (viðurlög) með þeim sem mest vísa á vanabindandi lyf. P.S. Auk þess legg ég til að rannsökuð verði örlög rítalínbarna miðað við önnur (of)virk börn.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenska heilbrigðiskerfið er gjarnan sagt vera ?eitt það besta í heimi? og það staðfestir Hagstofan með þessari fyrirsögn: ?Lífslíkur á Íslandi með þeim mestu í Evrópu.? Með bólusetningum hefur því sem næst verið hægt að útrýma lömunarveiki, heyrnarleysi og margri annarri varanlegri örorku. Með bæklunarskurðaðgerðum er hægt að skipta um og laga liðskemmdir sem áður leiddu til örorku. Með augnaðgerðum fá blindir sýn, með heyrnartækjum má laga heyrn og með hjartaþræðingum má lagfæra hjörtu og æðar.Íslendingar eru of greindir í heilbrigðiskerfinu Miðað við þessa upptalningu mætti ætla að heilbrigðiskerfið geti útrýmt örorku meðal Íslendinga sem ekki eru komnir á ellilífeyrisaldur. Raunveruleikinn er allur annar. Öryrkjar eru hlutfallslega tvöfalt fleiri en annars staðar á Norðurlöndum. Aldrei hafa fleiri verið úrskurðaðir öryrkjar en á síðasta ári þegar úrskurðir um örorkumat voru 1.796 og fjölgaði um 22%. Samkvæmt tölum Tryggingastofnunar voru örorkulífeyrisþegar 16.765 á árinu 2015. Á árinu 2015 fæddust 4.129 einstaklingar. Fjöldi öryrkja samsvarar fjórum heilum árgöngum og hefur fjöldi þeirra nær fimmfaldast á 30 árum og hlutfall þeirra á aldursbilinu 18-66 ára hefur aukist um 154%, úr 3,5% í 8,9%. Hvernig má það vera að fjöldi öryrkja margfaldast á sama tíma og læknavísindum fleygir fram? Ástæðan hlýtur að vera kerfislæg í þeim kerfum sem sett hafa verið upp til þess að meta örorku og til þess að aðstoða öryrkja við að fá bót meina sinna. Óhuggulegar upplýsingar berast um pilluát Íslendinga og aðrar skyndilausnir. Fjölmiðlar eru undirlagðir af töfralausnum: fæðubótarefnum, vítamínum, ofurfæðu og lyfjum. Lyfjafyrirtækin setja árlega á markað nýjar lausnir í pilluformi við verkjum, ofvirkni, kvíða, svefnleysi og depurð. Öll eru þessi lyf sögð örugg til inntöku og rétt að börn fái viðeigandi lyf frá fæðingu. Íslendingar virðast vera sérstaklega móttækilegir fyrir töfralausnum. Hver man ekki eftir fótanuddtækjunum? Þau voru skaðlaus en það eru ekki örvandi lyf eins og rítalín og skyld lyf sem við notum í margfalt meira magni á Íslandi (260% meira) en í Svíþjóð. Frá embætti landlæknis koma þessar fréttir: ?Þá er Ísland orðið hæst í notkun verkjalyfja, örvandi lyfja, svefnlyfja og róandi lyfja, róandi og kvíðastillandi lyfja og flogaveikilyfja sem öll eru ávanabindandi.Ofnotkun lyfja Margir geta hvorki vaknað, horft framan í daginn eða sofnað án þess að taka viðeigandi pillu. Íslendingar eru greindir með of mörg sjúkdómseinkenni sem lækna á með pilluáti. Að undanförnu hafa verið gerðir sjónvarpsþættir og birst fréttir um það böl sem ópíumlyf (OxyContin) hafa valdið heilu bæjarfélögunum í Bandaríkjunum. Ópíumlyf hafa valdið dauða 200.000 Bandaríkjamanna á 20 árum. Það samsvarar því að 10 Íslendingar deyi árlega. Það dóu tugir Íslendinga af of stórum skammti ávanabindandi lyfja á árinu 2016. Hlutfallslega er vandinn stærri en í Bandaríkjunum. Það er ekki létt verk að koma á samræmdum lyfjagagnagrunni á Íslandi. Margir læknar hafa til skamms tíma ekki nýtt hann og jafnvel barist gegn honum. Mikilvægt er að landlæknir fái stuðning til þess að þróa grunninn enn frekar og nýta til þess að rannsaka ávísanir á fíkla frá því að fyrsti lyfseðillinn er útfylltur þar til lyfjafíkill finnst látinn af of stórum lyfjaskammti. Stöndum með landlækni við að taka þéttar í taumana og herða eftirlit (viðurlög) með þeim sem mest vísa á vanabindandi lyf. P.S. Auk þess legg ég til að rannsökuð verði örlög rítalínbarna miðað við önnur (of)virk börn.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun