Fjárfestir í Ghostlamp upp á eina milljón Bandaríkjadala Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 16. ágúst 2017 14:12 Forsvarsmenn Ghostlamp og Brunns fagna samningnum Ghostlamp og Brunnur Brunnur vaxtasjóður mun kaupa hlutafé í Ghostlamp upp á 1 milljón Bandaríkjadala auk vilyrðis upp á 1 milljón aukalega til að stuðla að áframhaldandi stækkun félagsins. Þetta styrkir stækkunaráform félagsins næstu árin. „Við fjárfestum eingöngu í fyrirtækjum þar sem við sjáum fram á mjög mikinn vöxt og verðmætaaukningu. Einnig þurfa fyrirtækin sem við fjárfestum í að vera skalanleg alþjóðlega. Við höfum fylgst með Ghostlamp núna í rúmlega tvö ár og sjáum að það fyrirtæki á alla möguleika til að stækka hratt og ná alþjóðlegum árangri," segir Árni Blöndal, hjá SA Framtaki, sem í samvinnu við Landsbréf stjórnar Brunni. Ghostlamp var stofnað árið 2014 en hóf í ágúst 2016 rekstur af fullum krafti. Ghostlamp er markaðstorg á vefnum sem auðveldar fyrirtækjum og auglýsingastofum aðgengi að áhrifavöldum á samfélagsmiðlum hvaðan æva að. Fyrirtækin búa til auglýsingaherferð inn á vef Ghostlamp og í kjölfari sendir Ghostlamp áhrifafólki á samfélagsmiðlum boð um að taka þátt í herferðinni með því að birta herferðirnar inn á sínum miðlum. Um sex milljónir áhrifavaldar eru nú á skrá fyrirtækisins og eru þeir flokkaðir eftir áhrifum, áhugamálum, búsetu, aldri og kyni. Stefnt er að því að velta fyrirtækisins verði fjórar milljónir Bandaríkjadala á næstu tólf mánuðum en fyrirtækið hefur nú þegar staðið að herferðum í þremur heimsálfum. Framkvæmdastjóri Ghostlamp segist afar kátur með þessa þróun. „Við höfum byggt upp lausn sem vinnur á allt annan hátt en fyrir er á markaðnum. Auglýsendur geta á mjög auðveldan hátt búið til herferðir á www.ghostlamp.com og fylgst með þeim. Ghostlamp birtir allt efni frá öllum þátttakendum herferðarinnar og árangur í heild sinni á einum stað, algrímur reikna svo út hversu mikið áhrifavaldar fá greitt miðað við áhrif þeirra á hverjum tíma. Að nota Ghostlamp er ekki ósvipað og auglýsendur búa til Google-herferðir og nota Google Analytics fyrir netauglýsingar, nema hjá okkur er miðillinn fólk, áhrifavaldar sem eiga samskipti við þúsundir einstaklinga á hverjum degi. Ghostlamp tryggir að allir áhrifavaldar fái greitt fyrir að deila sköpunargleði sinni, í samstarfi við vörumerki, með fylgjendum sínum. Ghostlamp er frábært verkfæri til að vekja athygli á vörum, þjónustum, viðburðum og mörgu fleiru. Með samstarfi við Brunn fáum við ekki bara fjármagn til að fylgja stækkunaráformum okkar eftir heldur ómetanlega reynslu fólks sem hefur staðið í svipuðum sporum á undan okkur,“ er haft eftir Jóni Braga í tilkynningu fyrirtækisins. Tengdar fréttir Krónan og 17 sortir notuðust við duldar auglýsingar: „Held ég haldi mig við kökudeigin í Krónunni“ Neytendastofa hefur komist að því að Krónan og kökuverslunin 17 sortir hafi notast við duldar auglýsingar í markaðssetningu sinni á kökudeigi í desember í fyrra. 17. maí 2017 20:15 Flokka Íslendinga eftir áhrifum þeirra Höfundur forrits segir það hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum og að fyrirtækið sé nú þegar komið með milljón manns á skrá. 14. janúar 2017 07:00 Forstjóri Ghostlamp: Leiðbeiningar vegna duldra auglýsinga ekki nægilega skýrar Forstjóri fyrirtækisins Ghostlamp, sem tengir saman íslensk fyrirtæki og svokallaða áhrifavalda í markaðsskyni, segir að leiðbeiningar Neytendastofu hafi ekki verið nægilega skýrar þegar markarðsherferð Krónunnar og 17 sorta fór af stað í desember síðastliðnum. 18. maí 2017 14:30 Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Sjá meira
Brunnur vaxtasjóður mun kaupa hlutafé í Ghostlamp upp á 1 milljón Bandaríkjadala auk vilyrðis upp á 1 milljón aukalega til að stuðla að áframhaldandi stækkun félagsins. Þetta styrkir stækkunaráform félagsins næstu árin. „Við fjárfestum eingöngu í fyrirtækjum þar sem við sjáum fram á mjög mikinn vöxt og verðmætaaukningu. Einnig þurfa fyrirtækin sem við fjárfestum í að vera skalanleg alþjóðlega. Við höfum fylgst með Ghostlamp núna í rúmlega tvö ár og sjáum að það fyrirtæki á alla möguleika til að stækka hratt og ná alþjóðlegum árangri," segir Árni Blöndal, hjá SA Framtaki, sem í samvinnu við Landsbréf stjórnar Brunni. Ghostlamp var stofnað árið 2014 en hóf í ágúst 2016 rekstur af fullum krafti. Ghostlamp er markaðstorg á vefnum sem auðveldar fyrirtækjum og auglýsingastofum aðgengi að áhrifavöldum á samfélagsmiðlum hvaðan æva að. Fyrirtækin búa til auglýsingaherferð inn á vef Ghostlamp og í kjölfari sendir Ghostlamp áhrifafólki á samfélagsmiðlum boð um að taka þátt í herferðinni með því að birta herferðirnar inn á sínum miðlum. Um sex milljónir áhrifavaldar eru nú á skrá fyrirtækisins og eru þeir flokkaðir eftir áhrifum, áhugamálum, búsetu, aldri og kyni. Stefnt er að því að velta fyrirtækisins verði fjórar milljónir Bandaríkjadala á næstu tólf mánuðum en fyrirtækið hefur nú þegar staðið að herferðum í þremur heimsálfum. Framkvæmdastjóri Ghostlamp segist afar kátur með þessa þróun. „Við höfum byggt upp lausn sem vinnur á allt annan hátt en fyrir er á markaðnum. Auglýsendur geta á mjög auðveldan hátt búið til herferðir á www.ghostlamp.com og fylgst með þeim. Ghostlamp birtir allt efni frá öllum þátttakendum herferðarinnar og árangur í heild sinni á einum stað, algrímur reikna svo út hversu mikið áhrifavaldar fá greitt miðað við áhrif þeirra á hverjum tíma. Að nota Ghostlamp er ekki ósvipað og auglýsendur búa til Google-herferðir og nota Google Analytics fyrir netauglýsingar, nema hjá okkur er miðillinn fólk, áhrifavaldar sem eiga samskipti við þúsundir einstaklinga á hverjum degi. Ghostlamp tryggir að allir áhrifavaldar fái greitt fyrir að deila sköpunargleði sinni, í samstarfi við vörumerki, með fylgjendum sínum. Ghostlamp er frábært verkfæri til að vekja athygli á vörum, þjónustum, viðburðum og mörgu fleiru. Með samstarfi við Brunn fáum við ekki bara fjármagn til að fylgja stækkunaráformum okkar eftir heldur ómetanlega reynslu fólks sem hefur staðið í svipuðum sporum á undan okkur,“ er haft eftir Jóni Braga í tilkynningu fyrirtækisins.
Tengdar fréttir Krónan og 17 sortir notuðust við duldar auglýsingar: „Held ég haldi mig við kökudeigin í Krónunni“ Neytendastofa hefur komist að því að Krónan og kökuverslunin 17 sortir hafi notast við duldar auglýsingar í markaðssetningu sinni á kökudeigi í desember í fyrra. 17. maí 2017 20:15 Flokka Íslendinga eftir áhrifum þeirra Höfundur forrits segir það hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum og að fyrirtækið sé nú þegar komið með milljón manns á skrá. 14. janúar 2017 07:00 Forstjóri Ghostlamp: Leiðbeiningar vegna duldra auglýsinga ekki nægilega skýrar Forstjóri fyrirtækisins Ghostlamp, sem tengir saman íslensk fyrirtæki og svokallaða áhrifavalda í markaðsskyni, segir að leiðbeiningar Neytendastofu hafi ekki verið nægilega skýrar þegar markarðsherferð Krónunnar og 17 sorta fór af stað í desember síðastliðnum. 18. maí 2017 14:30 Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Sjá meira
Krónan og 17 sortir notuðust við duldar auglýsingar: „Held ég haldi mig við kökudeigin í Krónunni“ Neytendastofa hefur komist að því að Krónan og kökuverslunin 17 sortir hafi notast við duldar auglýsingar í markaðssetningu sinni á kökudeigi í desember í fyrra. 17. maí 2017 20:15
Flokka Íslendinga eftir áhrifum þeirra Höfundur forrits segir það hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum og að fyrirtækið sé nú þegar komið með milljón manns á skrá. 14. janúar 2017 07:00
Forstjóri Ghostlamp: Leiðbeiningar vegna duldra auglýsinga ekki nægilega skýrar Forstjóri fyrirtækisins Ghostlamp, sem tengir saman íslensk fyrirtæki og svokallaða áhrifavalda í markaðsskyni, segir að leiðbeiningar Neytendastofu hafi ekki verið nægilega skýrar þegar markarðsherferð Krónunnar og 17 sorta fór af stað í desember síðastliðnum. 18. maí 2017 14:30