Djúpt kafað í vasa krabbameinsveikra Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar 31. ágúst 2017 07:00 Varla hefur farið fram hjá mörgum þung greiðslubyrði þeirra sem greinast með krabbamein hér á landi. Í allt of mörgum tilfellum eru krabbameinssjúklingar, og fjölskyldur þeirra, að sligast undan hárri kostnaðarþátttöku í heilbrigðiskerfinu. Þótt eitthvað hafi miðað í rétta átt að undanförnu eru þess enn fjölmörg dæmi að fólk þurfi að greiða hundruð þúsunda í læknis- og lyfjakostnað á meðferðartímanum. En þótt hér sé aðeins nefndur sá kostnaður sem niðurgreiddur er af hinu opinbera, eru þeir ófáir kostnaðarliðirnir sem Sjúkratryggingar taka of lítinn eða engan þátt í. Þar má t.d. nefna tannlæknakostnað en það er þekkt staðreynd að sterk lyf hafa slæm áhrif á tannheilsu. Þá má nefna sálfræðiþjónustu sem margir sem glíma við lífsógnandi sjúkdóma þurfa að sækja sér. Að auki þurfa margir krabbameinssjúklingar á augndropum að halda sem eru mjög dýrir. Dýrast af öllu er þó tæknifrjóvgunarferli sem krabbameinsveikir þurfa oft og tíðum að gangast undir ef þeir hyggja á barneignir eftir greiningu en sem kunnugt er hafa lyfjagjafir neikvæð áhrif á getnað með eðlilegum hætti. Ung kona greinist nýlega með brjóstakrabbamein og ákvað að fara í tæknifrjóvgun til þess að eiga möguleika á að eignast barn með manni sínum. Fyrsta meðferðin kostar í heild sinni 455.000 krónur, önnur og þriðja meðferð 230 þúsund krónur. Ef meðferðirnar skila ekki árangri eftir þessi þrjú skipti, þarf að greiða 455.000 í hvert sinn eftir það. Þessi tiltekna kona hefur því greitt kr. 1.025.000 krónur en inni í þeirri upphæð er lyfjakostnaður og geymslugjald fósturvísa. Þegar þetta er ritað er óvíst með árangur og því gæti konan þurft að greiða enn hærri upphæð til þess að öðlast möguleika á að eignast barn. Þess eru mörg dæmi meðal félagsmanna Krafts að ungt fólk hafi greitt á aðra eða þriðju milljón króna vegna tæknifrjóvgunar þar sem alls óvíst er með árangur. Það ætti ekki að vera háð fjárhagsstöðu einstaklinganna, hvort þeir hafi möguleika á að eignast barn eftir krabbameinsgreiningu. Kraftur styður unga félagsmenn sína fjárhagslega til að standa straum af kostnaði vegna læknisverka og lyfjakaupa í gegnum neyðarsjóð félagsins auk þess sem það veitir félagsmönnum sálfræðitíma, án endurgjalds. Enn sem komið er hefur félagið ekki bolmagn til að styrkja ungt fólk í félaginu til að greiða kostnað vegna tæknifrjóvgunar eða tannlæknaþjónustu. Það var vissulega von okkar þegar við stofnuðum neyðarsjóðinn að hann yrði ekki langlífur, þ.e. að sá tími kæmi fljótlega að kostnaðarþátttakan lækkaði verulega eða hyrfi með öllu, eins og þekkist í samanburðarlöndunum. Eins og nú horfir, eru engar líkur á að neyðarsjóðurinn verði óþarfur. Einkaaðilar hafa skynjað þessa neyð ungra krabbameinssjúklinga og fyrir skömmu bauð Apótekarinn félagsmönnum Krafts á aldrinum 18 – 45 ára sem greinst hafa með krabbamein, endurgjaldslaus lyf sem tengjast sjúkdómnum. Það er sorgleg staðreynd að lítið góðgerðarfélag, eins og Kraftur, og einkaaðilar þurfi að styðja fólk fjárhagslega til að það hafi efni á að berjast við lífshættulegan sjúkdóm. Kraftur myndi gjarnan vilja létta sínum skjólstæðingum lífið á annan hátt, t.d. með því að styrkja fólk til að sækja námskeið, til ferðalaga og til annars konar afþreyingar sem léttir þeim lífið á erfiðum tíma. En meðan ástandið er svona í heilbrigðiskerfinu, bendir fátt til þess að sá draumur verði að veruleika. Enn er ónefndur tilfinnanlegur kostnaður krabbameinsgreindra sem felst í bílastæðagjöldum við Landspítalann. Ungur maður sem greindist fyrir rúmlega einu ári hefur greitt samtals 52.000 krónur í bílastæðagjöld á þessum tíma á meðan hann sækir sér meðferð á spítalanum. Kraftur hefur bent á þetta misrétti og komið með tillögu sem felst í því að sjúklingurinn fái kort sem sett er í bílinn sem veitir honum rétt á endurgjaldslausu bílastæði í tiltekinn tíma á meðan hann þarf að mæta reglulega í meðferðir eða læknisheimsóknir. Heilbrigðisstarfsfólk á spítalanum hefur einnig barist fyrir þessu máli, en án árangurs. Getum við virkilega talið okkur velferðarþjóðfélag þegar svo er búið að þegnum okkar að fjárhagslegri afkomu þeirra er stefnt í voða, veikist þeir af lífsógnandi sjúkdómi? Höfundur er verkefnastjóri hjá Krafti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Varla hefur farið fram hjá mörgum þung greiðslubyrði þeirra sem greinast með krabbamein hér á landi. Í allt of mörgum tilfellum eru krabbameinssjúklingar, og fjölskyldur þeirra, að sligast undan hárri kostnaðarþátttöku í heilbrigðiskerfinu. Þótt eitthvað hafi miðað í rétta átt að undanförnu eru þess enn fjölmörg dæmi að fólk þurfi að greiða hundruð þúsunda í læknis- og lyfjakostnað á meðferðartímanum. En þótt hér sé aðeins nefndur sá kostnaður sem niðurgreiddur er af hinu opinbera, eru þeir ófáir kostnaðarliðirnir sem Sjúkratryggingar taka of lítinn eða engan þátt í. Þar má t.d. nefna tannlæknakostnað en það er þekkt staðreynd að sterk lyf hafa slæm áhrif á tannheilsu. Þá má nefna sálfræðiþjónustu sem margir sem glíma við lífsógnandi sjúkdóma þurfa að sækja sér. Að auki þurfa margir krabbameinssjúklingar á augndropum að halda sem eru mjög dýrir. Dýrast af öllu er þó tæknifrjóvgunarferli sem krabbameinsveikir þurfa oft og tíðum að gangast undir ef þeir hyggja á barneignir eftir greiningu en sem kunnugt er hafa lyfjagjafir neikvæð áhrif á getnað með eðlilegum hætti. Ung kona greinist nýlega með brjóstakrabbamein og ákvað að fara í tæknifrjóvgun til þess að eiga möguleika á að eignast barn með manni sínum. Fyrsta meðferðin kostar í heild sinni 455.000 krónur, önnur og þriðja meðferð 230 þúsund krónur. Ef meðferðirnar skila ekki árangri eftir þessi þrjú skipti, þarf að greiða 455.000 í hvert sinn eftir það. Þessi tiltekna kona hefur því greitt kr. 1.025.000 krónur en inni í þeirri upphæð er lyfjakostnaður og geymslugjald fósturvísa. Þegar þetta er ritað er óvíst með árangur og því gæti konan þurft að greiða enn hærri upphæð til þess að öðlast möguleika á að eignast barn. Þess eru mörg dæmi meðal félagsmanna Krafts að ungt fólk hafi greitt á aðra eða þriðju milljón króna vegna tæknifrjóvgunar þar sem alls óvíst er með árangur. Það ætti ekki að vera háð fjárhagsstöðu einstaklinganna, hvort þeir hafi möguleika á að eignast barn eftir krabbameinsgreiningu. Kraftur styður unga félagsmenn sína fjárhagslega til að standa straum af kostnaði vegna læknisverka og lyfjakaupa í gegnum neyðarsjóð félagsins auk þess sem það veitir félagsmönnum sálfræðitíma, án endurgjalds. Enn sem komið er hefur félagið ekki bolmagn til að styrkja ungt fólk í félaginu til að greiða kostnað vegna tæknifrjóvgunar eða tannlæknaþjónustu. Það var vissulega von okkar þegar við stofnuðum neyðarsjóðinn að hann yrði ekki langlífur, þ.e. að sá tími kæmi fljótlega að kostnaðarþátttakan lækkaði verulega eða hyrfi með öllu, eins og þekkist í samanburðarlöndunum. Eins og nú horfir, eru engar líkur á að neyðarsjóðurinn verði óþarfur. Einkaaðilar hafa skynjað þessa neyð ungra krabbameinssjúklinga og fyrir skömmu bauð Apótekarinn félagsmönnum Krafts á aldrinum 18 – 45 ára sem greinst hafa með krabbamein, endurgjaldslaus lyf sem tengjast sjúkdómnum. Það er sorgleg staðreynd að lítið góðgerðarfélag, eins og Kraftur, og einkaaðilar þurfi að styðja fólk fjárhagslega til að það hafi efni á að berjast við lífshættulegan sjúkdóm. Kraftur myndi gjarnan vilja létta sínum skjólstæðingum lífið á annan hátt, t.d. með því að styrkja fólk til að sækja námskeið, til ferðalaga og til annars konar afþreyingar sem léttir þeim lífið á erfiðum tíma. En meðan ástandið er svona í heilbrigðiskerfinu, bendir fátt til þess að sá draumur verði að veruleika. Enn er ónefndur tilfinnanlegur kostnaður krabbameinsgreindra sem felst í bílastæðagjöldum við Landspítalann. Ungur maður sem greindist fyrir rúmlega einu ári hefur greitt samtals 52.000 krónur í bílastæðagjöld á þessum tíma á meðan hann sækir sér meðferð á spítalanum. Kraftur hefur bent á þetta misrétti og komið með tillögu sem felst í því að sjúklingurinn fái kort sem sett er í bílinn sem veitir honum rétt á endurgjaldslausu bílastæði í tiltekinn tíma á meðan hann þarf að mæta reglulega í meðferðir eða læknisheimsóknir. Heilbrigðisstarfsfólk á spítalanum hefur einnig barist fyrir þessu máli, en án árangurs. Getum við virkilega talið okkur velferðarþjóðfélag þegar svo er búið að þegnum okkar að fjárhagslegri afkomu þeirra er stefnt í voða, veikist þeir af lífsógnandi sjúkdómi? Höfundur er verkefnastjóri hjá Krafti.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun