Martin bar af í Tékklandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. nóvember 2017 06:00 Martin Hermannsson skoraði 29 stig. vísir/ernir Íslenska karlalandsliðið í körfubolta laut í lægra haldi fyrir því tékkneska, 89-69, í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2019 í gær. Tékkar voru alltaf með forystuna og gáfu alltaf í þegar Íslendingar gerðu sig líklega til að koma með áhlaup. Íslenska liðið hitti skelfilega illa fyrir utan þriggja stiga línuna og var líka undir í frákastabaráttunni sem tapaðist 37-27. „Við vorum í vandræðum með stærðina á þeim allan tímann. Í þau skipti sem við náðum að stoppa í fyrri hálfleik tóku þeir oftast sóknarfráköst. Við vorum í miklu basli í frákastabaráttunni. Við spiluðum oft á tíðum ágætis vörn en það vantaði að klára hana með frákasti. Við gáfum þeim alltof mörg aukatækifæri,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, aðstoðarþjálfari íslenska liðsins, í samtali við Fréttablaðið í gær. Þriggja stiga nýting Íslands var afleit en íslensku strákarnir hittu aðeins úr fjórum af 24 þristum sem þeir tóku (17%). „Við klikkuðum oftar en ekki á stemningsþristum. Við bjuggum okkur til fín færi fyrir utan en öll stemningsskotin klikkuðu,“ sagði Finnur sem hrósaði Kára Jónssyni sem setti niður þrjá af fjórum þristum Íslands. „Hann sýndi öryggi eins og alltaf. Það skiptir ekki máli þótt hann sé að spila á móti stærri og sterkari mönnum. Hann var öruggur með boltann og tók góðar ákvarðanir. Hann gerði mjög vel.“ Martin Hermannsson bar af í íslenska liðinu og skoraði 29 stig. Hann var stigahæstur á vellinum. Martin hitti úr sjö af 13 skotum sínum utan af velli og öllum 15 vítaskotunum. „Hann dró vagninn í sókninni. Hann var duglegur að sækja á körfuna, fékk 15 víti og hefði getað fengið fleiri. Hann er einn okkar allra besti leikmaður. Hann sýndi í kvöld hversu mikilvægur hann er og framtíðin í þessu liði,“ sagði Finnur. Íslenska liðið kemur heim frá Tékklandi í dag. Á mánudaginn mæta Íslendingar svo Búlgörum í öðrum leik sínum í undankeppninni. Hvað þarf að ganga upp hjá íslenska liðinu, til að það vinni það búlgarska? „Vörn og fráköst eru fasti sem þarf að vera til staðar. Við þurfum að ná betri takti í varnarleiknum,“ sagði Finnur. Íslenska liðið fær góða hjálp í baráttunni inni í teig gegn Búlgörum því Tryggvi Snær Hlinason verður með á mánudaginn. „Hann gefur okkur allt annað yfirbragð. Hann ver teiginn vel. Það verður gríðarlega mikill munur að fá hann inn í teiginn, bæði í vörn og sókn,“ sagði Finnur að lokum. Körfubolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Tékkland - Ísland 89-69 | Slök hittni í Tékklandi gerði útslagið Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hefur leik í undankeppni HM 2019 þar sem liðið mætir Tékklandi á útivelli. Það vantar nokkra lykilmenn í íslenska liðið og það reynir því að breiddina í Pardubice í kvöld. 24. nóvember 2017 18:30 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta laut í lægra haldi fyrir því tékkneska, 89-69, í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2019 í gær. Tékkar voru alltaf með forystuna og gáfu alltaf í þegar Íslendingar gerðu sig líklega til að koma með áhlaup. Íslenska liðið hitti skelfilega illa fyrir utan þriggja stiga línuna og var líka undir í frákastabaráttunni sem tapaðist 37-27. „Við vorum í vandræðum með stærðina á þeim allan tímann. Í þau skipti sem við náðum að stoppa í fyrri hálfleik tóku þeir oftast sóknarfráköst. Við vorum í miklu basli í frákastabaráttunni. Við spiluðum oft á tíðum ágætis vörn en það vantaði að klára hana með frákasti. Við gáfum þeim alltof mörg aukatækifæri,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, aðstoðarþjálfari íslenska liðsins, í samtali við Fréttablaðið í gær. Þriggja stiga nýting Íslands var afleit en íslensku strákarnir hittu aðeins úr fjórum af 24 þristum sem þeir tóku (17%). „Við klikkuðum oftar en ekki á stemningsþristum. Við bjuggum okkur til fín færi fyrir utan en öll stemningsskotin klikkuðu,“ sagði Finnur sem hrósaði Kára Jónssyni sem setti niður þrjá af fjórum þristum Íslands. „Hann sýndi öryggi eins og alltaf. Það skiptir ekki máli þótt hann sé að spila á móti stærri og sterkari mönnum. Hann var öruggur með boltann og tók góðar ákvarðanir. Hann gerði mjög vel.“ Martin Hermannsson bar af í íslenska liðinu og skoraði 29 stig. Hann var stigahæstur á vellinum. Martin hitti úr sjö af 13 skotum sínum utan af velli og öllum 15 vítaskotunum. „Hann dró vagninn í sókninni. Hann var duglegur að sækja á körfuna, fékk 15 víti og hefði getað fengið fleiri. Hann er einn okkar allra besti leikmaður. Hann sýndi í kvöld hversu mikilvægur hann er og framtíðin í þessu liði,“ sagði Finnur. Íslenska liðið kemur heim frá Tékklandi í dag. Á mánudaginn mæta Íslendingar svo Búlgörum í öðrum leik sínum í undankeppninni. Hvað þarf að ganga upp hjá íslenska liðinu, til að það vinni það búlgarska? „Vörn og fráköst eru fasti sem þarf að vera til staðar. Við þurfum að ná betri takti í varnarleiknum,“ sagði Finnur. Íslenska liðið fær góða hjálp í baráttunni inni í teig gegn Búlgörum því Tryggvi Snær Hlinason verður með á mánudaginn. „Hann gefur okkur allt annað yfirbragð. Hann ver teiginn vel. Það verður gríðarlega mikill munur að fá hann inn í teiginn, bæði í vörn og sókn,“ sagði Finnur að lokum.
Körfubolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Tékkland - Ísland 89-69 | Slök hittni í Tékklandi gerði útslagið Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hefur leik í undankeppni HM 2019 þar sem liðið mætir Tékklandi á útivelli. Það vantar nokkra lykilmenn í íslenska liðið og það reynir því að breiddina í Pardubice í kvöld. 24. nóvember 2017 18:30 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Sjá meira
Umfjöllun: Tékkland - Ísland 89-69 | Slök hittni í Tékklandi gerði útslagið Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hefur leik í undankeppni HM 2019 þar sem liðið mætir Tékklandi á útivelli. Það vantar nokkra lykilmenn í íslenska liðið og það reynir því að breiddina í Pardubice í kvöld. 24. nóvember 2017 18:30