Martin bar af í Tékklandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. nóvember 2017 06:00 Martin Hermannsson skoraði 29 stig. vísir/ernir Íslenska karlalandsliðið í körfubolta laut í lægra haldi fyrir því tékkneska, 89-69, í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2019 í gær. Tékkar voru alltaf með forystuna og gáfu alltaf í þegar Íslendingar gerðu sig líklega til að koma með áhlaup. Íslenska liðið hitti skelfilega illa fyrir utan þriggja stiga línuna og var líka undir í frákastabaráttunni sem tapaðist 37-27. „Við vorum í vandræðum með stærðina á þeim allan tímann. Í þau skipti sem við náðum að stoppa í fyrri hálfleik tóku þeir oftast sóknarfráköst. Við vorum í miklu basli í frákastabaráttunni. Við spiluðum oft á tíðum ágætis vörn en það vantaði að klára hana með frákasti. Við gáfum þeim alltof mörg aukatækifæri,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, aðstoðarþjálfari íslenska liðsins, í samtali við Fréttablaðið í gær. Þriggja stiga nýting Íslands var afleit en íslensku strákarnir hittu aðeins úr fjórum af 24 þristum sem þeir tóku (17%). „Við klikkuðum oftar en ekki á stemningsþristum. Við bjuggum okkur til fín færi fyrir utan en öll stemningsskotin klikkuðu,“ sagði Finnur sem hrósaði Kára Jónssyni sem setti niður þrjá af fjórum þristum Íslands. „Hann sýndi öryggi eins og alltaf. Það skiptir ekki máli þótt hann sé að spila á móti stærri og sterkari mönnum. Hann var öruggur með boltann og tók góðar ákvarðanir. Hann gerði mjög vel.“ Martin Hermannsson bar af í íslenska liðinu og skoraði 29 stig. Hann var stigahæstur á vellinum. Martin hitti úr sjö af 13 skotum sínum utan af velli og öllum 15 vítaskotunum. „Hann dró vagninn í sókninni. Hann var duglegur að sækja á körfuna, fékk 15 víti og hefði getað fengið fleiri. Hann er einn okkar allra besti leikmaður. Hann sýndi í kvöld hversu mikilvægur hann er og framtíðin í þessu liði,“ sagði Finnur. Íslenska liðið kemur heim frá Tékklandi í dag. Á mánudaginn mæta Íslendingar svo Búlgörum í öðrum leik sínum í undankeppninni. Hvað þarf að ganga upp hjá íslenska liðinu, til að það vinni það búlgarska? „Vörn og fráköst eru fasti sem þarf að vera til staðar. Við þurfum að ná betri takti í varnarleiknum,“ sagði Finnur. Íslenska liðið fær góða hjálp í baráttunni inni í teig gegn Búlgörum því Tryggvi Snær Hlinason verður með á mánudaginn. „Hann gefur okkur allt annað yfirbragð. Hann ver teiginn vel. Það verður gríðarlega mikill munur að fá hann inn í teiginn, bæði í vörn og sókn,“ sagði Finnur að lokum. Körfubolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Tékkland - Ísland 89-69 | Slök hittni í Tékklandi gerði útslagið Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hefur leik í undankeppni HM 2019 þar sem liðið mætir Tékklandi á útivelli. Það vantar nokkra lykilmenn í íslenska liðið og það reynir því að breiddina í Pardubice í kvöld. 24. nóvember 2017 18:30 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta laut í lægra haldi fyrir því tékkneska, 89-69, í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2019 í gær. Tékkar voru alltaf með forystuna og gáfu alltaf í þegar Íslendingar gerðu sig líklega til að koma með áhlaup. Íslenska liðið hitti skelfilega illa fyrir utan þriggja stiga línuna og var líka undir í frákastabaráttunni sem tapaðist 37-27. „Við vorum í vandræðum með stærðina á þeim allan tímann. Í þau skipti sem við náðum að stoppa í fyrri hálfleik tóku þeir oftast sóknarfráköst. Við vorum í miklu basli í frákastabaráttunni. Við spiluðum oft á tíðum ágætis vörn en það vantaði að klára hana með frákasti. Við gáfum þeim alltof mörg aukatækifæri,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, aðstoðarþjálfari íslenska liðsins, í samtali við Fréttablaðið í gær. Þriggja stiga nýting Íslands var afleit en íslensku strákarnir hittu aðeins úr fjórum af 24 þristum sem þeir tóku (17%). „Við klikkuðum oftar en ekki á stemningsþristum. Við bjuggum okkur til fín færi fyrir utan en öll stemningsskotin klikkuðu,“ sagði Finnur sem hrósaði Kára Jónssyni sem setti niður þrjá af fjórum þristum Íslands. „Hann sýndi öryggi eins og alltaf. Það skiptir ekki máli þótt hann sé að spila á móti stærri og sterkari mönnum. Hann var öruggur með boltann og tók góðar ákvarðanir. Hann gerði mjög vel.“ Martin Hermannsson bar af í íslenska liðinu og skoraði 29 stig. Hann var stigahæstur á vellinum. Martin hitti úr sjö af 13 skotum sínum utan af velli og öllum 15 vítaskotunum. „Hann dró vagninn í sókninni. Hann var duglegur að sækja á körfuna, fékk 15 víti og hefði getað fengið fleiri. Hann er einn okkar allra besti leikmaður. Hann sýndi í kvöld hversu mikilvægur hann er og framtíðin í þessu liði,“ sagði Finnur. Íslenska liðið kemur heim frá Tékklandi í dag. Á mánudaginn mæta Íslendingar svo Búlgörum í öðrum leik sínum í undankeppninni. Hvað þarf að ganga upp hjá íslenska liðinu, til að það vinni það búlgarska? „Vörn og fráköst eru fasti sem þarf að vera til staðar. Við þurfum að ná betri takti í varnarleiknum,“ sagði Finnur. Íslenska liðið fær góða hjálp í baráttunni inni í teig gegn Búlgörum því Tryggvi Snær Hlinason verður með á mánudaginn. „Hann gefur okkur allt annað yfirbragð. Hann ver teiginn vel. Það verður gríðarlega mikill munur að fá hann inn í teiginn, bæði í vörn og sókn,“ sagði Finnur að lokum.
Körfubolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Tékkland - Ísland 89-69 | Slök hittni í Tékklandi gerði útslagið Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hefur leik í undankeppni HM 2019 þar sem liðið mætir Tékklandi á útivelli. Það vantar nokkra lykilmenn í íslenska liðið og það reynir því að breiddina í Pardubice í kvöld. 24. nóvember 2017 18:30 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Sjá meira
Umfjöllun: Tékkland - Ísland 89-69 | Slök hittni í Tékklandi gerði útslagið Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hefur leik í undankeppni HM 2019 þar sem liðið mætir Tékklandi á útivelli. Það vantar nokkra lykilmenn í íslenska liðið og það reynir því að breiddina í Pardubice í kvöld. 24. nóvember 2017 18:30