Mögnuð frammistaða LeBron James skilaði Cleveland Cavaliers sínum sjöunda sigri í röð en kappinn gerði 27 stig, tók 16 fráköst og gaf 13 stoðsendingar í eins stigs sigri á Charlotte Bobcats, 100-99.
Russell Westbrook hlóð einnig í þrefalda tvennu þegar Oklahoma City Thunder tapaði með minnsta mun fyrir Detroit Pistons, 98-99. Westbrook skoraði 27 stig, tók 11 fráköst og gaf 11 stoðsendingar en þurfti ansi mörg skot til að ná þessum stigum. Hann var til að mynda með afleita þriggja stiga nýtingu þar sem hann hitti aðeins einu sinni í tíu tilraunum fyrir utan þriggja stiga línuna.
Meistaraliði Golden State Warriors urðu ekki á nein mistök þegar þeir fengu Chicago Bulls í heimsókn þrátt fyrir að vera án Kevin Durant. Stephen Curry gerði 33 stig og Klay Thompson bætti 29 við í öruggum sigri, 143-94.
Fátt virðist geta stöðvað Boston Celtic þessa dagana og Orlando Magic var ekki mikil fyrirstaða þegar þeir heimsóttu Boston í nótt. Kyrie Irving fór fyrir sínu liði í stigaskori, gerði alls 30 stig í 15 stiga sigri, 118-103.
Öll úrslit næturinnar
Brooklyn Nets 125-127 Portland Trailblazers
Atlanta Hawks 116-104 New York Knicks
Boston Celtics 118-103 Orlando Magic
Minnesota Timberwolves 97-109 Miami Heat
Cleveland Cavaliers 100-99 Charlotte Bobcats
Oklahoma City Thunder 98-99 Detroit Pistons
Indiana Pacers 107-104 Toronto Raptors
Denver Nuggets 104-92 Memphis Grizzlies
Phoenix Suns 91-115 New Orleans Hornets
Golden State Warriors 143-94 Chicago Bulls