Kaupþing undir þrýstingi FME um að skrá Arion banka á markað Hörður Ægisson skrifar 22. mars 2017 07:00 Frank Brosens er stofnandi Taconic Capital sem á 9,99% í Arion banka. Kaupþing er undir óbeinum þrýstingi af hálfu Fjármálaeftirlitsins (FME) um að selja stóran hlut í Arion banka síðar á árinu í almennu hlutafjárútboði og í kjölfarið skrá bankann á markað. FME hefur áskilið sér þann rétt, í tengslum við kaup Goldman Sachs og þriggja erlendra vogunarsjóða á tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka fyrir um 49 milljarða, að fella niður heimild Kaupþings frá 2010 um að fara með virkan eignarhlut í bankanum í gegnum dótturfélag sitt Kaupskil og hefur sett fram tímamörk í þeim efnum. Það myndi þýða að Kaupþing þyrfti þá að óbreyttu að standast mat FME um að vera hæfur eigandi að virkum eignarhlut í bankanum, eða sem nemur meira en tíu prósentum, sem er ólíklegt að félagið myndi standast, að sögn þeirra sem þekkja vel til stöðu mála. Áætlanir stjórnenda Kaupþings miða þess vegna að því að haldið verði útboð í haust, líklegast í septembermánuði, þar sem félagið losi um 36 prósenta hlut og bankinn verði skráður á markað á Íslandi og í Svíþjóð. Áður en að hlutafjárútboðinu kemur mun sami fjárfestahópur og hefur eignast 29,2 prósent í Arion banka – Taconic Capital, Attestor Capital, Och-Ziff Capital og Goldman Sachs – geta nýtt sér kauprétt að tæplega 22 prósenta hlut til viðbótar í bankanum. Það var að frumkvæði sömu fjárfesta, sem eru jafnframt stærstu hluthafar Kaupþings, sem óskað var eftir kauprétti að enn stærri hlut í bankanum. Sú beiðni kom rétt áður en tilboð þeirra var samþykkt með fyrirvörum í byrjun febrúar síðastliðins um að kaupa í bankanum á genginu 0,81 miðað við bókfært eigið fé Arion banka í lok þriðja fjórðungs 2016.Ríkið falli frá forkaupsrétti Fastlega er gert ráð fyrir því að Goldman Sachs og vogunarsjóðirnir muni nýta sér þann kauprétt, sem verður á hærra gengi en þeir keyptu núna á í lokaða útboðinu, og eignast þá samanlagt um 51 prósents hlut í félaginu. Frank Brosens, stofnandi og eigandi Taconic Capital, sagði í viðtali sem birtist í Fréttablaðinu á mánudag að sjóðurinn myndi „núna strax hefja það ferli með FME hvort við fáum samþykki þess til að fara mögulega með virkan eignarhlut í bankanum“.Kaupum vogunarsjóðanna á hlut í Arion banka, eins og kom fram í tilkynningu FME í fyrradag, fylgir ekki atkvæðisréttur að svo stöddu og þá eru jafnframt söluhömlur á eignarhlutnum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Þannig mega sjóðirnir ekki selja þau bréf fyrr en í fyrsta lagi sex mánuðum eftir fyrirhugaða skráningu Arion banka á markað. Í aðdraganda útboðs Arion banka á hlutnum sem eftir verður í eigu Kaupþings er gert ráð fyrir að íslensk stjórnvöld muni samþykkja að falla frá því að nýta sér mögulegan forkaupsrétt að hlutnum í bankanum ef hann yrði seldur í útboðinu á genginu 0,8 eða lægra miðað við bókfært eigið fé. Að öðrum kosti er talið óframkvæmanlegt að halda slíkt opið hlutafjárútboð þar sem forkaupsréttur ríkisins myndi aftra fjárfestum frá því að taka þátt í útboðinu. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa stjórnvöld gefið Kaupþingi vilyrði um að fallið verði frá forkaupsréttinum við hlutafjárútboðið en Steinar Þór Guðgeirsson, ráðgjafi Seðlabankans, er sérstakur eftirlitsmaður ríkisins inni í Kaupþingi við söluferlið á Arion banka.Vildu tryggingu fyrir hagstæðara gengi Frá því var greint í fjölmiðlum í gær að búið að væri að slíta öllum viðræðum milli ráðgjafa lífeyrissjóðanna og Kaupþings en í síðasta mánuði hafði verið gengið frá ramma að samkomulagi um að sjóðirnir myndu kaupa stóran hlut í Arion banka. Af því þeim kaupum verður ekki á þessu stigi söluferlisins en lífeyrissjóðirnir segja að það hafi komið þeim á óvart hversu stóran hlut Kaupþing seldi til erlendu fjárfestanna. Á meðal fyrirvara sem lífeyrissjóðirnir höfðu gert í viðræðum sínum við Kaupþing, samkvæmt heimildum Markaðarins, var að tryggt yrði að sjóðirnir myndu kaupa hlut í Arion banka á hagstæðara gengi í lokuðu útboði en öðrum fjárfestum byðist þegar bankinn yrði settur á markað.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Kaupþing er undir óbeinum þrýstingi af hálfu Fjármálaeftirlitsins (FME) um að selja stóran hlut í Arion banka síðar á árinu í almennu hlutafjárútboði og í kjölfarið skrá bankann á markað. FME hefur áskilið sér þann rétt, í tengslum við kaup Goldman Sachs og þriggja erlendra vogunarsjóða á tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka fyrir um 49 milljarða, að fella niður heimild Kaupþings frá 2010 um að fara með virkan eignarhlut í bankanum í gegnum dótturfélag sitt Kaupskil og hefur sett fram tímamörk í þeim efnum. Það myndi þýða að Kaupþing þyrfti þá að óbreyttu að standast mat FME um að vera hæfur eigandi að virkum eignarhlut í bankanum, eða sem nemur meira en tíu prósentum, sem er ólíklegt að félagið myndi standast, að sögn þeirra sem þekkja vel til stöðu mála. Áætlanir stjórnenda Kaupþings miða þess vegna að því að haldið verði útboð í haust, líklegast í septembermánuði, þar sem félagið losi um 36 prósenta hlut og bankinn verði skráður á markað á Íslandi og í Svíþjóð. Áður en að hlutafjárútboðinu kemur mun sami fjárfestahópur og hefur eignast 29,2 prósent í Arion banka – Taconic Capital, Attestor Capital, Och-Ziff Capital og Goldman Sachs – geta nýtt sér kauprétt að tæplega 22 prósenta hlut til viðbótar í bankanum. Það var að frumkvæði sömu fjárfesta, sem eru jafnframt stærstu hluthafar Kaupþings, sem óskað var eftir kauprétti að enn stærri hlut í bankanum. Sú beiðni kom rétt áður en tilboð þeirra var samþykkt með fyrirvörum í byrjun febrúar síðastliðins um að kaupa í bankanum á genginu 0,81 miðað við bókfært eigið fé Arion banka í lok þriðja fjórðungs 2016.Ríkið falli frá forkaupsrétti Fastlega er gert ráð fyrir því að Goldman Sachs og vogunarsjóðirnir muni nýta sér þann kauprétt, sem verður á hærra gengi en þeir keyptu núna á í lokaða útboðinu, og eignast þá samanlagt um 51 prósents hlut í félaginu. Frank Brosens, stofnandi og eigandi Taconic Capital, sagði í viðtali sem birtist í Fréttablaðinu á mánudag að sjóðurinn myndi „núna strax hefja það ferli með FME hvort við fáum samþykki þess til að fara mögulega með virkan eignarhlut í bankanum“.Kaupum vogunarsjóðanna á hlut í Arion banka, eins og kom fram í tilkynningu FME í fyrradag, fylgir ekki atkvæðisréttur að svo stöddu og þá eru jafnframt söluhömlur á eignarhlutnum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Þannig mega sjóðirnir ekki selja þau bréf fyrr en í fyrsta lagi sex mánuðum eftir fyrirhugaða skráningu Arion banka á markað. Í aðdraganda útboðs Arion banka á hlutnum sem eftir verður í eigu Kaupþings er gert ráð fyrir að íslensk stjórnvöld muni samþykkja að falla frá því að nýta sér mögulegan forkaupsrétt að hlutnum í bankanum ef hann yrði seldur í útboðinu á genginu 0,8 eða lægra miðað við bókfært eigið fé. Að öðrum kosti er talið óframkvæmanlegt að halda slíkt opið hlutafjárútboð þar sem forkaupsréttur ríkisins myndi aftra fjárfestum frá því að taka þátt í útboðinu. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa stjórnvöld gefið Kaupþingi vilyrði um að fallið verði frá forkaupsréttinum við hlutafjárútboðið en Steinar Þór Guðgeirsson, ráðgjafi Seðlabankans, er sérstakur eftirlitsmaður ríkisins inni í Kaupþingi við söluferlið á Arion banka.Vildu tryggingu fyrir hagstæðara gengi Frá því var greint í fjölmiðlum í gær að búið að væri að slíta öllum viðræðum milli ráðgjafa lífeyrissjóðanna og Kaupþings en í síðasta mánuði hafði verið gengið frá ramma að samkomulagi um að sjóðirnir myndu kaupa stóran hlut í Arion banka. Af því þeim kaupum verður ekki á þessu stigi söluferlisins en lífeyrissjóðirnir segja að það hafi komið þeim á óvart hversu stóran hlut Kaupþing seldi til erlendu fjárfestanna. Á meðal fyrirvara sem lífeyrissjóðirnir höfðu gert í viðræðum sínum við Kaupþing, samkvæmt heimildum Markaðarins, var að tryggt yrði að sjóðirnir myndu kaupa hlut í Arion banka á hagstæðara gengi í lokuðu útboði en öðrum fjárfestum byðist þegar bankinn yrði settur á markað.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent