Íslandsbanka stefnt út af lógódeilu í turninum Haraldur Guðmundsson skrifar 26. júní 2017 07:00 Íslandsbanki fór fram á að nafni Norðurturnsins yrði breytt í Íslandsbankaturninn. Sú krafa féll í grýtta jörð. vísir/gva LS Retail hefur stefnt eiganda Norðurturnsins við Smáralind og Íslandsbanka eftir að kröfu hugbúnaðarfyrirtækisins um að það fái að hengja vörumerki sitt utan á bygginguna var hafnað. Stefnan verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness á miðvikudag. Harðar deilur milli leigutaka í Norðurturninum komu, eins og Fréttablaðið hefur greint frá, upp eftir að Íslandsbanki tilkynnti að höfuðstöðvar fyrirtækisins yrðu fluttar í Norðurturninn. Samkvæmt stefnunni, sem blaðið hefur undir höndum, gerir LS Retail kröfu um að ógild verði með dómi ákvörðun Norðurturnsins hf. um að Íslandsbanki megi einn leigutaka setja upp vörumerki á stigahús hennar. Hugbúnaðarfyrirtækið gerir kröfu um að lógó Íslandsbanka verði fært niður og að vörumerki LS Retail verði staðsett fyrir ofan það. Samkvæmt stefnunni var LS Retail, sem er alþjóðlegt hugbúnaðarfyrirtæki og leigir fimm hæðir í turninum, fyrsti leigutakinn til að ganga til samninga við Norðurturninn eða í nóvember 2015. Á þeim tíma hafi eingöngu staðið til að turninn yrði merktur lógói Smáralindar. Það hafi síðan breyst með tilkynningu Íslandsbanka í apríl í fyrra. Stjórnendur LS Retail hafi einnig í júní 2016 mótmælt harðlega áformum um að heiti byggingarinnar yrði breytt í Íslandsbankaturninn og að lógó dótturfélaganna Ergo og VÍB yrðu einnig hengd utan á hana. LS Retail skorar í stefnunni á Norðurturninn að leggja fram uppfærða hluthafaskrá Norðurturnsins en Íslandsbanki er einn eigenda byggingarinnar og átti í mars 2016 alls 22,85 prósenta hlut. Einnig að Íslandsbanki leggi fram lánasamninga hans við Norðurturninn og leigusamning Íslandsbanka. Sigrún Dóra Sævinsdóttir, rekstrarstjóri LS Retail, sagði í samtali við Fréttablaðið þann 16. júní að fyrirtækið fari fram á að jafnræðis verði gætt varðandi merkingar utan á húsinu. LS Retail hafi ítrekað lagt fram málamiðlunartillögur sem hafi verið hafnað. Ríkharð Ottó Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Norðurturnsins, vildi þá ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
LS Retail hefur stefnt eiganda Norðurturnsins við Smáralind og Íslandsbanka eftir að kröfu hugbúnaðarfyrirtækisins um að það fái að hengja vörumerki sitt utan á bygginguna var hafnað. Stefnan verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness á miðvikudag. Harðar deilur milli leigutaka í Norðurturninum komu, eins og Fréttablaðið hefur greint frá, upp eftir að Íslandsbanki tilkynnti að höfuðstöðvar fyrirtækisins yrðu fluttar í Norðurturninn. Samkvæmt stefnunni, sem blaðið hefur undir höndum, gerir LS Retail kröfu um að ógild verði með dómi ákvörðun Norðurturnsins hf. um að Íslandsbanki megi einn leigutaka setja upp vörumerki á stigahús hennar. Hugbúnaðarfyrirtækið gerir kröfu um að lógó Íslandsbanka verði fært niður og að vörumerki LS Retail verði staðsett fyrir ofan það. Samkvæmt stefnunni var LS Retail, sem er alþjóðlegt hugbúnaðarfyrirtæki og leigir fimm hæðir í turninum, fyrsti leigutakinn til að ganga til samninga við Norðurturninn eða í nóvember 2015. Á þeim tíma hafi eingöngu staðið til að turninn yrði merktur lógói Smáralindar. Það hafi síðan breyst með tilkynningu Íslandsbanka í apríl í fyrra. Stjórnendur LS Retail hafi einnig í júní 2016 mótmælt harðlega áformum um að heiti byggingarinnar yrði breytt í Íslandsbankaturninn og að lógó dótturfélaganna Ergo og VÍB yrðu einnig hengd utan á hana. LS Retail skorar í stefnunni á Norðurturninn að leggja fram uppfærða hluthafaskrá Norðurturnsins en Íslandsbanki er einn eigenda byggingarinnar og átti í mars 2016 alls 22,85 prósenta hlut. Einnig að Íslandsbanki leggi fram lánasamninga hans við Norðurturninn og leigusamning Íslandsbanka. Sigrún Dóra Sævinsdóttir, rekstrarstjóri LS Retail, sagði í samtali við Fréttablaðið þann 16. júní að fyrirtækið fari fram á að jafnræðis verði gætt varðandi merkingar utan á húsinu. LS Retail hafi ítrekað lagt fram málamiðlunartillögur sem hafi verið hafnað. Ríkharð Ottó Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Norðurturnsins, vildi þá ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira