Íslandsbanka stefnt út af lógódeilu í turninum Haraldur Guðmundsson skrifar 26. júní 2017 07:00 Íslandsbanki fór fram á að nafni Norðurturnsins yrði breytt í Íslandsbankaturninn. Sú krafa féll í grýtta jörð. vísir/gva LS Retail hefur stefnt eiganda Norðurturnsins við Smáralind og Íslandsbanka eftir að kröfu hugbúnaðarfyrirtækisins um að það fái að hengja vörumerki sitt utan á bygginguna var hafnað. Stefnan verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness á miðvikudag. Harðar deilur milli leigutaka í Norðurturninum komu, eins og Fréttablaðið hefur greint frá, upp eftir að Íslandsbanki tilkynnti að höfuðstöðvar fyrirtækisins yrðu fluttar í Norðurturninn. Samkvæmt stefnunni, sem blaðið hefur undir höndum, gerir LS Retail kröfu um að ógild verði með dómi ákvörðun Norðurturnsins hf. um að Íslandsbanki megi einn leigutaka setja upp vörumerki á stigahús hennar. Hugbúnaðarfyrirtækið gerir kröfu um að lógó Íslandsbanka verði fært niður og að vörumerki LS Retail verði staðsett fyrir ofan það. Samkvæmt stefnunni var LS Retail, sem er alþjóðlegt hugbúnaðarfyrirtæki og leigir fimm hæðir í turninum, fyrsti leigutakinn til að ganga til samninga við Norðurturninn eða í nóvember 2015. Á þeim tíma hafi eingöngu staðið til að turninn yrði merktur lógói Smáralindar. Það hafi síðan breyst með tilkynningu Íslandsbanka í apríl í fyrra. Stjórnendur LS Retail hafi einnig í júní 2016 mótmælt harðlega áformum um að heiti byggingarinnar yrði breytt í Íslandsbankaturninn og að lógó dótturfélaganna Ergo og VÍB yrðu einnig hengd utan á hana. LS Retail skorar í stefnunni á Norðurturninn að leggja fram uppfærða hluthafaskrá Norðurturnsins en Íslandsbanki er einn eigenda byggingarinnar og átti í mars 2016 alls 22,85 prósenta hlut. Einnig að Íslandsbanki leggi fram lánasamninga hans við Norðurturninn og leigusamning Íslandsbanka. Sigrún Dóra Sævinsdóttir, rekstrarstjóri LS Retail, sagði í samtali við Fréttablaðið þann 16. júní að fyrirtækið fari fram á að jafnræðis verði gætt varðandi merkingar utan á húsinu. LS Retail hafi ítrekað lagt fram málamiðlunartillögur sem hafi verið hafnað. Ríkharð Ottó Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Norðurturnsins, vildi þá ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
LS Retail hefur stefnt eiganda Norðurturnsins við Smáralind og Íslandsbanka eftir að kröfu hugbúnaðarfyrirtækisins um að það fái að hengja vörumerki sitt utan á bygginguna var hafnað. Stefnan verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness á miðvikudag. Harðar deilur milli leigutaka í Norðurturninum komu, eins og Fréttablaðið hefur greint frá, upp eftir að Íslandsbanki tilkynnti að höfuðstöðvar fyrirtækisins yrðu fluttar í Norðurturninn. Samkvæmt stefnunni, sem blaðið hefur undir höndum, gerir LS Retail kröfu um að ógild verði með dómi ákvörðun Norðurturnsins hf. um að Íslandsbanki megi einn leigutaka setja upp vörumerki á stigahús hennar. Hugbúnaðarfyrirtækið gerir kröfu um að lógó Íslandsbanka verði fært niður og að vörumerki LS Retail verði staðsett fyrir ofan það. Samkvæmt stefnunni var LS Retail, sem er alþjóðlegt hugbúnaðarfyrirtæki og leigir fimm hæðir í turninum, fyrsti leigutakinn til að ganga til samninga við Norðurturninn eða í nóvember 2015. Á þeim tíma hafi eingöngu staðið til að turninn yrði merktur lógói Smáralindar. Það hafi síðan breyst með tilkynningu Íslandsbanka í apríl í fyrra. Stjórnendur LS Retail hafi einnig í júní 2016 mótmælt harðlega áformum um að heiti byggingarinnar yrði breytt í Íslandsbankaturninn og að lógó dótturfélaganna Ergo og VÍB yrðu einnig hengd utan á hana. LS Retail skorar í stefnunni á Norðurturninn að leggja fram uppfærða hluthafaskrá Norðurturnsins en Íslandsbanki er einn eigenda byggingarinnar og átti í mars 2016 alls 22,85 prósenta hlut. Einnig að Íslandsbanki leggi fram lánasamninga hans við Norðurturninn og leigusamning Íslandsbanka. Sigrún Dóra Sævinsdóttir, rekstrarstjóri LS Retail, sagði í samtali við Fréttablaðið þann 16. júní að fyrirtækið fari fram á að jafnræðis verði gætt varðandi merkingar utan á húsinu. LS Retail hafi ítrekað lagt fram málamiðlunartillögur sem hafi verið hafnað. Ríkharð Ottó Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Norðurturnsins, vildi þá ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira