Vill kyrrsetningu á eignum Magnúsar Haraldur Guðmundsson skrifar 26. september 2017 06:00 Magnús Garðarsson er stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon í Helguvík. vísir/eyþór Stjórn United Silicon hefur óskað eftir kyrrsetningu hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu á eignum Magnúsar Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra kísilversins, hér á landi. Fyrirtækið, sem nú er í greiðslustöðvun, vill tryggingu fyrir bótakröfu sem það hefur gert á hendur Magnúsi í kæru til embættis héraðssaksóknara. Ekki fengust upplýsingar um hvaða eignir Magnúsar hér á landi um er að ræða eða hvort embættið hafi tekið efnislega afstöðu til kyrrsetningarbeiðninnar. Fjölmiðlar vöktu athygli á því um miðjan þennan mánuð að einbýlishús Magnúsar í Kópavogi var auglýst til sölu. Húsið er 304 fermetrar að stærð og var ásett verð 150 milljónir króna. Fasteignaauglýsingin hefur nú verið tekin úr birtingu. United Silicon sendi fyrr í mánuðinum kæru til embættis héraðssaksóknara vegna gruns um refsiverða háttsemi forstjórans fyrrverandi. Kæran byggir á grun um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals allt frá árinu 2014 eða þegar framkvæmdir við kísilverið í Helguvík hófust. Samkvæmt tilkynningu United Silicon þann 11. september eru upplýsingar sem þá komu fram afrakstur af vinnu við endurskipulagningu félagsins. Arion banki og fimm lífeyrissjóðir hafa síðan þá tekið yfir 98 prósenta hlut í félaginu og eru Magnús og aðrir stofnendur þess farnir út úr hluthafahópnum og hafa misst stjórnarsæti sín. Stjórnin telur, líkt og komið hefur fram, að Magnús hafi dregið sér um hálfan milljarð króna með fölsuðum og tilhæfulausum reikningum útgefnum af ítalska fyrirtækinu Tenova Pyromet sem bæði hannaði og seldi kísilverinu ljósbogaofn. Magnús hefur mótmælt þeim ásökunum sem fram hafa komið á hendur honum í tilkynningum til fjölmiðla. Þær séu rangar og tilhæfulausar og hluti af „skítugum slag“ um eignarhald United Silicon. Ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál United Silicon Tengdar fréttir Magnús talinn hafa svikið áfram eftir starfslok Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið kærður vegna meints skjalafals og fjárdráttar. Talinn hafa falsað reikninga frá fyrirtæki á Ítalíu. 12. september 2017 06:00 Kísilkóngurinn selur 450 fermetra einbýlishús á 150 milljónir Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri og stofnandi hins umdeilda fyrirtækis United Silicon, er grunaður um hafa dregið sér um hálfan milljarð með fölsuðum reikningum gefnum út á búnaðarframleiðandann Tenova Pyromet á Ítalíu. 14. september 2017 13:30 Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48 Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Stjórn United Silicon hefur óskað eftir kyrrsetningu hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu á eignum Magnúsar Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra kísilversins, hér á landi. Fyrirtækið, sem nú er í greiðslustöðvun, vill tryggingu fyrir bótakröfu sem það hefur gert á hendur Magnúsi í kæru til embættis héraðssaksóknara. Ekki fengust upplýsingar um hvaða eignir Magnúsar hér á landi um er að ræða eða hvort embættið hafi tekið efnislega afstöðu til kyrrsetningarbeiðninnar. Fjölmiðlar vöktu athygli á því um miðjan þennan mánuð að einbýlishús Magnúsar í Kópavogi var auglýst til sölu. Húsið er 304 fermetrar að stærð og var ásett verð 150 milljónir króna. Fasteignaauglýsingin hefur nú verið tekin úr birtingu. United Silicon sendi fyrr í mánuðinum kæru til embættis héraðssaksóknara vegna gruns um refsiverða háttsemi forstjórans fyrrverandi. Kæran byggir á grun um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals allt frá árinu 2014 eða þegar framkvæmdir við kísilverið í Helguvík hófust. Samkvæmt tilkynningu United Silicon þann 11. september eru upplýsingar sem þá komu fram afrakstur af vinnu við endurskipulagningu félagsins. Arion banki og fimm lífeyrissjóðir hafa síðan þá tekið yfir 98 prósenta hlut í félaginu og eru Magnús og aðrir stofnendur þess farnir út úr hluthafahópnum og hafa misst stjórnarsæti sín. Stjórnin telur, líkt og komið hefur fram, að Magnús hafi dregið sér um hálfan milljarð króna með fölsuðum og tilhæfulausum reikningum útgefnum af ítalska fyrirtækinu Tenova Pyromet sem bæði hannaði og seldi kísilverinu ljósbogaofn. Magnús hefur mótmælt þeim ásökunum sem fram hafa komið á hendur honum í tilkynningum til fjölmiðla. Þær séu rangar og tilhæfulausar og hluti af „skítugum slag“ um eignarhald United Silicon. Ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál United Silicon Tengdar fréttir Magnús talinn hafa svikið áfram eftir starfslok Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið kærður vegna meints skjalafals og fjárdráttar. Talinn hafa falsað reikninga frá fyrirtæki á Ítalíu. 12. september 2017 06:00 Kísilkóngurinn selur 450 fermetra einbýlishús á 150 milljónir Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri og stofnandi hins umdeilda fyrirtækis United Silicon, er grunaður um hafa dregið sér um hálfan milljarð með fölsuðum reikningum gefnum út á búnaðarframleiðandann Tenova Pyromet á Ítalíu. 14. september 2017 13:30 Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48 Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Magnús talinn hafa svikið áfram eftir starfslok Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið kærður vegna meints skjalafals og fjárdráttar. Talinn hafa falsað reikninga frá fyrirtæki á Ítalíu. 12. september 2017 06:00
Kísilkóngurinn selur 450 fermetra einbýlishús á 150 milljónir Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri og stofnandi hins umdeilda fyrirtækis United Silicon, er grunaður um hafa dregið sér um hálfan milljarð með fölsuðum reikningum gefnum út á búnaðarframleiðandann Tenova Pyromet á Ítalíu. 14. september 2017 13:30
Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun