Goran Dragic táraðist þegar hann fékk treyju Petrovic að gjöf | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. september 2017 22:00 Goran Dragic með Evrópumeistarabikarinn. Vísir/EPA Goran Dragic, nýkrýndur Evrópumeistari með Slóveníu og besti leikmaður Evrópumótsins, fékk að hans eigin mati bestu gjöf sem hann hefur fengið á ævinni þegar hann kom aftur heim til Slóveníu eftir að slóvenska körfuboltalandsliðið tryggði sér Evrópumeistaratitilinn. Dragic hreinlega táraðist þegar hann fékk NBA treyju Drazan Petrovic að gjöf frá móður Drazan en treyjan var frá því að Petrovic spilaði með New Jersey Nets í NBA-deildinni. Goran sagði hreint út að þetta væri besta gjöf sem hann hefði fengið en Drazan Petrovic var fyrirmynd hans. Dragic var í sjónvarpsviðtali þegar hann fékk treyjuna og gat ekki haldið aftur af tilfinningum sínum. Goran Dragic spilaði í treyju númer 3 á Evrópumótinu til heiðurs Drazan Petrovic sem dó í bílslysi á hápunkti ferils síns. Petrovic var skotbakvörður en hann varð eins og Dragic í ár, bæði Evrópumeistari og valinn besti leikmaður EM á Evrópumótinu 1989 þegar hann hjálpaði Júgóslavíu að vinna titilinn. Goran Dragic skoraði 35 stig í úrslitaleiknum á dögunum en Drazan Petrovic var með 28 stig í 98-77 sigri á Grikkjum í úrslitaleiknum í Zagreb 1989. Árið 1989 var Slóvenía hluti af Júgóslavíu en titill Slóvena á sunnudagskvöldið var fyrsti Evrópumeistaratitillinn hjá fyrrum ríki gömlu Júgóslavíu eftir að landið skiptist upp. Móðir Drazan Petrovic hefur haldið nafni sonar síns á lofti allar götur að hann lést árið 1993 þá aðeins 28 ára gamall. Hér fyrir neðan má sjá þetta magnaða viðtal við Goran Dragic þegar hann fékk treyjuna af gjöf. EM 2017 í Finnlandi NBA Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Fleiri fréttir Shaq segist hundrað prósent Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Sjá meira
Goran Dragic, nýkrýndur Evrópumeistari með Slóveníu og besti leikmaður Evrópumótsins, fékk að hans eigin mati bestu gjöf sem hann hefur fengið á ævinni þegar hann kom aftur heim til Slóveníu eftir að slóvenska körfuboltalandsliðið tryggði sér Evrópumeistaratitilinn. Dragic hreinlega táraðist þegar hann fékk NBA treyju Drazan Petrovic að gjöf frá móður Drazan en treyjan var frá því að Petrovic spilaði með New Jersey Nets í NBA-deildinni. Goran sagði hreint út að þetta væri besta gjöf sem hann hefði fengið en Drazan Petrovic var fyrirmynd hans. Dragic var í sjónvarpsviðtali þegar hann fékk treyjuna og gat ekki haldið aftur af tilfinningum sínum. Goran Dragic spilaði í treyju númer 3 á Evrópumótinu til heiðurs Drazan Petrovic sem dó í bílslysi á hápunkti ferils síns. Petrovic var skotbakvörður en hann varð eins og Dragic í ár, bæði Evrópumeistari og valinn besti leikmaður EM á Evrópumótinu 1989 þegar hann hjálpaði Júgóslavíu að vinna titilinn. Goran Dragic skoraði 35 stig í úrslitaleiknum á dögunum en Drazan Petrovic var með 28 stig í 98-77 sigri á Grikkjum í úrslitaleiknum í Zagreb 1989. Árið 1989 var Slóvenía hluti af Júgóslavíu en titill Slóvena á sunnudagskvöldið var fyrsti Evrópumeistaratitillinn hjá fyrrum ríki gömlu Júgóslavíu eftir að landið skiptist upp. Móðir Drazan Petrovic hefur haldið nafni sonar síns á lofti allar götur að hann lést árið 1993 þá aðeins 28 ára gamall. Hér fyrir neðan má sjá þetta magnaða viðtal við Goran Dragic þegar hann fékk treyjuna af gjöf.
EM 2017 í Finnlandi NBA Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Fleiri fréttir Shaq segist hundrað prósent Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Sjá meira