Strangari kröfur um merkingar gætu hækkað verð á hreinsiefnum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. apríl 2017 11:19 Félag atvinnurekenda telur að verð á hreinsiefnum muni hækka í verslunum hér á landi vegna strangari reglugerðar um merkingar. vísir/getty Strangari kröfur um merkingar á hreinsiefnum gætu hækkað verð þeirra í verslunum hér á landi en frá og með 1. júní næstkomandi þurfa allar vörur sem falla undir reglugerð Evrópusambandsins um flokkun, merkingu og pökkun efna og blandna, og eru markaðssettar hér á landi, að vera merktar á íslensku.Greint er frá þessu á vef Félags atvinnurekenda en fjöldinn allur af vörum fellur undir reglugerðina og meðal annars hreinsiefni á borð við uppþvottalög, gluggasprey og gólfsápu. Að því er fram kemur á vef FA mun þetta breytta regluverk leiða af sér „gífurlegt umstang og kostnað fyrir fyrirtæki sem nú þurfa að sérmerkja allar hreinsivörur með íslenskum merkingum, í stað einungis hluta þeirra áður. Samkvæmt upplýsingum sem FA hefur aflað sér hjá aðildarfyrirtækjum geta þessar hertu kröfur leitt til þess að algeng hreinsiefni hækki í verði um að minnsta kosti 10-20%.“ Í desember síðastliðnum sendi FA erindi á umhverfis-og auðlindaráðuneytið vegna málsins og fundaði í framhaldinum með fulltrúum ráðuneytisins og fulltrúum Umhverfisstofnunar. „Þar var athygli vakin á afleiðingum fyrirhugaðra breytinga, þ.m.t. gríðarlegri kostnaðaraukningu íslenskra fyrirtækja sem getur lent á neytendum með hærra vöruverði. Einnig var bent á að í evrópsku reglugerðinni er aðildarríkjum veitt ákveðið svigrúm varðandi merkingar en þar segir í 17. gr. sem hefur að geyma meginreglur um merkingu efna og efnablandna: The label shall be written in the official language(s) of the Member State(s) where the substance or mixture is placed on the market, unless the Member State(s) concerned provide(s) otherwise. Með öðrum orðum þurfa aðildarríkin ekki nauðsynlega að setja reglur um merkingar á opinberu tungumáli sínu. FA gagnrýndi í erindi sínu að hvergi væri vikið að þessum möguleika í hinni íslensku reglugerð og skoraði á ráðuneytið að reglugerðin yrði tekin til endurskoðunar. Nauðsynlegt væri að taka tillit til smæðar hins innlenda markaðar við innleiðingu ESB-reglugerðarinnar og það svigrúm sem veitt er í reglugerðinni nýtt til þess að ekki séu lagðar óþarfa íþyngjandi kvaðir á innflytjendur með tilheyrandi kostnaði. Enn hefur ekki borist svar frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu við erindi FA,“ segir á vef FA en nánar má lesa um málið þar. Neytendur Mest lesið AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Sjá meira
Strangari kröfur um merkingar á hreinsiefnum gætu hækkað verð þeirra í verslunum hér á landi en frá og með 1. júní næstkomandi þurfa allar vörur sem falla undir reglugerð Evrópusambandsins um flokkun, merkingu og pökkun efna og blandna, og eru markaðssettar hér á landi, að vera merktar á íslensku.Greint er frá þessu á vef Félags atvinnurekenda en fjöldinn allur af vörum fellur undir reglugerðina og meðal annars hreinsiefni á borð við uppþvottalög, gluggasprey og gólfsápu. Að því er fram kemur á vef FA mun þetta breytta regluverk leiða af sér „gífurlegt umstang og kostnað fyrir fyrirtæki sem nú þurfa að sérmerkja allar hreinsivörur með íslenskum merkingum, í stað einungis hluta þeirra áður. Samkvæmt upplýsingum sem FA hefur aflað sér hjá aðildarfyrirtækjum geta þessar hertu kröfur leitt til þess að algeng hreinsiefni hækki í verði um að minnsta kosti 10-20%.“ Í desember síðastliðnum sendi FA erindi á umhverfis-og auðlindaráðuneytið vegna málsins og fundaði í framhaldinum með fulltrúum ráðuneytisins og fulltrúum Umhverfisstofnunar. „Þar var athygli vakin á afleiðingum fyrirhugaðra breytinga, þ.m.t. gríðarlegri kostnaðaraukningu íslenskra fyrirtækja sem getur lent á neytendum með hærra vöruverði. Einnig var bent á að í evrópsku reglugerðinni er aðildarríkjum veitt ákveðið svigrúm varðandi merkingar en þar segir í 17. gr. sem hefur að geyma meginreglur um merkingu efna og efnablandna: The label shall be written in the official language(s) of the Member State(s) where the substance or mixture is placed on the market, unless the Member State(s) concerned provide(s) otherwise. Með öðrum orðum þurfa aðildarríkin ekki nauðsynlega að setja reglur um merkingar á opinberu tungumáli sínu. FA gagnrýndi í erindi sínu að hvergi væri vikið að þessum möguleika í hinni íslensku reglugerð og skoraði á ráðuneytið að reglugerðin yrði tekin til endurskoðunar. Nauðsynlegt væri að taka tillit til smæðar hins innlenda markaðar við innleiðingu ESB-reglugerðarinnar og það svigrúm sem veitt er í reglugerðinni nýtt til þess að ekki séu lagðar óþarfa íþyngjandi kvaðir á innflytjendur með tilheyrandi kostnaði. Enn hefur ekki borist svar frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu við erindi FA,“ segir á vef FA en nánar má lesa um málið þar.
Neytendur Mest lesið AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Sjá meira