Hollar sumarpönnukökur 12. júlí 2017 13:30 Hollar og góðar pönnukökur með ferskum berjum. Hvað er betra í sumarfríinu? Pönnukökur eru alltaf unaðslega góðar. Hér eru hollar pönnukökur sem passa vel á góðum sumarmorgni með kaffinu eða í bröns. Nú er gott verð á alls kyns berjum í verslununum og um að gera að borða nóg af þeim. Berin eru einstaklega góð með pönnukökum og kotasælu ef fólk vill hafa allt hollt og gott. Annars er jógúrtís líka í fínu lagi. Uppskriftin miðast við fjóra. Hollar sumarpönnukökur 7 egg 3 dl haframjöl 3 dl kotasæla 2 bananar 25 g smjör Jarðarber, bláber, hindber eða brómber til að hafa með. Hrærið saman egg, haframjöl, kotasælu og banana í matvinnsluvél þar til blandan verður létt og jöfn. Steikið pönnukökur með smá smjöri og fáið fallegan lit á báðar hliðar. Berið fram með kotasælu og berjum. Dögurður Morgunmatur Pönnukökur Uppskriftir Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið
Pönnukökur eru alltaf unaðslega góðar. Hér eru hollar pönnukökur sem passa vel á góðum sumarmorgni með kaffinu eða í bröns. Nú er gott verð á alls kyns berjum í verslununum og um að gera að borða nóg af þeim. Berin eru einstaklega góð með pönnukökum og kotasælu ef fólk vill hafa allt hollt og gott. Annars er jógúrtís líka í fínu lagi. Uppskriftin miðast við fjóra. Hollar sumarpönnukökur 7 egg 3 dl haframjöl 3 dl kotasæla 2 bananar 25 g smjör Jarðarber, bláber, hindber eða brómber til að hafa með. Hrærið saman egg, haframjöl, kotasælu og banana í matvinnsluvél þar til blandan verður létt og jöfn. Steikið pönnukökur með smá smjöri og fáið fallegan lit á báðar hliðar. Berið fram með kotasælu og berjum.
Dögurður Morgunmatur Pönnukökur Uppskriftir Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið