Svipmynd Markaðarins: Langar að lyfta fleiri kílóum í clean og jerk 25. febrúar 2017 10:00 Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjöríss og formaður Samtaka iðnaðarins. Vísir/Anton Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjöríss og formaður Samtaka iðnaðarins (SI), lærði mannfræði í Háskóla Íslands og hefur stýrt markaðssetningu fjölskyldufyrirtækisins frá árinu 2008. Hún býr í Hveragerði, finnst gaman að elda góðan mat og hefur setið sem formaður SI í þrjú ár. Guðrún situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.Hvaða app notarðu mest? Ég er með alls konar öpp en líklega nota ég mest Facebook og Messenger en einnig Leggja, Veðrið, Keldan, Púlsinn og Snapchat. Ég nota einnig Sarpinn mikið þar sem ég eyði miklum tíma í bíl og þá er gott að geta hlustað á góða þætti eins og Í ljósi sögunnar og annað gott af RÚV. Leggja-appið er samt það sem hefur gert hvað mest fyrir mig enda hef ég sloppið við margar stöðumælasektir eftir að ég fór að nota það.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Það fer nú drjúgur tími í heimilisstörfin, heimilið þrífur sig ekki sjálft því miður! En þess utan reyni ég að rækta fjölskyldu- og vinatengslin. Ég fer mikið í leikhús og svo hljóta það nú að vera ellimerki en mér finnst orðið óskaplega gaman að dútla í garðinum mínum þegar fer að vora og á sumrin. Mér finnst gaman að elda mat og finnst fátt betra en að dunda mér í eldhúsinu. Ég get verið allan daginn í einhverju matarstússi og svoleiðis daga er dásamlegt að enda í góðra vina hópi við borðstofuborðið.Hvernig heldur þú þér í formi? Ég bý á svo dásamlegum stað sem býður upp á ótal gönguleiðir stutt frá mínu heimili. Ég reyni að fara út að ganga á hverjum degi. Mér finnst einnig gott að fara í sund. Nýjasta uppátækið er þó Crossfit en ég fór að stunda það í haust. Það er ótrúlega skemmtilegt en einnig svakalega krefjandi fyrir konu sem hefur aldrei haldið á neinu um ævina nema börnum og Bónuspokum! En ég er í hvetjandi umhverfi og markmiðið er að geta gert upphífingar skammlaust einn góðan veðurdag og einhver kíló í clean and jerk.Hvernig tónlist hlustar þú á? Ég hlusta mikið á tónlist og hlusta nánast á allar tegundir tónlistar, fer allt eftir dagsforminu. Ég hlusta þó ekki á þungarokk og ekki á kántrí. En öll tónlist með góðum takti og góðum texta höfðar til mín því mér þykir bæði gaman að dansa og svo syng ég heilmikið í bílnum þegar enginn heyrir til.Ertu í þínu draumastarfi? Já, ég er í draumastarfinu. Ég starfa í Kjörís sem er óskaplega skemmtileg vinna og frábærir vinnufélagar. Síðan er ég svo heppin að hafa fengið að taka að mér margvísleg verkefni, mjög fjölbreytt sem öll eru gefandi hvert á sinn hátt. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjöríss og formaður Samtaka iðnaðarins (SI), lærði mannfræði í Háskóla Íslands og hefur stýrt markaðssetningu fjölskyldufyrirtækisins frá árinu 2008. Hún býr í Hveragerði, finnst gaman að elda góðan mat og hefur setið sem formaður SI í þrjú ár. Guðrún situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.Hvaða app notarðu mest? Ég er með alls konar öpp en líklega nota ég mest Facebook og Messenger en einnig Leggja, Veðrið, Keldan, Púlsinn og Snapchat. Ég nota einnig Sarpinn mikið þar sem ég eyði miklum tíma í bíl og þá er gott að geta hlustað á góða þætti eins og Í ljósi sögunnar og annað gott af RÚV. Leggja-appið er samt það sem hefur gert hvað mest fyrir mig enda hef ég sloppið við margar stöðumælasektir eftir að ég fór að nota það.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Það fer nú drjúgur tími í heimilisstörfin, heimilið þrífur sig ekki sjálft því miður! En þess utan reyni ég að rækta fjölskyldu- og vinatengslin. Ég fer mikið í leikhús og svo hljóta það nú að vera ellimerki en mér finnst orðið óskaplega gaman að dútla í garðinum mínum þegar fer að vora og á sumrin. Mér finnst gaman að elda mat og finnst fátt betra en að dunda mér í eldhúsinu. Ég get verið allan daginn í einhverju matarstússi og svoleiðis daga er dásamlegt að enda í góðra vina hópi við borðstofuborðið.Hvernig heldur þú þér í formi? Ég bý á svo dásamlegum stað sem býður upp á ótal gönguleiðir stutt frá mínu heimili. Ég reyni að fara út að ganga á hverjum degi. Mér finnst einnig gott að fara í sund. Nýjasta uppátækið er þó Crossfit en ég fór að stunda það í haust. Það er ótrúlega skemmtilegt en einnig svakalega krefjandi fyrir konu sem hefur aldrei haldið á neinu um ævina nema börnum og Bónuspokum! En ég er í hvetjandi umhverfi og markmiðið er að geta gert upphífingar skammlaust einn góðan veðurdag og einhver kíló í clean and jerk.Hvernig tónlist hlustar þú á? Ég hlusta mikið á tónlist og hlusta nánast á allar tegundir tónlistar, fer allt eftir dagsforminu. Ég hlusta þó ekki á þungarokk og ekki á kántrí. En öll tónlist með góðum takti og góðum texta höfðar til mín því mér þykir bæði gaman að dansa og svo syng ég heilmikið í bílnum þegar enginn heyrir til.Ertu í þínu draumastarfi? Já, ég er í draumastarfinu. Ég starfa í Kjörís sem er óskaplega skemmtileg vinna og frábærir vinnufélagar. Síðan er ég svo heppin að hafa fengið að taka að mér margvísleg verkefni, mjög fjölbreytt sem öll eru gefandi hvert á sinn hátt.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira