Svipmynd Markaðarins: Langar að lyfta fleiri kílóum í clean og jerk 25. febrúar 2017 10:00 Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjöríss og formaður Samtaka iðnaðarins. Vísir/Anton Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjöríss og formaður Samtaka iðnaðarins (SI), lærði mannfræði í Háskóla Íslands og hefur stýrt markaðssetningu fjölskyldufyrirtækisins frá árinu 2008. Hún býr í Hveragerði, finnst gaman að elda góðan mat og hefur setið sem formaður SI í þrjú ár. Guðrún situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.Hvaða app notarðu mest? Ég er með alls konar öpp en líklega nota ég mest Facebook og Messenger en einnig Leggja, Veðrið, Keldan, Púlsinn og Snapchat. Ég nota einnig Sarpinn mikið þar sem ég eyði miklum tíma í bíl og þá er gott að geta hlustað á góða þætti eins og Í ljósi sögunnar og annað gott af RÚV. Leggja-appið er samt það sem hefur gert hvað mest fyrir mig enda hef ég sloppið við margar stöðumælasektir eftir að ég fór að nota það.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Það fer nú drjúgur tími í heimilisstörfin, heimilið þrífur sig ekki sjálft því miður! En þess utan reyni ég að rækta fjölskyldu- og vinatengslin. Ég fer mikið í leikhús og svo hljóta það nú að vera ellimerki en mér finnst orðið óskaplega gaman að dútla í garðinum mínum þegar fer að vora og á sumrin. Mér finnst gaman að elda mat og finnst fátt betra en að dunda mér í eldhúsinu. Ég get verið allan daginn í einhverju matarstússi og svoleiðis daga er dásamlegt að enda í góðra vina hópi við borðstofuborðið.Hvernig heldur þú þér í formi? Ég bý á svo dásamlegum stað sem býður upp á ótal gönguleiðir stutt frá mínu heimili. Ég reyni að fara út að ganga á hverjum degi. Mér finnst einnig gott að fara í sund. Nýjasta uppátækið er þó Crossfit en ég fór að stunda það í haust. Það er ótrúlega skemmtilegt en einnig svakalega krefjandi fyrir konu sem hefur aldrei haldið á neinu um ævina nema börnum og Bónuspokum! En ég er í hvetjandi umhverfi og markmiðið er að geta gert upphífingar skammlaust einn góðan veðurdag og einhver kíló í clean and jerk.Hvernig tónlist hlustar þú á? Ég hlusta mikið á tónlist og hlusta nánast á allar tegundir tónlistar, fer allt eftir dagsforminu. Ég hlusta þó ekki á þungarokk og ekki á kántrí. En öll tónlist með góðum takti og góðum texta höfðar til mín því mér þykir bæði gaman að dansa og svo syng ég heilmikið í bílnum þegar enginn heyrir til.Ertu í þínu draumastarfi? Já, ég er í draumastarfinu. Ég starfa í Kjörís sem er óskaplega skemmtileg vinna og frábærir vinnufélagar. Síðan er ég svo heppin að hafa fengið að taka að mér margvísleg verkefni, mjög fjölbreytt sem öll eru gefandi hvert á sinn hátt. Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjöríss og formaður Samtaka iðnaðarins (SI), lærði mannfræði í Háskóla Íslands og hefur stýrt markaðssetningu fjölskyldufyrirtækisins frá árinu 2008. Hún býr í Hveragerði, finnst gaman að elda góðan mat og hefur setið sem formaður SI í þrjú ár. Guðrún situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.Hvaða app notarðu mest? Ég er með alls konar öpp en líklega nota ég mest Facebook og Messenger en einnig Leggja, Veðrið, Keldan, Púlsinn og Snapchat. Ég nota einnig Sarpinn mikið þar sem ég eyði miklum tíma í bíl og þá er gott að geta hlustað á góða þætti eins og Í ljósi sögunnar og annað gott af RÚV. Leggja-appið er samt það sem hefur gert hvað mest fyrir mig enda hef ég sloppið við margar stöðumælasektir eftir að ég fór að nota það.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Það fer nú drjúgur tími í heimilisstörfin, heimilið þrífur sig ekki sjálft því miður! En þess utan reyni ég að rækta fjölskyldu- og vinatengslin. Ég fer mikið í leikhús og svo hljóta það nú að vera ellimerki en mér finnst orðið óskaplega gaman að dútla í garðinum mínum þegar fer að vora og á sumrin. Mér finnst gaman að elda mat og finnst fátt betra en að dunda mér í eldhúsinu. Ég get verið allan daginn í einhverju matarstússi og svoleiðis daga er dásamlegt að enda í góðra vina hópi við borðstofuborðið.Hvernig heldur þú þér í formi? Ég bý á svo dásamlegum stað sem býður upp á ótal gönguleiðir stutt frá mínu heimili. Ég reyni að fara út að ganga á hverjum degi. Mér finnst einnig gott að fara í sund. Nýjasta uppátækið er þó Crossfit en ég fór að stunda það í haust. Það er ótrúlega skemmtilegt en einnig svakalega krefjandi fyrir konu sem hefur aldrei haldið á neinu um ævina nema börnum og Bónuspokum! En ég er í hvetjandi umhverfi og markmiðið er að geta gert upphífingar skammlaust einn góðan veðurdag og einhver kíló í clean and jerk.Hvernig tónlist hlustar þú á? Ég hlusta mikið á tónlist og hlusta nánast á allar tegundir tónlistar, fer allt eftir dagsforminu. Ég hlusta þó ekki á þungarokk og ekki á kántrí. En öll tónlist með góðum takti og góðum texta höfðar til mín því mér þykir bæði gaman að dansa og svo syng ég heilmikið í bílnum þegar enginn heyrir til.Ertu í þínu draumastarfi? Já, ég er í draumastarfinu. Ég starfa í Kjörís sem er óskaplega skemmtileg vinna og frábærir vinnufélagar. Síðan er ég svo heppin að hafa fengið að taka að mér margvísleg verkefni, mjög fjölbreytt sem öll eru gefandi hvert á sinn hátt.
Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira