Svipmynd Markaðarins: Langar að lyfta fleiri kílóum í clean og jerk 25. febrúar 2017 10:00 Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjöríss og formaður Samtaka iðnaðarins. Vísir/Anton Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjöríss og formaður Samtaka iðnaðarins (SI), lærði mannfræði í Háskóla Íslands og hefur stýrt markaðssetningu fjölskyldufyrirtækisins frá árinu 2008. Hún býr í Hveragerði, finnst gaman að elda góðan mat og hefur setið sem formaður SI í þrjú ár. Guðrún situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.Hvaða app notarðu mest? Ég er með alls konar öpp en líklega nota ég mest Facebook og Messenger en einnig Leggja, Veðrið, Keldan, Púlsinn og Snapchat. Ég nota einnig Sarpinn mikið þar sem ég eyði miklum tíma í bíl og þá er gott að geta hlustað á góða þætti eins og Í ljósi sögunnar og annað gott af RÚV. Leggja-appið er samt það sem hefur gert hvað mest fyrir mig enda hef ég sloppið við margar stöðumælasektir eftir að ég fór að nota það.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Það fer nú drjúgur tími í heimilisstörfin, heimilið þrífur sig ekki sjálft því miður! En þess utan reyni ég að rækta fjölskyldu- og vinatengslin. Ég fer mikið í leikhús og svo hljóta það nú að vera ellimerki en mér finnst orðið óskaplega gaman að dútla í garðinum mínum þegar fer að vora og á sumrin. Mér finnst gaman að elda mat og finnst fátt betra en að dunda mér í eldhúsinu. Ég get verið allan daginn í einhverju matarstússi og svoleiðis daga er dásamlegt að enda í góðra vina hópi við borðstofuborðið.Hvernig heldur þú þér í formi? Ég bý á svo dásamlegum stað sem býður upp á ótal gönguleiðir stutt frá mínu heimili. Ég reyni að fara út að ganga á hverjum degi. Mér finnst einnig gott að fara í sund. Nýjasta uppátækið er þó Crossfit en ég fór að stunda það í haust. Það er ótrúlega skemmtilegt en einnig svakalega krefjandi fyrir konu sem hefur aldrei haldið á neinu um ævina nema börnum og Bónuspokum! En ég er í hvetjandi umhverfi og markmiðið er að geta gert upphífingar skammlaust einn góðan veðurdag og einhver kíló í clean and jerk.Hvernig tónlist hlustar þú á? Ég hlusta mikið á tónlist og hlusta nánast á allar tegundir tónlistar, fer allt eftir dagsforminu. Ég hlusta þó ekki á þungarokk og ekki á kántrí. En öll tónlist með góðum takti og góðum texta höfðar til mín því mér þykir bæði gaman að dansa og svo syng ég heilmikið í bílnum þegar enginn heyrir til.Ertu í þínu draumastarfi? Já, ég er í draumastarfinu. Ég starfa í Kjörís sem er óskaplega skemmtileg vinna og frábærir vinnufélagar. Síðan er ég svo heppin að hafa fengið að taka að mér margvísleg verkefni, mjög fjölbreytt sem öll eru gefandi hvert á sinn hátt. Mest lesið Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjöríss og formaður Samtaka iðnaðarins (SI), lærði mannfræði í Háskóla Íslands og hefur stýrt markaðssetningu fjölskyldufyrirtækisins frá árinu 2008. Hún býr í Hveragerði, finnst gaman að elda góðan mat og hefur setið sem formaður SI í þrjú ár. Guðrún situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.Hvaða app notarðu mest? Ég er með alls konar öpp en líklega nota ég mest Facebook og Messenger en einnig Leggja, Veðrið, Keldan, Púlsinn og Snapchat. Ég nota einnig Sarpinn mikið þar sem ég eyði miklum tíma í bíl og þá er gott að geta hlustað á góða þætti eins og Í ljósi sögunnar og annað gott af RÚV. Leggja-appið er samt það sem hefur gert hvað mest fyrir mig enda hef ég sloppið við margar stöðumælasektir eftir að ég fór að nota það.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Það fer nú drjúgur tími í heimilisstörfin, heimilið þrífur sig ekki sjálft því miður! En þess utan reyni ég að rækta fjölskyldu- og vinatengslin. Ég fer mikið í leikhús og svo hljóta það nú að vera ellimerki en mér finnst orðið óskaplega gaman að dútla í garðinum mínum þegar fer að vora og á sumrin. Mér finnst gaman að elda mat og finnst fátt betra en að dunda mér í eldhúsinu. Ég get verið allan daginn í einhverju matarstússi og svoleiðis daga er dásamlegt að enda í góðra vina hópi við borðstofuborðið.Hvernig heldur þú þér í formi? Ég bý á svo dásamlegum stað sem býður upp á ótal gönguleiðir stutt frá mínu heimili. Ég reyni að fara út að ganga á hverjum degi. Mér finnst einnig gott að fara í sund. Nýjasta uppátækið er þó Crossfit en ég fór að stunda það í haust. Það er ótrúlega skemmtilegt en einnig svakalega krefjandi fyrir konu sem hefur aldrei haldið á neinu um ævina nema börnum og Bónuspokum! En ég er í hvetjandi umhverfi og markmiðið er að geta gert upphífingar skammlaust einn góðan veðurdag og einhver kíló í clean and jerk.Hvernig tónlist hlustar þú á? Ég hlusta mikið á tónlist og hlusta nánast á allar tegundir tónlistar, fer allt eftir dagsforminu. Ég hlusta þó ekki á þungarokk og ekki á kántrí. En öll tónlist með góðum takti og góðum texta höfðar til mín því mér þykir bæði gaman að dansa og svo syng ég heilmikið í bílnum þegar enginn heyrir til.Ertu í þínu draumastarfi? Já, ég er í draumastarfinu. Ég starfa í Kjörís sem er óskaplega skemmtileg vinna og frábærir vinnufélagar. Síðan er ég svo heppin að hafa fengið að taka að mér margvísleg verkefni, mjög fjölbreytt sem öll eru gefandi hvert á sinn hátt.
Mest lesið Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Sjá meira