Óska eftir tilboðum í allt hlutafé Cintamani Haraldur Guðmundsson og Hörður Ægisson skrifa 31. maí 2017 07:30 Cintamani rekur sex verslanir hér á landi. Vísir/Anton Brink Eigendur Cintamani kanna samkvæmt heimildum Markaðarins mögulega sölu á öllu hlutafé íslenska fataframleiðandans og hafa þeir fengið sænska fjármálafyrirtækið Beringer Finance til að sjá um samskipti við valinn hóp fjárfesta. Stutt fjárfestakynning (e. teaser) var send út fyrir skemmstu og fjárfestum gefinn frestur til júníloka til að skila inn óskuldbindandi tilboðum. Einar Karl Birgisson, framkvæmdastjóri Cintamani, segir formlegt söluferli ekki hafið og að engin ákvörðun hafi verið tekin um hvort fyrirtækið verði boðið til sölu. Beringer hafi verið fengið til að meta næstu skref eftir að eigendum fataframleiðandans hafi borist tilboð í fyrirtækið fyrir nokkrum mánuðum. „Eigendum félagsins barst tilboð fyrir nokkrum mánuðum og uppfrá því leituðu þeir til Beringer til að gera ákveðna kostagreiningu. Það er hvaða kostir eru í stöðunni eftir að tilboðið barst og hvað sé rétta skrefið í stöðunni. Fyrirtækið er því ekki í eiginlegu söluferli því eigendurnir eru alveg eins líklegir til að stíga önnur skref ef niðurstaða Beringer verður á þá leið,“ segir Einar Karl. „Við höfum verið í gríðarlega mikilli uppbyggingu á félaginu innanfrá undanfarna fjórtán mánuði. Við skynjum árangur þess og því þótti mér áhugavert að við fengum tilboð í fyrirtækið sem var ekki svarað á annan hátt en að menn fóru í þessa vinnu með Beringer.“ Cintamani er í eigu Kristins Más Gunnarssonar, stjórnarformanns fyrirtækisins, og Frumtaks slhf. Kristinn á 70 prósenta hlut en Frumtak er í eigu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, sex lífeyrissjóða og stóru viðskiptabankanna þriggja. Heimildir Markaðarins herma að í fjárfestakynningunni hafi áætlaðar tekjur Cintamani á þessu ári verið gefnar upp. Þær eigi að nema um 1.100 milljónum króna og gert sé ráð fyrir að rekstrarhagnaður (EBITDA) muni nema um 145 milljónum króna. Fataframleiðandinn var rekinn með tæplega 30 milljóna króna hagnaði árið 2015 samkvæmt síðasta birta ársreikningi hans. Afkoman þá var mun betri en árið á undan þegar reksturinn skilaði 3,7 milljóna hagnaði. Aðalstarfsemi Cintamani er fólgin í hönnun, framleiðslu og sölu á útivistarfatnaði og rekur fyrirtækið sex verslanir hér á landi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Eigendur Cintamani kanna samkvæmt heimildum Markaðarins mögulega sölu á öllu hlutafé íslenska fataframleiðandans og hafa þeir fengið sænska fjármálafyrirtækið Beringer Finance til að sjá um samskipti við valinn hóp fjárfesta. Stutt fjárfestakynning (e. teaser) var send út fyrir skemmstu og fjárfestum gefinn frestur til júníloka til að skila inn óskuldbindandi tilboðum. Einar Karl Birgisson, framkvæmdastjóri Cintamani, segir formlegt söluferli ekki hafið og að engin ákvörðun hafi verið tekin um hvort fyrirtækið verði boðið til sölu. Beringer hafi verið fengið til að meta næstu skref eftir að eigendum fataframleiðandans hafi borist tilboð í fyrirtækið fyrir nokkrum mánuðum. „Eigendum félagsins barst tilboð fyrir nokkrum mánuðum og uppfrá því leituðu þeir til Beringer til að gera ákveðna kostagreiningu. Það er hvaða kostir eru í stöðunni eftir að tilboðið barst og hvað sé rétta skrefið í stöðunni. Fyrirtækið er því ekki í eiginlegu söluferli því eigendurnir eru alveg eins líklegir til að stíga önnur skref ef niðurstaða Beringer verður á þá leið,“ segir Einar Karl. „Við höfum verið í gríðarlega mikilli uppbyggingu á félaginu innanfrá undanfarna fjórtán mánuði. Við skynjum árangur þess og því þótti mér áhugavert að við fengum tilboð í fyrirtækið sem var ekki svarað á annan hátt en að menn fóru í þessa vinnu með Beringer.“ Cintamani er í eigu Kristins Más Gunnarssonar, stjórnarformanns fyrirtækisins, og Frumtaks slhf. Kristinn á 70 prósenta hlut en Frumtak er í eigu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, sex lífeyrissjóða og stóru viðskiptabankanna þriggja. Heimildir Markaðarins herma að í fjárfestakynningunni hafi áætlaðar tekjur Cintamani á þessu ári verið gefnar upp. Þær eigi að nema um 1.100 milljónum króna og gert sé ráð fyrir að rekstrarhagnaður (EBITDA) muni nema um 145 milljónum króna. Fataframleiðandinn var rekinn með tæplega 30 milljóna króna hagnaði árið 2015 samkvæmt síðasta birta ársreikningi hans. Afkoman þá var mun betri en árið á undan þegar reksturinn skilaði 3,7 milljóna hagnaði. Aðalstarfsemi Cintamani er fólgin í hönnun, framleiðslu og sölu á útivistarfatnaði og rekur fyrirtækið sex verslanir hér á landi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent