Félag Ólafs Ólafssonar gæti innleyst yfir 800 milljóna hagnað Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 19. júlí 2017 06:00 Ólafur Ólafsson, fjárfestir. vísir/vilhelm Félag í eigu Ólafs Ólafssonar, aðaleiganda Samskipa, og Hjörleifs Jakobssonar fjárfestis kom með tæplega tvo milljarða króna til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands í desember 2012. Miðað við núverandi gengi gæti félagið innleyst um 809 milljónir í gengishagnað, samkvæmt útreikningum Markaðarins, en fjármunirnir verða lausir til ráðstöfunar í lok ársins. Árleg ávöxtun yrði þá 13,7 prósent. Við bætist síðan ávöxtunin af sjálfri fjárfestingunni. Umrætt félag, Arius ehf., tók þátt í útboði fjárfestingarleiðarinnar í lok árs 2012 og fékk þannig ríflega tuttugu prósenta afslátt af krónunum. Voru fjármunirnir einkum nýttir til fjárfestinga í Samskipum og fasteignafélaginu Festingu, samkvæmt upplýsingum sem fengust frá Ólafi. Arius er dótturfélag hollenska félagsins SMT Partners B.V. sem er í áttatíu prósenta eigu Ólafs og tuttugu prósenta eigu Hjörleifs. Fjárfestingarleið Seðlabankans gekk út á að fjárfestar komu með gjaldeyri til landsins og skiptu honum fyrir krónur og fjárfestu hér til lengri tíma. Gulrótin var að þeir fengu um tuttugu prósenta afslátt af krónunum. Þeir fjárfestar sem komu með evrur í gegnum fjárfestingarleiðina á fyrri helmingi 2012 geta nú innleyst samanlagt rúma tuttugu milljarða í gengishagnað, samkvæmt útreikningum Markaðarins. Ávöxtunin nemur fjórtán prósentum á ársgrundvelli. Til viðbótar við gengishagnaðinn bætist síðan ávöxtun af fjárfestingunni sjálfri, en hún hefur verið afar ríkuleg á undanförnum árum. Þannig gæti fjárfestir sem kom með evrur til landsins í fyrsta útboði fjárfestingarleiðarinnar, í febrúar 2012, og keypti sér fimmtíu milljóna króna fasteign í miðbæ Reykjavíkur nú innleyst tæplega 58 milljóna hagnað. Árleg ávöxtun nemur í því tilviki 38,9 prósentum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog Sjá meira
Félag í eigu Ólafs Ólafssonar, aðaleiganda Samskipa, og Hjörleifs Jakobssonar fjárfestis kom með tæplega tvo milljarða króna til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands í desember 2012. Miðað við núverandi gengi gæti félagið innleyst um 809 milljónir í gengishagnað, samkvæmt útreikningum Markaðarins, en fjármunirnir verða lausir til ráðstöfunar í lok ársins. Árleg ávöxtun yrði þá 13,7 prósent. Við bætist síðan ávöxtunin af sjálfri fjárfestingunni. Umrætt félag, Arius ehf., tók þátt í útboði fjárfestingarleiðarinnar í lok árs 2012 og fékk þannig ríflega tuttugu prósenta afslátt af krónunum. Voru fjármunirnir einkum nýttir til fjárfestinga í Samskipum og fasteignafélaginu Festingu, samkvæmt upplýsingum sem fengust frá Ólafi. Arius er dótturfélag hollenska félagsins SMT Partners B.V. sem er í áttatíu prósenta eigu Ólafs og tuttugu prósenta eigu Hjörleifs. Fjárfestingarleið Seðlabankans gekk út á að fjárfestar komu með gjaldeyri til landsins og skiptu honum fyrir krónur og fjárfestu hér til lengri tíma. Gulrótin var að þeir fengu um tuttugu prósenta afslátt af krónunum. Þeir fjárfestar sem komu með evrur í gegnum fjárfestingarleiðina á fyrri helmingi 2012 geta nú innleyst samanlagt rúma tuttugu milljarða í gengishagnað, samkvæmt útreikningum Markaðarins. Ávöxtunin nemur fjórtán prósentum á ársgrundvelli. Til viðbótar við gengishagnaðinn bætist síðan ávöxtun af fjárfestingunni sjálfri, en hún hefur verið afar ríkuleg á undanförnum árum. Þannig gæti fjárfestir sem kom með evrur til landsins í fyrsta útboði fjárfestingarleiðarinnar, í febrúar 2012, og keypti sér fimmtíu milljóna króna fasteign í miðbæ Reykjavíkur nú innleyst tæplega 58 milljóna hagnað. Árleg ávöxtun nemur í því tilviki 38,9 prósentum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog Sjá meira