Framkvæmdastjóri IKEA: „Þetta á ekki að vera einhvers konar gettóblokk“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. apríl 2017 19:00 Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, kynnir byggingu fjölbýlishússins á fundi Íbúðalánasjóðs um byggingu hagkvæmra íbúða. Mynd/Íbúðalánasjóður Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, segir að bygging fjölbýlishúss sem fyrirtækið hyggst reisa fyrir starfsmenn sína hefjist í þessum mánuði. Ekki hefur verið ákveðið hvaða skilyrði þeir sem flytja inn í íbúðirnar þurfi að uppfylla til þess að geta leigt þær eða með hvaða hætti þeim verður úthlutað en Þórarinn segist telja að það verði mikil eftirspurn eftir því að búa í húsinu. „Við vitum ekki hversu margir starfsmenn hjá okkur munu kjósa að vera í þessum íbúðum en við ætlum að bjóða námsmönnum þetta líka og fólki úr hverfinu í kring, til dæmis starfsfólki Toyota eða Costco ef það hefði áhuga þá væri það möguleiki líka. Það sem erum að reyna forðast er einsleitni, þetta á ekki að vera einhvers konar gettóblokk. Þetta á bara að vera fjölbýlishús með blandaðri byggð, karlar og konur, ungt og fullorðið fólk, börn og allan pakkann,“ segir Þórarinn í samtali við Vísi. Alls verða 36 íbúðir í blokkinni og þar af verða um það bil 20 íbúðir sem eru 25 fermetrar að stærð að gólffleti auk þess nokkurra fermetra geymsla í kjallara fylgir hverri íbúð svo þessar íbúðir verða skráðar sem 31 til 32 fermetrar að stærð.Stærsta íbúðin 58 fermetrar „En við erum að tala um nýtanlegt pláss inni í íbúðinni upp á 25 fermetra gólfflöt. Það er jafnstórt og við erum að sýna í IKEA og erum búin að vera að gera í áratugi þar sem allar IKEA-búðir eru með eina 25 fermetra íbúð og það var svona kveikjan að því að við vildum sýna að þetta væri hægt. Við höfum því verið svolítið uppteknir af því að við vildum ekki stækka íbúðirnar,“ segir Þórarinn. Hinar íbúðirnar sextán eru svo að fimm eða sex mismunandi stærðum að sögn Þórarins.Svona mun blokkin koma til með að líta út.Mynd/Íbúðalánasjóður„Það eru bæði stærri einstaklingsíbúðir og svo tveggja og þriggja herbergja íbúðir. Stærsta íbúðn er 58 fermetrar, það er þriggja herbergja íbúð, sem er svona lítil og nett og það er mikið lagt í það að nýtingin sé eins góð og hægt er.“ Þórarinn segist ekki þekkja til þess að IKEA hafi boðið upp á svipað úrræði fyrir starfsfólk sitt annars staðar. „Hugmyndin er frá mér komin og hún kviknar þannig að ég sem stjórnandi er að horfa á alla liði rekstursins, ekki bara hvað ég get selt mikið af sófum, og ef ég er ekki með gott fólk og ég finn að hæft fólk er að hætta hjá mér, það er það allra versta sem getur komið fyrir fyrirtæki, að missa gott fólk ekki af því að það vill hætta hjá þér heldur af því að það verður að hætta hjá þér.“Þyngra en tárum taki að vita af starfsmönnum sem búa í iðnaðarhúsnæði Þórarinn segir að atvinnurekandinn geti þá greint hvers vegna það er, hvort það eru launakjör eða eitthvað annað, en IKEA hefur lent í því að fólk hætti hjá fyrirtækinu vegna vandamála sem tengjast húsnæði á einn eða annan hátt. Hátt hlutfall starfsmanna fyrirtækisins er ungt fólk og innflytjendur sem hefur lent á hrakhólum á húsnæðismarkaðnum. Aðspurður hvort að IKEA hyggist byggja hús fleiri hús segir Þórarinn að byrjað verði á einu húsi en svo komi í ljós hvað verði gert í framtíðinni. „Það eru svo ótrúlega hraðar breytingar í samfélaginu. Fyrir fimm árum hefði enginn trúað því að húsnæðismarkaðurinn yrði kominn á suðumark í dag og hver einasta eign myndi seljast. Við erum í húsgagnabransanum en við þurfum að geta „staffað“ almennilega og ef það að byggja fleiri fjölbýlishús fyrir fólkið okkar þýðir það að við getum haldið góðu fólki þá verður það að sjálfsögðu skoðað. Ég á alveg eins von á því að þetta muni snaraukast og ég get alveg sagt það að mér finnst það þyngra en tárum taki að vita af starfsmönnum sem búa í einhverju iðnaðarhúsnæði á Smiðjuvegi. Þetta er fólk sem er að vinna hörðum höndum og ég hef heyrt af fólki sem deilir herbergi með öðrum en er á sitthvorum vöktunum þannig að það er alltaf einhver sofandi í herberginu þannig að það er ekkert „privacy,““ segir Þórarinn. Tengdar fréttir IKEA byggir blokk til að missa ekki starfsfólk IKEA á Íslandi stendur nú fyrir byggingu fjölbýlishúss með 36 litlum leiguíbúðum í Urriðaholtinu í Garðabæ fyrir starfsfólk sitt. 5. apríl 2017 14:35 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, segir að bygging fjölbýlishúss sem fyrirtækið hyggst reisa fyrir starfsmenn sína hefjist í þessum mánuði. Ekki hefur verið ákveðið hvaða skilyrði þeir sem flytja inn í íbúðirnar þurfi að uppfylla til þess að geta leigt þær eða með hvaða hætti þeim verður úthlutað en Þórarinn segist telja að það verði mikil eftirspurn eftir því að búa í húsinu. „Við vitum ekki hversu margir starfsmenn hjá okkur munu kjósa að vera í þessum íbúðum en við ætlum að bjóða námsmönnum þetta líka og fólki úr hverfinu í kring, til dæmis starfsfólki Toyota eða Costco ef það hefði áhuga þá væri það möguleiki líka. Það sem erum að reyna forðast er einsleitni, þetta á ekki að vera einhvers konar gettóblokk. Þetta á bara að vera fjölbýlishús með blandaðri byggð, karlar og konur, ungt og fullorðið fólk, börn og allan pakkann,“ segir Þórarinn í samtali við Vísi. Alls verða 36 íbúðir í blokkinni og þar af verða um það bil 20 íbúðir sem eru 25 fermetrar að stærð að gólffleti auk þess nokkurra fermetra geymsla í kjallara fylgir hverri íbúð svo þessar íbúðir verða skráðar sem 31 til 32 fermetrar að stærð.Stærsta íbúðin 58 fermetrar „En við erum að tala um nýtanlegt pláss inni í íbúðinni upp á 25 fermetra gólfflöt. Það er jafnstórt og við erum að sýna í IKEA og erum búin að vera að gera í áratugi þar sem allar IKEA-búðir eru með eina 25 fermetra íbúð og það var svona kveikjan að því að við vildum sýna að þetta væri hægt. Við höfum því verið svolítið uppteknir af því að við vildum ekki stækka íbúðirnar,“ segir Þórarinn. Hinar íbúðirnar sextán eru svo að fimm eða sex mismunandi stærðum að sögn Þórarins.Svona mun blokkin koma til með að líta út.Mynd/Íbúðalánasjóður„Það eru bæði stærri einstaklingsíbúðir og svo tveggja og þriggja herbergja íbúðir. Stærsta íbúðn er 58 fermetrar, það er þriggja herbergja íbúð, sem er svona lítil og nett og það er mikið lagt í það að nýtingin sé eins góð og hægt er.“ Þórarinn segist ekki þekkja til þess að IKEA hafi boðið upp á svipað úrræði fyrir starfsfólk sitt annars staðar. „Hugmyndin er frá mér komin og hún kviknar þannig að ég sem stjórnandi er að horfa á alla liði rekstursins, ekki bara hvað ég get selt mikið af sófum, og ef ég er ekki með gott fólk og ég finn að hæft fólk er að hætta hjá mér, það er það allra versta sem getur komið fyrir fyrirtæki, að missa gott fólk ekki af því að það vill hætta hjá þér heldur af því að það verður að hætta hjá þér.“Þyngra en tárum taki að vita af starfsmönnum sem búa í iðnaðarhúsnæði Þórarinn segir að atvinnurekandinn geti þá greint hvers vegna það er, hvort það eru launakjör eða eitthvað annað, en IKEA hefur lent í því að fólk hætti hjá fyrirtækinu vegna vandamála sem tengjast húsnæði á einn eða annan hátt. Hátt hlutfall starfsmanna fyrirtækisins er ungt fólk og innflytjendur sem hefur lent á hrakhólum á húsnæðismarkaðnum. Aðspurður hvort að IKEA hyggist byggja hús fleiri hús segir Þórarinn að byrjað verði á einu húsi en svo komi í ljós hvað verði gert í framtíðinni. „Það eru svo ótrúlega hraðar breytingar í samfélaginu. Fyrir fimm árum hefði enginn trúað því að húsnæðismarkaðurinn yrði kominn á suðumark í dag og hver einasta eign myndi seljast. Við erum í húsgagnabransanum en við þurfum að geta „staffað“ almennilega og ef það að byggja fleiri fjölbýlishús fyrir fólkið okkar þýðir það að við getum haldið góðu fólki þá verður það að sjálfsögðu skoðað. Ég á alveg eins von á því að þetta muni snaraukast og ég get alveg sagt það að mér finnst það þyngra en tárum taki að vita af starfsmönnum sem búa í einhverju iðnaðarhúsnæði á Smiðjuvegi. Þetta er fólk sem er að vinna hörðum höndum og ég hef heyrt af fólki sem deilir herbergi með öðrum en er á sitthvorum vöktunum þannig að það er alltaf einhver sofandi í herberginu þannig að það er ekkert „privacy,““ segir Þórarinn.
Tengdar fréttir IKEA byggir blokk til að missa ekki starfsfólk IKEA á Íslandi stendur nú fyrir byggingu fjölbýlishúss með 36 litlum leiguíbúðum í Urriðaholtinu í Garðabæ fyrir starfsfólk sitt. 5. apríl 2017 14:35 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
IKEA byggir blokk til að missa ekki starfsfólk IKEA á Íslandi stendur nú fyrir byggingu fjölbýlishúss með 36 litlum leiguíbúðum í Urriðaholtinu í Garðabæ fyrir starfsfólk sitt. 5. apríl 2017 14:35