Ætla að endurnýta fyrstu eldflaugina Samúel Karl Ólason skrifar 24. mars 2017 12:15 Ljósmynd af geimskoti SpaceX tekin yfir ákveðið tímabil. Hún sýnir geimskotið og lendinguna. SpaceX Fyrirtækið SpaceX stefnir að því að brjóta blað í sögu geimkönnunar í næstu viku. Þá verður Falcon 9 eldflaug fyrirtækisins skotið á loft frá Flórída, en sú eldflaug hefur áður verið notuð til að ferja gervihnetti á braut um jörðu og var henni lent aftur. Þetta er í fyrsta sinn sem fyrirtækið endurnýtir eldflaug. Tilgangur þess að endurnýta eldflaugar er að spara verulega við kostnað geimskota og á endanum að koma upp byggð manna á Mars. Eldflaugin sem um ræðir lenti á drónaskipi í Atlantshafinu í apríl í fyrra, eins og sjá má hér að neðan.Allt í allt hefur SpaceX tekist að lenda átta eldflaugum frá því í desember 2015. Þremur á landi og fimm á sjó, samkvæmt frétt Bloomberg. Þeim hefur verið komið fyrir í vöruskemmu í Kaliforníu. Það tók um fjóra mánuði að gera þessa eldflaug klára fyrir annað geimskot, en markmið SpaceX er að stytta það tímabil niður í einn dag. Starfsmenn fyrirtækisins ætla sér að nota geimflaugar eins og flugvélar eru notaðar. Dýrasti hluti geimskota er eldflaugin, sem yfirleitt er hönnuð til þess að brenna upp í gufuhvolfinu. Samkvæmt Business Insider kostar hvert skot Falcon 9 eldflaugar um 62 milljónir dala. Þar af fara um 37 milljónir í byggingu eldflaugarinnar. SpaceX hefur gefið út að viðskiptavinir fyrirtækisins sem notast við notaðar eldflaugar fái um 30 prósenta afslátt. Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fyrirtækið SpaceX stefnir að því að brjóta blað í sögu geimkönnunar í næstu viku. Þá verður Falcon 9 eldflaug fyrirtækisins skotið á loft frá Flórída, en sú eldflaug hefur áður verið notuð til að ferja gervihnetti á braut um jörðu og var henni lent aftur. Þetta er í fyrsta sinn sem fyrirtækið endurnýtir eldflaug. Tilgangur þess að endurnýta eldflaugar er að spara verulega við kostnað geimskota og á endanum að koma upp byggð manna á Mars. Eldflaugin sem um ræðir lenti á drónaskipi í Atlantshafinu í apríl í fyrra, eins og sjá má hér að neðan.Allt í allt hefur SpaceX tekist að lenda átta eldflaugum frá því í desember 2015. Þremur á landi og fimm á sjó, samkvæmt frétt Bloomberg. Þeim hefur verið komið fyrir í vöruskemmu í Kaliforníu. Það tók um fjóra mánuði að gera þessa eldflaug klára fyrir annað geimskot, en markmið SpaceX er að stytta það tímabil niður í einn dag. Starfsmenn fyrirtækisins ætla sér að nota geimflaugar eins og flugvélar eru notaðar. Dýrasti hluti geimskota er eldflaugin, sem yfirleitt er hönnuð til þess að brenna upp í gufuhvolfinu. Samkvæmt Business Insider kostar hvert skot Falcon 9 eldflaugar um 62 milljónir dala. Þar af fara um 37 milljónir í byggingu eldflaugarinnar. SpaceX hefur gefið út að viðskiptavinir fyrirtækisins sem notast við notaðar eldflaugar fái um 30 prósenta afslátt.
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira