Ætla að endurnýta fyrstu eldflaugina Samúel Karl Ólason skrifar 24. mars 2017 12:15 Ljósmynd af geimskoti SpaceX tekin yfir ákveðið tímabil. Hún sýnir geimskotið og lendinguna. SpaceX Fyrirtækið SpaceX stefnir að því að brjóta blað í sögu geimkönnunar í næstu viku. Þá verður Falcon 9 eldflaug fyrirtækisins skotið á loft frá Flórída, en sú eldflaug hefur áður verið notuð til að ferja gervihnetti á braut um jörðu og var henni lent aftur. Þetta er í fyrsta sinn sem fyrirtækið endurnýtir eldflaug. Tilgangur þess að endurnýta eldflaugar er að spara verulega við kostnað geimskota og á endanum að koma upp byggð manna á Mars. Eldflaugin sem um ræðir lenti á drónaskipi í Atlantshafinu í apríl í fyrra, eins og sjá má hér að neðan.Allt í allt hefur SpaceX tekist að lenda átta eldflaugum frá því í desember 2015. Þremur á landi og fimm á sjó, samkvæmt frétt Bloomberg. Þeim hefur verið komið fyrir í vöruskemmu í Kaliforníu. Það tók um fjóra mánuði að gera þessa eldflaug klára fyrir annað geimskot, en markmið SpaceX er að stytta það tímabil niður í einn dag. Starfsmenn fyrirtækisins ætla sér að nota geimflaugar eins og flugvélar eru notaðar. Dýrasti hluti geimskota er eldflaugin, sem yfirleitt er hönnuð til þess að brenna upp í gufuhvolfinu. Samkvæmt Business Insider kostar hvert skot Falcon 9 eldflaugar um 62 milljónir dala. Þar af fara um 37 milljónir í byggingu eldflaugarinnar. SpaceX hefur gefið út að viðskiptavinir fyrirtækisins sem notast við notaðar eldflaugar fái um 30 prósenta afslátt. Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Fyrirtækið SpaceX stefnir að því að brjóta blað í sögu geimkönnunar í næstu viku. Þá verður Falcon 9 eldflaug fyrirtækisins skotið á loft frá Flórída, en sú eldflaug hefur áður verið notuð til að ferja gervihnetti á braut um jörðu og var henni lent aftur. Þetta er í fyrsta sinn sem fyrirtækið endurnýtir eldflaug. Tilgangur þess að endurnýta eldflaugar er að spara verulega við kostnað geimskota og á endanum að koma upp byggð manna á Mars. Eldflaugin sem um ræðir lenti á drónaskipi í Atlantshafinu í apríl í fyrra, eins og sjá má hér að neðan.Allt í allt hefur SpaceX tekist að lenda átta eldflaugum frá því í desember 2015. Þremur á landi og fimm á sjó, samkvæmt frétt Bloomberg. Þeim hefur verið komið fyrir í vöruskemmu í Kaliforníu. Það tók um fjóra mánuði að gera þessa eldflaug klára fyrir annað geimskot, en markmið SpaceX er að stytta það tímabil niður í einn dag. Starfsmenn fyrirtækisins ætla sér að nota geimflaugar eins og flugvélar eru notaðar. Dýrasti hluti geimskota er eldflaugin, sem yfirleitt er hönnuð til þess að brenna upp í gufuhvolfinu. Samkvæmt Business Insider kostar hvert skot Falcon 9 eldflaugar um 62 milljónir dala. Þar af fara um 37 milljónir í byggingu eldflaugarinnar. SpaceX hefur gefið út að viðskiptavinir fyrirtækisins sem notast við notaðar eldflaugar fái um 30 prósenta afslátt.
Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira