Ríkið á óbeinan eignarhlut í Marel upp á 24 milljarða Hörður Ægisson skrifar 10. maí 2017 08:00 Árni Oddur Þórðarson er forstjóri Marel en hlutabréfaverð félagsins hefur hækkað um 51 prósent frá áramótum. Óbeinn eignarhlutur Landsbankans og Lindarhvols, eignarhaldsfélags sem heldur utan um stöðugleikaeignir sem voru framseldar til ríkisins, í Marel í gegnum Eyri Invest er metinn samanlagt á ríflega 24 milljarða króna en hlutabréfaverð fyrirtækisins hefur hækkað um 51 prósent frá áramótum. Marel er langsamlega stærsta félagið í Kauphöllinni og nemur markaðsvirði þess um 268 milljörðum. Landsbankinn, sem er nánast alfarið í eigu íslenska ríkisins, fer með yfir 23 prósenta eignarhlut í Eyri Invest en fjárfestingafélagið er stærsti einstaki hluthafi Marels með 27,24 prósent. Þá á félagið einnig um þriðjungshlut í Eyri Sprotum sem fjárfestir í nýsköpunarfyrirtækjum. Í byrjun maí í fyrra setti Landsbankinn allan hlut sinn í Eyri Invest í opið söluferli. Fimm tilboð bárust í hlut bankans í félaginu og var þeim öllum hafnað. Á þeim tíma var óbeinn hlutur bankans í Marel metinn á tæplega 12 milljarða miðað við þáverandi gengi bréfa félagsins. Sá hlutur hefur hins vegar hækkað í virði um meira en fimm milljarða á um einu ári og er markaðsverðmæti hans í dag um 17 milljarðar. Eignarhaldsfélagið Lindarhvoll á tíu prósenta hlut í Eyri Invest en bréfin í fjárfestingafélaginu voru á meðal þeirra eigna sem slitabú gamla Landsbankans (LBI) framseldi til íslenskra stjórnvalda í tengslum við samþykkt nauðasamninga í árslok 2015. Lindarhvoll hefur enn ekki selt neitt af hlut sínum í Eyri Invest og er óbeinn eignarhlutur félagsins í Marel metinn á um 7,3 milljarða. Rekstur Marels hefur gengið afar vel á undanförnum misserum og var 2016 besta ár fyrirtækisins frá upphafi. Hagnaður nam 76 milljónum evra og jókst um þriðjung frá fyrra ári. Þá voru heildartekjur 983 milljónir evra og hækkuðu um meira en 160 milljónir evra á árinu. Fyrsti ársfjórðungur fór einnig vel af stað og skilaði Marel hagnaði upp á 21,3 milljónir evra sem er um 50 prósenta aukning frá sama tímabili í fyrra. Í febrúar síðastliðnum var tilkynnt að Eyrir Invest hefði selt rúmlega tveggja prósenta hlut í Marel til MSD Partners og nam kaupverðið um 4,3 milljörðum. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Óbeinn eignarhlutur Landsbankans og Lindarhvols, eignarhaldsfélags sem heldur utan um stöðugleikaeignir sem voru framseldar til ríkisins, í Marel í gegnum Eyri Invest er metinn samanlagt á ríflega 24 milljarða króna en hlutabréfaverð fyrirtækisins hefur hækkað um 51 prósent frá áramótum. Marel er langsamlega stærsta félagið í Kauphöllinni og nemur markaðsvirði þess um 268 milljörðum. Landsbankinn, sem er nánast alfarið í eigu íslenska ríkisins, fer með yfir 23 prósenta eignarhlut í Eyri Invest en fjárfestingafélagið er stærsti einstaki hluthafi Marels með 27,24 prósent. Þá á félagið einnig um þriðjungshlut í Eyri Sprotum sem fjárfestir í nýsköpunarfyrirtækjum. Í byrjun maí í fyrra setti Landsbankinn allan hlut sinn í Eyri Invest í opið söluferli. Fimm tilboð bárust í hlut bankans í félaginu og var þeim öllum hafnað. Á þeim tíma var óbeinn hlutur bankans í Marel metinn á tæplega 12 milljarða miðað við þáverandi gengi bréfa félagsins. Sá hlutur hefur hins vegar hækkað í virði um meira en fimm milljarða á um einu ári og er markaðsverðmæti hans í dag um 17 milljarðar. Eignarhaldsfélagið Lindarhvoll á tíu prósenta hlut í Eyri Invest en bréfin í fjárfestingafélaginu voru á meðal þeirra eigna sem slitabú gamla Landsbankans (LBI) framseldi til íslenskra stjórnvalda í tengslum við samþykkt nauðasamninga í árslok 2015. Lindarhvoll hefur enn ekki selt neitt af hlut sínum í Eyri Invest og er óbeinn eignarhlutur félagsins í Marel metinn á um 7,3 milljarða. Rekstur Marels hefur gengið afar vel á undanförnum misserum og var 2016 besta ár fyrirtækisins frá upphafi. Hagnaður nam 76 milljónum evra og jókst um þriðjung frá fyrra ári. Þá voru heildartekjur 983 milljónir evra og hækkuðu um meira en 160 milljónir evra á árinu. Fyrsti ársfjórðungur fór einnig vel af stað og skilaði Marel hagnaði upp á 21,3 milljónir evra sem er um 50 prósenta aukning frá sama tímabili í fyrra. Í febrúar síðastliðnum var tilkynnt að Eyrir Invest hefði selt rúmlega tveggja prósenta hlut í Marel til MSD Partners og nam kaupverðið um 4,3 milljörðum. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira