Viðskipti innlent

Landsbankinn hafnaði öllum tilboðum í Eyri Invest

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Örn Valdimarsson er framkvæmdastjóri Eyris Invest.
Örn Valdimarsson er framkvæmdastjóri Eyris Invest.
Fimm tilboð bárust í hlut Landsbankans í Eyri Invest og var þeim öllum hafnað. Frestur til að skila inn tilboðum rann út á hádegi 1. Júní. Bankinn taldi tilboðin óásættanleg.

Eignarhlutur Landsbankans í félaginu verður áfram til sölu og bankinn tekur á móti tilboðum sem eru til samræmis við skilmála sem birtir verða á heimasíðu Landsbankans, frá aðilum sem eru skilgreindir sem hæfir fjárfestar samkvæmt ákvæðum laga um verðbréfaviðskipti.

Landsbankinn hefur ákveðið að taka tilboði Eyris Invest til allra hluthafa um kaup á eigin hlutum í A-flokki á genginu 27,0 krónur á hlut. Tilboð Eyris um kaup á eigin hlutum er í samræmi við heimild til stjórnar félagsins sem samþykkt var á aðalfundi félagsins þann 18. maí sl.

Söluandvirði þeirra hluta í Eyri sem Landsbankinn hefur ákveðið að selja samkvæmt tilboðinu er tæplega 454 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×