KA varð aftur KA á fimmtán ára meistaraafmælinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2017 16:30 Atli Hilmarsson þjálfaði KA árið 2002 og fagnar hér titlinum í leikslok með fyrirliðanum Sævari Árnasyni og Jóhanni Gunnari Jóhannssyni. Vísir/Hilmar Þór KA spilar aftur undir eigin nafni í karlahandboltanum næsta vetur en þetta varð ljóst eftir viðræður milli ÍBA, KA og Þórs. Félögin þrjú sendu frá sér yfirlýsingu í dag um enda samstarfsins. KA-menn hafa verið ásamt Þór hluti af Akureyrarliðinu sem hefur spilað í efstu deild frá 2006 en féll úr deildinni í vor. Tilkynningin um endalok Akureyrarliðsins kemur á merkilegum degi í sögu handboltans á Akureyri. 10. maí 2002 urðu KA-menn nefnilega Íslandsmeistarar í seinni skiptið eftir 24-21 sigur í Val í hreinum úrslitaleik á Hlíðarenda. Valsmenn komust 2-0 yfir í einvíginu en KA vann þrjá síðustu leikina og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Í dag voru liðin fimmtán ár frá þessum magnaða leik sem var spilaður fyrir framan troðfullt hús á Hlíðarenda. Hér má finna frétt um meistaraliðið frá 2002 og þar með einnig finna myndband úr leikjum KA og Vals vorið 2002. „Það sem gerir þennan titil enn merkilegri er að lið KA hafði endað í 5. sæti í Deildarkeppninni þetta tímabilið og hafði því ekki heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. Í undanúrslitum keppninnar sópaði liðið út ríkjandi Íslands-, bikar og deildarmeisturum Hauka sem hafði ekki tapað á heimavelli allt tímabilið. KA liðið sópaði einnig út liði Gróttu/KR í 8-liða úrslitunum,“ segir í frétt um meistaraafmælið á heimasíðu KA í dag. Halldór Jóhann Sigfússon, núverandi þjálfari FH-liðsins, var markahæsti leikmaður KA-liðsins í lokaúrslitaeinvíginu með 39 mörk í leikjunum fimm eða 7,8 mörk að meðaltali í leik. Í kvöld leikur FH-liðið einmitt fyrsta leik sinn í úrslitaeinvíginu 2017 á móti Val. Halldór Jóhann vann Val fyrir fimmtán árum og stefnir á að endurtakaleikinn núna. Íslandsmeistarar KA í handknattleik árið 2002 voru: Andrius Stelmokas, Arnar Sæþórsson, Árni Björn Þórarinsson, Arnór Atlason, Baldvin Þorsteinsson, Egidijus Petkevicius, Einar Logi Friðjónsson, Haddur Stefánsson, Halldór Jóhann Sigfússon, Hans Hreinsson, Heiðmar Felixson, Heimir Örn Árnason, Hreinn Hauksson, Ingólfur Axelsson, Jóhann Gunnar Jóhannsson, Jóhannes Ólafur Jóhanneesson, Jónatan Magnússon, Kári Garðarsson, Sævar Árnason. Atli Hilmarsson var þjálfari liðsins og Friðrik Sæmundur Sigfússon liðsstjóri.Mörk liðsins í úrslitaeinvíginu á móti Val 2002 skoruðu: Halldór Jóhann Sigfússon 39 Andrius Stelmokas 21 Heimir Örn Árnason 13 Heiðmar Felixson 11 Sævar Árnason 10 Jóhann Gunnar Jóhannsson 8 Baldvin Þorsteinsson 6 Jónatan Þór Magnússon 5 Einar Logi Friðjónsson 4 Egidijus Petkevicius varði mjög vel í markinu þar á meðal sjö vítaköst í leikjunum fimm. Olís-deild karla Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Sjá meira
KA spilar aftur undir eigin nafni í karlahandboltanum næsta vetur en þetta varð ljóst eftir viðræður milli ÍBA, KA og Þórs. Félögin þrjú sendu frá sér yfirlýsingu í dag um enda samstarfsins. KA-menn hafa verið ásamt Þór hluti af Akureyrarliðinu sem hefur spilað í efstu deild frá 2006 en féll úr deildinni í vor. Tilkynningin um endalok Akureyrarliðsins kemur á merkilegum degi í sögu handboltans á Akureyri. 10. maí 2002 urðu KA-menn nefnilega Íslandsmeistarar í seinni skiptið eftir 24-21 sigur í Val í hreinum úrslitaleik á Hlíðarenda. Valsmenn komust 2-0 yfir í einvíginu en KA vann þrjá síðustu leikina og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Í dag voru liðin fimmtán ár frá þessum magnaða leik sem var spilaður fyrir framan troðfullt hús á Hlíðarenda. Hér má finna frétt um meistaraliðið frá 2002 og þar með einnig finna myndband úr leikjum KA og Vals vorið 2002. „Það sem gerir þennan titil enn merkilegri er að lið KA hafði endað í 5. sæti í Deildarkeppninni þetta tímabilið og hafði því ekki heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. Í undanúrslitum keppninnar sópaði liðið út ríkjandi Íslands-, bikar og deildarmeisturum Hauka sem hafði ekki tapað á heimavelli allt tímabilið. KA liðið sópaði einnig út liði Gróttu/KR í 8-liða úrslitunum,“ segir í frétt um meistaraafmælið á heimasíðu KA í dag. Halldór Jóhann Sigfússon, núverandi þjálfari FH-liðsins, var markahæsti leikmaður KA-liðsins í lokaúrslitaeinvíginu með 39 mörk í leikjunum fimm eða 7,8 mörk að meðaltali í leik. Í kvöld leikur FH-liðið einmitt fyrsta leik sinn í úrslitaeinvíginu 2017 á móti Val. Halldór Jóhann vann Val fyrir fimmtán árum og stefnir á að endurtakaleikinn núna. Íslandsmeistarar KA í handknattleik árið 2002 voru: Andrius Stelmokas, Arnar Sæþórsson, Árni Björn Þórarinsson, Arnór Atlason, Baldvin Þorsteinsson, Egidijus Petkevicius, Einar Logi Friðjónsson, Haddur Stefánsson, Halldór Jóhann Sigfússon, Hans Hreinsson, Heiðmar Felixson, Heimir Örn Árnason, Hreinn Hauksson, Ingólfur Axelsson, Jóhann Gunnar Jóhannsson, Jóhannes Ólafur Jóhanneesson, Jónatan Magnússon, Kári Garðarsson, Sævar Árnason. Atli Hilmarsson var þjálfari liðsins og Friðrik Sæmundur Sigfússon liðsstjóri.Mörk liðsins í úrslitaeinvíginu á móti Val 2002 skoruðu: Halldór Jóhann Sigfússon 39 Andrius Stelmokas 21 Heimir Örn Árnason 13 Heiðmar Felixson 11 Sævar Árnason 10 Jóhann Gunnar Jóhannsson 8 Baldvin Þorsteinsson 6 Jónatan Þór Magnússon 5 Einar Logi Friðjónsson 4 Egidijus Petkevicius varði mjög vel í markinu þar á meðal sjö vítaköst í leikjunum fimm.
Olís-deild karla Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Sjá meira