
Hrútar og Gróur á Leiti?
Þannig mátti lesa í ónefndum fjölmiðli 18. apríl sl.:
„... a.m.k. tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem báðir tengjast fyrirtækjum í ferðaþjónustunni, ætla ekki að samþykkja fjármálaáætlunina nema áform um skattahækkanir á ferðaþjónustu verði endurskoðuð. Þetta eru þau Njáll Trausti Friðbertsson, sem er hluthafi í fyrirtæki sem leigir út orlofshús til ferðamanna á Akureyri, og Valgerður Gunnarsdóttir, en synir hennar reka gistiþjónustu á Norðurlandi.“
Í á öldum ljósvakans mátti þann 22. apríl sl., heyra eftirfarandi:
„… Það eru fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem að styðja ekki hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu úr 11% í 24%, sem sagt í þetta almenna þrep, það eru þá Valgerður Gunnarsdóttir (…) einhver þeirra eiga sjálf hagsmuna að gæta … Synir Valgerðar reka ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi …“
Það skiptir í sjálfu sér ekki máli, hvaða fréttamenn eiga hér í hlut; en vegna hinnar almennu umræðu um frétta- og blaðamennsku má íhuga þessi orð og hvað þau fela í sér.
Hingað til hafa fréttamenn ekki dregið í efa afstöðu þingmanna í hinum og þessum málefnum þótt þeir hinir sömu hafi haft augljósra hagsmuna að gæta. Hafa ekki útgerðarmenn setið á þingi án þess að það væri sérstaklega haft til marks um að draga mætti í efa afstöðu þeirra til málefna sjávarútvegs? Nú, eða allir bændurnir á þingi sem fjallað hafa hiklaust um landbúnaðinn? Þeir ættu þá að hafa verið dregnir í efa fyrir það eitt að vera bændur!
Hvorugum fréttamanninum sem vitnað er til hér að ofan dettur í hug að þeim þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, sem nefndir eru í tilvitnunum, þyki miður að flokksforysta þeirra og samstarfsmenn í ríkisstjórn skuli ganga í berhögg við kosningaloforð! Það væri þó ekkert ósennileg skýring á afstöðu þeirra. Nei, það eru hagsmuna- og fjölskylduástæður, sem tíndar eru til, án þess að minnsta ástæða sé til! Þessir þingmenn skulu grunaðir um að ganga eigin erinda og gæta ekki hagsmuna kjósenda sinna eða almennings. Ég veit ekki hvað kalla skal slíka fréttamennsku, en hún fer nálægt aðferðafræði Gróu á Leiti.
En hér er líka mishátt reitt til höggs. Mér er til efs að fréttamennirnir, karlmenn báðir tveir, geri sér einu sinni grein fyrir því. Ég ætla þeim ekki svo illt að vera meðvitaðir um hvað þeir eru að gera í raun, en svona er myndin máluð upp: Njáll Trausti er „hluthafi“ í fyrirtæki. Valgerður Gunnarsdóttir er „móðir“. Lágkúrulegra verður það varla, enda á þessi retórík sér rætur í aldagömlu karlasamfélagi, sem ætti að vera búið að henda út á hauga fyrir löngu.
Fréttamennirnir báðir spá í afstöðu Valgerðar Gunnarsdóttur út frá því sjónarmiði að synir hennar reka ferðaþjónustufyrirtæki. Í skjóli fréttamannstitils er dylgjað að Valgerður hugsi sem móðir og það í hagsmunamáli sem varðar hag og lífsvon heillar atvinnugreinar, svo ekki sé minnst á byggðasjónarmið.
Það er nærtækt að grípa til nýyrðis Hallgríms Helgasonar og kalla þetta hrútskýringu. Hrútafréttamennsku. Ljóst er að karlasamfélagið er ekki liðið undir lok þegar draugar þess og mórar ná að éta sig svona illilega inn í saklausar fréttamannssálir. Þær verða að passa sig.
Gróa á Leiti og hrútar eiga ekki heima í fjölmiðlum. Fréttamenn verða að standa undir nafni og vanda vinnubrögðin, annars er í voða teflt skynsamlegri umræðu um þjóðmál og stjórnmál.
Skoðun

Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún?
Einar Ólafsson skrifar

Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi!
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Lýðheilsan að veði?
Willum Þór Þórsson skrifar

Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi
Ian McDonald skrifar

Hverjir eru komnir með nóg?
Nichole Leigh Mosty skrifar

Að leigja okkar eigin innviði
Halldóra Mogensen skrifar

Málþóf sem valdníðsla
Einar G. Harðarson skrifar

Klaufaskapur og reynsluleysi?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ertu bitur?
Björn Leví Gunnarsson skrifar

Er hægt að læra af draumum?
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Afstæði Ábyrgðar
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Fjárhagslegt virði vörumerkja
Elías Larsen skrifar

Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn?
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

Þið voruð í partýinu líka!
Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar

Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi?
Helen Ólafsdóttir skrifar

Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna
Viðar Hreinsson skrifar

Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu
Abdullah Shihab Wahid skrifar

Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki
Mouna Nasr skrifar

Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins
Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar

Þetta er allt hinum að kenna!
Helgi Brynjarsson skrifar

Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna
Heimir Már Pétursson skrifar

Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Opið bréf til fullorðna fólksins
Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar

Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega?
Dagbjört Hákonardóttir skrifar

Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar
Gunnar Þór Jónsson skrifar