Viðskipti innlent

Krónan ekki verið sterkari síðan í júlí 2008

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Krónan hefur styrkst nokkuð rösklega í þessari viku.
Krónan hefur styrkst nokkuð rösklega í þessari viku. vísir/valli
Íslenska gengisvísitalan fór niður fyrir 153 stig í morgun og hefur ekki farið lægra síðan í júlí 2008. Þetta þýðir að íslenska krónan hefur ekki verið sterkari síðan þá en gengisvísitala mælir breytingar á gengi krónunnar að teknu tilliti til vægis einstakra gjaldmiðla í inn- og útflutningi landsins.

Krónan hefur því ekki veikst eins og einhverjir vonuðust eflaust til að myndi gerast í kjölfar þess að fjármagnshöftum var að mestu aflétt þann 13. mars síðastliðinn. Krónan veiktist vissulega nokkuð á fyrstu vikunum eftir haftarýmkunina en frá því í byrjun apríl má segja að hún hafi styrkst jafnt og þétt og nokkuð rösklega í þessari viku.

 

Er þetta í takt við það sem sérfræðingar töldu að myndi gerast en í fréttum Stöðvar 2 þann 14. mars kom fram að þeir töldu frekar að krónan myndi styrkjast á næstu mánuðum og þá meðal annars vegna mikillar fjölgunar erlendra ferðamanna hér á landi.

Ekkert lát er á þeirri fjölgun og sést best á því að í ár er því spáð að hingað komi allt að 2,3 milljónir ferðamanna í ár sem yrði metfjöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×