Rúmlega 20 milljarða króna hagnaður vegna sölu á Invent Farma Hörður Ægisson skrifar 4. október 2017 08:30 Friðrik Steinn Kristjánsson, stofnandi Invent Farma. Bókfærður hagnaður vegna sölu á spænska lyfjafyrirtækinu Invent Farma, sem var nánast að fullu í eigu íslenskra fjárfesta, nam rúmlega 158 milljónum evra, jafnvirði um 21 milljarði króna. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Invent Invest ehf., móðurfélag Invent Farma og dótturfélaga, en gengið var frá sölu á öllu hlutafé fyrirtækisins í júlí 2016 fyrir um 214 milljónir evra, eða sem nemur um 29 milljörðum króna á þáverandi gengi. Stærstu hluthafar við sölu Invent Farma voru Framtakssjóður Íslands með 38 prósenta hlut, Silfurberg, félag í eigu Friðriks Steins Kristjánssonar, stofnanda fyrirtækisins, með 27 prósent og þá átti framtakssjóðurinn Horn II ásamt meðfjárfestum tæplega 17 prósenta hlut. Auk þess að hafa hagnast verulega á sölu Invent Farma, en kaupendur að fyrirtækinu voru erlendir fjárfestingasjóðir, leiddir af ráðgjafafyrirtækinu Apax Partners, þá hafa íslenskir fjárfestar fengið greiddan arð úr félaginu fyrir tugi milljóna evra á undanförnum árum. Þeir fjármunir sem fengust við söluna voru greiddir út að stærstum hluta til fjárfestanna í apríl á þessu ári. Söluandvirðinu í evrum var að mestu skipt yfir í krónur skömmu eftir að salan kláraðist fyrir rúmlega ári síðan og því urðu þeir ekki fyrir gengistapi vegna styrkingar krónunnar. Gjaldeyrinn sem fékkst við söluna var að miklu leyti skilaskyldur, samkvæmt heimildum Markaðarins. Invent Farma er á meðal tíu stærstu samheitalyfjaframleiðenda á Spáni og í fyrra nam heildarvelta fyrirtækisins jafnvirði um 13 milljarða króna. Invent Farma á rætur að rekja til kaupa íslenskra fjárfesta, undir forystu Friðriks Steins, á lyfjaverksmiðju á Spáni 2004. Sumarið 2013 seldu flestir þáverandi íslensku hluthafar Invent Farma, utan Friðriks Steins, samtals 61 prósent hlut í lyfjafyrirtækinu til annars vegar Framtakssjóðs Íslands (38%) og hins vegar Burðaráss eignarhaldsfélags (23%), þá framtakssjóður í eigu Straums fjárfestingabanka, fyrir ríflega tíu milljarða. Burðarás seldi ári síðar nánast allan eignarhlut sinn í Invent Farma, eða um 21,7 prósent hlut, fyrir 4,1 milljarð króna. Horn II ásamt meðfjárfestum keypti þann eignarhlut að stærstum hluta – samtals 16,8 prósent – í gegnum IF hlutafélag. Á meðal annarra stórra íslenskra hluthafa við sölu Invent Farma var félag í eigu hjónanna Finns Reys Stefánssonar og Steinunnar Jónsdóttur, og tryggingafélögin Sjóvá og VÍS.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Bókfærður hagnaður vegna sölu á spænska lyfjafyrirtækinu Invent Farma, sem var nánast að fullu í eigu íslenskra fjárfesta, nam rúmlega 158 milljónum evra, jafnvirði um 21 milljarði króna. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Invent Invest ehf., móðurfélag Invent Farma og dótturfélaga, en gengið var frá sölu á öllu hlutafé fyrirtækisins í júlí 2016 fyrir um 214 milljónir evra, eða sem nemur um 29 milljörðum króna á þáverandi gengi. Stærstu hluthafar við sölu Invent Farma voru Framtakssjóður Íslands með 38 prósenta hlut, Silfurberg, félag í eigu Friðriks Steins Kristjánssonar, stofnanda fyrirtækisins, með 27 prósent og þá átti framtakssjóðurinn Horn II ásamt meðfjárfestum tæplega 17 prósenta hlut. Auk þess að hafa hagnast verulega á sölu Invent Farma, en kaupendur að fyrirtækinu voru erlendir fjárfestingasjóðir, leiddir af ráðgjafafyrirtækinu Apax Partners, þá hafa íslenskir fjárfestar fengið greiddan arð úr félaginu fyrir tugi milljóna evra á undanförnum árum. Þeir fjármunir sem fengust við söluna voru greiddir út að stærstum hluta til fjárfestanna í apríl á þessu ári. Söluandvirðinu í evrum var að mestu skipt yfir í krónur skömmu eftir að salan kláraðist fyrir rúmlega ári síðan og því urðu þeir ekki fyrir gengistapi vegna styrkingar krónunnar. Gjaldeyrinn sem fékkst við söluna var að miklu leyti skilaskyldur, samkvæmt heimildum Markaðarins. Invent Farma er á meðal tíu stærstu samheitalyfjaframleiðenda á Spáni og í fyrra nam heildarvelta fyrirtækisins jafnvirði um 13 milljarða króna. Invent Farma á rætur að rekja til kaupa íslenskra fjárfesta, undir forystu Friðriks Steins, á lyfjaverksmiðju á Spáni 2004. Sumarið 2013 seldu flestir þáverandi íslensku hluthafar Invent Farma, utan Friðriks Steins, samtals 61 prósent hlut í lyfjafyrirtækinu til annars vegar Framtakssjóðs Íslands (38%) og hins vegar Burðaráss eignarhaldsfélags (23%), þá framtakssjóður í eigu Straums fjárfestingabanka, fyrir ríflega tíu milljarða. Burðarás seldi ári síðar nánast allan eignarhlut sinn í Invent Farma, eða um 21,7 prósent hlut, fyrir 4,1 milljarð króna. Horn II ásamt meðfjárfestum keypti þann eignarhlut að stærstum hluta – samtals 16,8 prósent – í gegnum IF hlutafélag. Á meðal annarra stórra íslenskra hluthafa við sölu Invent Farma var félag í eigu hjónanna Finns Reys Stefánssonar og Steinunnar Jónsdóttur, og tryggingafélögin Sjóvá og VÍS.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira