Logi: Maður æfir alla ævi fyrir þetta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2017 08:45 Logi Gunnarsson, leikjahæsti landsliðsmaður Íslands á Eurobasket í ár er klár í fyrsta leikinn á móti Grikkjum í dag. „Við áttum góða æfingu í morgun þar sem við fórum yfir ákveðna hluti sem við ætlum að gera gegn Grikkjunum. Svo erum við aftur á æfingu í kvöld þar sem við förum í skot og líka smá taktík en við erum vel undirbúnir," sagði reynsluboltinn Logi Gunnarsson í samtali við Arnar Björnsson. Grikkir eru tvöfaldir Evrópumeistarar og lið sem oftast langt í Evrópukeppninni. Er hægt að vinna þetta gríska lið? „Já við viljum meina það. Eins og við höfum alltaf gert og gerðum á síðasta móti þurfum við að vera ákveðnir og spila kröftugan bolta því að þá er allt mögulegt. Við trúum því að við getum unnið þessar þjóðir sem við erum að mæta,“ sagði Logi. Hver er munurinn á þessu Evrópumóti og fyrir tveimur árum í Berlín? „Við höldum þessari sömu taktík, þessari ákefð í vörninni og erum að tvöfalda mikið eins og við höfum verið að gera á þessar stærri þjóðir. Þeir eru ekki vanir því eru vanari því að vera að spila á móti leikmönnum sem eru jafn stórir. Við höldum þeirri taktík áfram og erum með pressu á boltann og látum mótherjana finna svolítið fyrir því. Þeim finnst óþægilegt að vera með boltann og marga leikmenn í kringum sig. Það er svona okkar taktík,“ sagði Logi. Logi er sammála því að andlegi þátturinn sé öðruvísi núna en hann var fyrir tveimur árum? „Já ég held það. Auðvitað að þegar maður er búinn að gera eitthvað einu sinni þá er það öðruvísi að gera það í annað skiptið. Það er meiri ró yfir okkur og ekki eins mikil spenna. Maður er búinn að spila við þessar stjörnur einu sinni. Þó maður verði að halda í þessa spennu og ákefð og vera spenntur fyrir verkefninu þá er ákveðin ró yfir okkur miðað við að vera að gera þetta í fyrsta skiptið“. Er þetta gaman? „Þetta er náttúrulega það skemmtilegasta sem þú gerir og maður æfir alla ævi fyrir þetta,“ sagði Logi að lokum. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Sjá meira
Logi Gunnarsson, leikjahæsti landsliðsmaður Íslands á Eurobasket í ár er klár í fyrsta leikinn á móti Grikkjum í dag. „Við áttum góða æfingu í morgun þar sem við fórum yfir ákveðna hluti sem við ætlum að gera gegn Grikkjunum. Svo erum við aftur á æfingu í kvöld þar sem við förum í skot og líka smá taktík en við erum vel undirbúnir," sagði reynsluboltinn Logi Gunnarsson í samtali við Arnar Björnsson. Grikkir eru tvöfaldir Evrópumeistarar og lið sem oftast langt í Evrópukeppninni. Er hægt að vinna þetta gríska lið? „Já við viljum meina það. Eins og við höfum alltaf gert og gerðum á síðasta móti þurfum við að vera ákveðnir og spila kröftugan bolta því að þá er allt mögulegt. Við trúum því að við getum unnið þessar þjóðir sem við erum að mæta,“ sagði Logi. Hver er munurinn á þessu Evrópumóti og fyrir tveimur árum í Berlín? „Við höldum þessari sömu taktík, þessari ákefð í vörninni og erum að tvöfalda mikið eins og við höfum verið að gera á þessar stærri þjóðir. Þeir eru ekki vanir því eru vanari því að vera að spila á móti leikmönnum sem eru jafn stórir. Við höldum þeirri taktík áfram og erum með pressu á boltann og látum mótherjana finna svolítið fyrir því. Þeim finnst óþægilegt að vera með boltann og marga leikmenn í kringum sig. Það er svona okkar taktík,“ sagði Logi. Logi er sammála því að andlegi þátturinn sé öðruvísi núna en hann var fyrir tveimur árum? „Já ég held það. Auðvitað að þegar maður er búinn að gera eitthvað einu sinni þá er það öðruvísi að gera það í annað skiptið. Það er meiri ró yfir okkur og ekki eins mikil spenna. Maður er búinn að spila við þessar stjörnur einu sinni. Þó maður verði að halda í þessa spennu og ákefð og vera spenntur fyrir verkefninu þá er ákveðin ró yfir okkur miðað við að vera að gera þetta í fyrsta skiptið“. Er þetta gaman? „Þetta er náttúrulega það skemmtilegasta sem þú gerir og maður æfir alla ævi fyrir þetta,“ sagði Logi að lokum.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Sjá meira