Tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti aldrei hærri Kristinn Ingi Jónsson skrifar 28. desember 2017 06:00 Tekjur ríkisins af tekjuskatti fyrirtækja hafa aldrei verið hærri en á síðasta ári. 80,5 milljarðar króna voru lagðir á fyrirtæki í tekjuskatt á árinu sem er rúmum átta prósentum meira en árið 2007 þegar tekjuskatturinn nam 74,4 milljörðum. Þá voru launagreiðslur fyrirtækja og stofnana á síðasta ári í fyrsta sinn hærri en þær voru árið 2007 og hafa þær aldrei verið eins háar. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í grein Páls Kolbeins rekstrarhagfræðings í nýjasta tölublaði Tíundar, fréttablaðs Ríkisskattstjóra. Segir hann niðurstöður álagningar opinberra gjalda vegna síðasta árs vera „órækan vitnisburð þeirrar grósku“ sem landsmenn nutu á árinu. „Það er engum blöðum um það að fletta að nú ríkir góðæri á Íslandi,“ segir hann.Páll Kolbeins, rekstrarhagfræðingurPáll tekur fram að tekjur ríkisins af tekjuskatti, sem lagður er á hagnað fyrirtækja, hafi hækkað mikið frá árinu 2009 eftir að hafa lækkað verulega í kjölfar falls fjármálakerfisins haustið 2008. Nemur hækkunin alls um 44 milljörðum króna, eða 120,5 prósentum. Annars vegar hafi skatthlutfall hlutafélaga hækkað úr 15 prósentum árið 2010 í 20 prósent árið 2012, eða um þriðjung á tveimur árum, og hins vegar hafi tekjur og hagnaður fyrirtækja stóraukist á síðustu árum og því hafi tekjur af skattinum hækkað. Á sama tíma, frá 2009 til 2016, hefur tekjuskattsstofninn vaxið, að sögn Páls, um tæplega 151 milljarð, eða 64 prósent. Hann nefnir að ef tekjuskattur hefði verið 15,4 prósent í álagningunni nú, eins og hann var að jafnaði af tekjum ársins 2009, þá hefði hann skilað ríkinu tæpum 20,7 milljörðum á þessu ári umfram það sem hefði verið ef skatturinn hefði verið óbreyttur frá árinu 2009. Fram kemur í grein Páls að fá fyrirtæki greiði bróðurpart alls tekjuskatts. Til marks um það greiddu aðeins 80 fyrirtæki meira en hundrað milljónir hvert í tekjuskatt af hagnaði síðasta árs, en tæpir 44,9 milljarðar voru lagðir á umrædd fyrirtæki, eða um 56 prósent heildarálagningarinnar. Þá greiddu sjö fyrirtæki meira en milljarð í tekjuskatt. Þó svo að tiltölulega fá fyrirtæki greiði stærstan hluta tekjuskatts hefur lögaðilum á skattskrá fjölgað verulega frá hruni. Alls fjölgaði tekjuskattsskyldum lögaðilum um 2.081 í fyrra og hefur þeim ekki fjölgað jafn mikið á einu ári frá árinu 2007. Í grein Páls er tekið fram að fyrirtæki og stofnanir hafi greitt 1.231 milljarð króna í laun á síðasta ári. Hafa launagreiðslurnar aldrei verið hærri. Raunvirði launagreiðslna í landinu var tæpum 64,5 milljörðum hærra í fyrra en árið 2007 þegar greiðslurnar námu um 1.160 milljörðum. Raunvirði launa rýrnaði umtalsvert í kjölfar fjármálahrunsins árið 2008 þegar atvinna þvarr og krónan féll í virði, að sögn Páls, en frá árinu 2010 hafa launagreiðslurnar hækkað um hátt í 330 milljarða króna. Páll vekur athygli á því að launagreiðslur í atvinnugreinum sem tengjast ferðaþjónustu hafi hækkað umtalsvert, eða allt að 97 prósent, á síðasta ári. Eftir sem áður greiddu ríki og sveitarfélög, í atvinnugreininni, hvað hæstu fjárhæðina í laun eða ríflega 301 milljarð sem er um 24,5 prósent launa í landinu. Þar á eftir komu fyrirtæki í atvinnugreininni sem greiddu um 39,5 milljarða í laun. Birtist í Fréttablaðinu Skattar og tollar Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
Tekjur ríkisins af tekjuskatti fyrirtækja hafa aldrei verið hærri en á síðasta ári. 80,5 milljarðar króna voru lagðir á fyrirtæki í tekjuskatt á árinu sem er rúmum átta prósentum meira en árið 2007 þegar tekjuskatturinn nam 74,4 milljörðum. Þá voru launagreiðslur fyrirtækja og stofnana á síðasta ári í fyrsta sinn hærri en þær voru árið 2007 og hafa þær aldrei verið eins háar. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í grein Páls Kolbeins rekstrarhagfræðings í nýjasta tölublaði Tíundar, fréttablaðs Ríkisskattstjóra. Segir hann niðurstöður álagningar opinberra gjalda vegna síðasta árs vera „órækan vitnisburð þeirrar grósku“ sem landsmenn nutu á árinu. „Það er engum blöðum um það að fletta að nú ríkir góðæri á Íslandi,“ segir hann.Páll Kolbeins, rekstrarhagfræðingurPáll tekur fram að tekjur ríkisins af tekjuskatti, sem lagður er á hagnað fyrirtækja, hafi hækkað mikið frá árinu 2009 eftir að hafa lækkað verulega í kjölfar falls fjármálakerfisins haustið 2008. Nemur hækkunin alls um 44 milljörðum króna, eða 120,5 prósentum. Annars vegar hafi skatthlutfall hlutafélaga hækkað úr 15 prósentum árið 2010 í 20 prósent árið 2012, eða um þriðjung á tveimur árum, og hins vegar hafi tekjur og hagnaður fyrirtækja stóraukist á síðustu árum og því hafi tekjur af skattinum hækkað. Á sama tíma, frá 2009 til 2016, hefur tekjuskattsstofninn vaxið, að sögn Páls, um tæplega 151 milljarð, eða 64 prósent. Hann nefnir að ef tekjuskattur hefði verið 15,4 prósent í álagningunni nú, eins og hann var að jafnaði af tekjum ársins 2009, þá hefði hann skilað ríkinu tæpum 20,7 milljörðum á þessu ári umfram það sem hefði verið ef skatturinn hefði verið óbreyttur frá árinu 2009. Fram kemur í grein Páls að fá fyrirtæki greiði bróðurpart alls tekjuskatts. Til marks um það greiddu aðeins 80 fyrirtæki meira en hundrað milljónir hvert í tekjuskatt af hagnaði síðasta árs, en tæpir 44,9 milljarðar voru lagðir á umrædd fyrirtæki, eða um 56 prósent heildarálagningarinnar. Þá greiddu sjö fyrirtæki meira en milljarð í tekjuskatt. Þó svo að tiltölulega fá fyrirtæki greiði stærstan hluta tekjuskatts hefur lögaðilum á skattskrá fjölgað verulega frá hruni. Alls fjölgaði tekjuskattsskyldum lögaðilum um 2.081 í fyrra og hefur þeim ekki fjölgað jafn mikið á einu ári frá árinu 2007. Í grein Páls er tekið fram að fyrirtæki og stofnanir hafi greitt 1.231 milljarð króna í laun á síðasta ári. Hafa launagreiðslurnar aldrei verið hærri. Raunvirði launagreiðslna í landinu var tæpum 64,5 milljörðum hærra í fyrra en árið 2007 þegar greiðslurnar námu um 1.160 milljörðum. Raunvirði launa rýrnaði umtalsvert í kjölfar fjármálahrunsins árið 2008 þegar atvinna þvarr og krónan féll í virði, að sögn Páls, en frá árinu 2010 hafa launagreiðslurnar hækkað um hátt í 330 milljarða króna. Páll vekur athygli á því að launagreiðslur í atvinnugreinum sem tengjast ferðaþjónustu hafi hækkað umtalsvert, eða allt að 97 prósent, á síðasta ári. Eftir sem áður greiddu ríki og sveitarfélög, í atvinnugreininni, hvað hæstu fjárhæðina í laun eða ríflega 301 milljarð sem er um 24,5 prósent launa í landinu. Þar á eftir komu fyrirtæki í atvinnugreininni sem greiddu um 39,5 milljarða í laun.
Birtist í Fréttablaðinu Skattar og tollar Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira