Borgun hagnaðist um rúma sex milljarða vegna sölunnar á Visa Europe Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. febrúar 2017 19:05 Landsbankinn seldi 31,2 prósenta hlut í Borgun á 2,2 milljarða til hóps fjárfesta og stjórnenda Borgunar í nóvember 2014. Vísir/Anton Brink Kortafyrirtækið Borgun hagnaðist um alls 7,8 milljarða króna á árinu 2016 en þar af komu 6,2 milljarðar vegna sölu Visa Europe til Visa Inc. Hagnaður af reglulegri starfsemi var því 1,6 milljarðar króna en frá þessu var greint á aðalfundi Borgunar í dag. Samþykkt var að greiða 4,7 milljarða í arð til hluthafa félagsins og fer greiðslan fram í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn kemur til framkvæmda í þessum mánuði og seinni hlutinn ekki síðar en eftir sex mánuði. Í fyrra hagnaðist Borgun um tæpa sjö milljarða króna og var meirihluti hagnaðarins þá einnig tilkominn vegna yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe. Mikið hefur verið fjallað um málefni Borgunar í fjölmiðlum, ekki hvað síst í tengslum við sölu Landsbankans á hlut sínum í fyrirtækinu árið 2014 en við söluna, sem fram fór í lokuðu ferli, var ekki tekið tillit til mögulegrar hagnaðarvonar Borgunar vegna sölunnar á Visa Europe til Visa Inc. Má því telja víst að hærra verð hefði fengist fyrir hlutinn ef yfirtaka Visa Inc. á Visa Europe hefði verið tekin með í reikninginn. Hefur Landsbankinn höfðað mál vegna sölunnar. Í tilkynningu frá Borgun vegna afkomu seinasta árs segir að meirihluti þjónustutekna fyrirtækisins komi frá alþjóðasviði „þar sem vöxtur félagsins hefur verið mestur. Mikil aukning varð á árinu í færsluhirðingu erlendis, svo sem í Bretlandi, Ungverjalandi og Tékklandi og eru erlendir viðskiptavinir Borgunar hf. í þessum löndum nú þegar orðnir fleiri en íslenskir viðskiptavinir.“ Helstu eigendur Borgunar eru Íslandsbanki með tæplega 63 prósent eignarhlut, Eignarhaldsfélagið Borgun með um tæp 34 prósent og aðrir hluthafar með rétt um fjögur prósent eignarhlut. Tengdar fréttir Vilhjálmur segir arðgreiðslur Borgunar staðfesta klúður Landsbankans Með arðgreiðslum í ár hafa kaupendur á hlut bankans fengið kaupverðið allt til baka á tveimur árum. 16. febrúar 2017 13:34 Landsbankinn höfðar mál vegna sölu á hlut í Borgun Landsbankinn hefur stefnt Borgun hf., forstjóra Borgunar hf., BPS ehf. og Eignarhaldsfélaginu Borgun slf. þar sem viðurkenningar á skaðabótaskyldu stefndu er krafist. 30. desember 2016 13:09 Salan á Borgun verstu viðskipti ársins Viðskiptin sjálf áttu sér stað 2014 en eftirmál þeirra litu dagsins ljós á þessu ári sem endaði með skýrslu frá Ríkisendurskoðun. 28. desember 2016 09:45 Mest lesið Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Kortafyrirtækið Borgun hagnaðist um alls 7,8 milljarða króna á árinu 2016 en þar af komu 6,2 milljarðar vegna sölu Visa Europe til Visa Inc. Hagnaður af reglulegri starfsemi var því 1,6 milljarðar króna en frá þessu var greint á aðalfundi Borgunar í dag. Samþykkt var að greiða 4,7 milljarða í arð til hluthafa félagsins og fer greiðslan fram í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn kemur til framkvæmda í þessum mánuði og seinni hlutinn ekki síðar en eftir sex mánuði. Í fyrra hagnaðist Borgun um tæpa sjö milljarða króna og var meirihluti hagnaðarins þá einnig tilkominn vegna yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe. Mikið hefur verið fjallað um málefni Borgunar í fjölmiðlum, ekki hvað síst í tengslum við sölu Landsbankans á hlut sínum í fyrirtækinu árið 2014 en við söluna, sem fram fór í lokuðu ferli, var ekki tekið tillit til mögulegrar hagnaðarvonar Borgunar vegna sölunnar á Visa Europe til Visa Inc. Má því telja víst að hærra verð hefði fengist fyrir hlutinn ef yfirtaka Visa Inc. á Visa Europe hefði verið tekin með í reikninginn. Hefur Landsbankinn höfðað mál vegna sölunnar. Í tilkynningu frá Borgun vegna afkomu seinasta árs segir að meirihluti þjónustutekna fyrirtækisins komi frá alþjóðasviði „þar sem vöxtur félagsins hefur verið mestur. Mikil aukning varð á árinu í færsluhirðingu erlendis, svo sem í Bretlandi, Ungverjalandi og Tékklandi og eru erlendir viðskiptavinir Borgunar hf. í þessum löndum nú þegar orðnir fleiri en íslenskir viðskiptavinir.“ Helstu eigendur Borgunar eru Íslandsbanki með tæplega 63 prósent eignarhlut, Eignarhaldsfélagið Borgun með um tæp 34 prósent og aðrir hluthafar með rétt um fjögur prósent eignarhlut.
Tengdar fréttir Vilhjálmur segir arðgreiðslur Borgunar staðfesta klúður Landsbankans Með arðgreiðslum í ár hafa kaupendur á hlut bankans fengið kaupverðið allt til baka á tveimur árum. 16. febrúar 2017 13:34 Landsbankinn höfðar mál vegna sölu á hlut í Borgun Landsbankinn hefur stefnt Borgun hf., forstjóra Borgunar hf., BPS ehf. og Eignarhaldsfélaginu Borgun slf. þar sem viðurkenningar á skaðabótaskyldu stefndu er krafist. 30. desember 2016 13:09 Salan á Borgun verstu viðskipti ársins Viðskiptin sjálf áttu sér stað 2014 en eftirmál þeirra litu dagsins ljós á þessu ári sem endaði með skýrslu frá Ríkisendurskoðun. 28. desember 2016 09:45 Mest lesið Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Vilhjálmur segir arðgreiðslur Borgunar staðfesta klúður Landsbankans Með arðgreiðslum í ár hafa kaupendur á hlut bankans fengið kaupverðið allt til baka á tveimur árum. 16. febrúar 2017 13:34
Landsbankinn höfðar mál vegna sölu á hlut í Borgun Landsbankinn hefur stefnt Borgun hf., forstjóra Borgunar hf., BPS ehf. og Eignarhaldsfélaginu Borgun slf. þar sem viðurkenningar á skaðabótaskyldu stefndu er krafist. 30. desember 2016 13:09
Salan á Borgun verstu viðskipti ársins Viðskiptin sjálf áttu sér stað 2014 en eftirmál þeirra litu dagsins ljós á þessu ári sem endaði með skýrslu frá Ríkisendurskoðun. 28. desember 2016 09:45
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent