Borgun hagnaðist um rúma sex milljarða vegna sölunnar á Visa Europe Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. febrúar 2017 19:05 Landsbankinn seldi 31,2 prósenta hlut í Borgun á 2,2 milljarða til hóps fjárfesta og stjórnenda Borgunar í nóvember 2014. Vísir/Anton Brink Kortafyrirtækið Borgun hagnaðist um alls 7,8 milljarða króna á árinu 2016 en þar af komu 6,2 milljarðar vegna sölu Visa Europe til Visa Inc. Hagnaður af reglulegri starfsemi var því 1,6 milljarðar króna en frá þessu var greint á aðalfundi Borgunar í dag. Samþykkt var að greiða 4,7 milljarða í arð til hluthafa félagsins og fer greiðslan fram í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn kemur til framkvæmda í þessum mánuði og seinni hlutinn ekki síðar en eftir sex mánuði. Í fyrra hagnaðist Borgun um tæpa sjö milljarða króna og var meirihluti hagnaðarins þá einnig tilkominn vegna yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe. Mikið hefur verið fjallað um málefni Borgunar í fjölmiðlum, ekki hvað síst í tengslum við sölu Landsbankans á hlut sínum í fyrirtækinu árið 2014 en við söluna, sem fram fór í lokuðu ferli, var ekki tekið tillit til mögulegrar hagnaðarvonar Borgunar vegna sölunnar á Visa Europe til Visa Inc. Má því telja víst að hærra verð hefði fengist fyrir hlutinn ef yfirtaka Visa Inc. á Visa Europe hefði verið tekin með í reikninginn. Hefur Landsbankinn höfðað mál vegna sölunnar. Í tilkynningu frá Borgun vegna afkomu seinasta árs segir að meirihluti þjónustutekna fyrirtækisins komi frá alþjóðasviði „þar sem vöxtur félagsins hefur verið mestur. Mikil aukning varð á árinu í færsluhirðingu erlendis, svo sem í Bretlandi, Ungverjalandi og Tékklandi og eru erlendir viðskiptavinir Borgunar hf. í þessum löndum nú þegar orðnir fleiri en íslenskir viðskiptavinir.“ Helstu eigendur Borgunar eru Íslandsbanki með tæplega 63 prósent eignarhlut, Eignarhaldsfélagið Borgun með um tæp 34 prósent og aðrir hluthafar með rétt um fjögur prósent eignarhlut. Tengdar fréttir Vilhjálmur segir arðgreiðslur Borgunar staðfesta klúður Landsbankans Með arðgreiðslum í ár hafa kaupendur á hlut bankans fengið kaupverðið allt til baka á tveimur árum. 16. febrúar 2017 13:34 Landsbankinn höfðar mál vegna sölu á hlut í Borgun Landsbankinn hefur stefnt Borgun hf., forstjóra Borgunar hf., BPS ehf. og Eignarhaldsfélaginu Borgun slf. þar sem viðurkenningar á skaðabótaskyldu stefndu er krafist. 30. desember 2016 13:09 Salan á Borgun verstu viðskipti ársins Viðskiptin sjálf áttu sér stað 2014 en eftirmál þeirra litu dagsins ljós á þessu ári sem endaði með skýrslu frá Ríkisendurskoðun. 28. desember 2016 09:45 Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Fleiri fréttir Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Sjá meira
Kortafyrirtækið Borgun hagnaðist um alls 7,8 milljarða króna á árinu 2016 en þar af komu 6,2 milljarðar vegna sölu Visa Europe til Visa Inc. Hagnaður af reglulegri starfsemi var því 1,6 milljarðar króna en frá þessu var greint á aðalfundi Borgunar í dag. Samþykkt var að greiða 4,7 milljarða í arð til hluthafa félagsins og fer greiðslan fram í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn kemur til framkvæmda í þessum mánuði og seinni hlutinn ekki síðar en eftir sex mánuði. Í fyrra hagnaðist Borgun um tæpa sjö milljarða króna og var meirihluti hagnaðarins þá einnig tilkominn vegna yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe. Mikið hefur verið fjallað um málefni Borgunar í fjölmiðlum, ekki hvað síst í tengslum við sölu Landsbankans á hlut sínum í fyrirtækinu árið 2014 en við söluna, sem fram fór í lokuðu ferli, var ekki tekið tillit til mögulegrar hagnaðarvonar Borgunar vegna sölunnar á Visa Europe til Visa Inc. Má því telja víst að hærra verð hefði fengist fyrir hlutinn ef yfirtaka Visa Inc. á Visa Europe hefði verið tekin með í reikninginn. Hefur Landsbankinn höfðað mál vegna sölunnar. Í tilkynningu frá Borgun vegna afkomu seinasta árs segir að meirihluti þjónustutekna fyrirtækisins komi frá alþjóðasviði „þar sem vöxtur félagsins hefur verið mestur. Mikil aukning varð á árinu í færsluhirðingu erlendis, svo sem í Bretlandi, Ungverjalandi og Tékklandi og eru erlendir viðskiptavinir Borgunar hf. í þessum löndum nú þegar orðnir fleiri en íslenskir viðskiptavinir.“ Helstu eigendur Borgunar eru Íslandsbanki með tæplega 63 prósent eignarhlut, Eignarhaldsfélagið Borgun með um tæp 34 prósent og aðrir hluthafar með rétt um fjögur prósent eignarhlut.
Tengdar fréttir Vilhjálmur segir arðgreiðslur Borgunar staðfesta klúður Landsbankans Með arðgreiðslum í ár hafa kaupendur á hlut bankans fengið kaupverðið allt til baka á tveimur árum. 16. febrúar 2017 13:34 Landsbankinn höfðar mál vegna sölu á hlut í Borgun Landsbankinn hefur stefnt Borgun hf., forstjóra Borgunar hf., BPS ehf. og Eignarhaldsfélaginu Borgun slf. þar sem viðurkenningar á skaðabótaskyldu stefndu er krafist. 30. desember 2016 13:09 Salan á Borgun verstu viðskipti ársins Viðskiptin sjálf áttu sér stað 2014 en eftirmál þeirra litu dagsins ljós á þessu ári sem endaði með skýrslu frá Ríkisendurskoðun. 28. desember 2016 09:45 Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Fleiri fréttir Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Sjá meira
Vilhjálmur segir arðgreiðslur Borgunar staðfesta klúður Landsbankans Með arðgreiðslum í ár hafa kaupendur á hlut bankans fengið kaupverðið allt til baka á tveimur árum. 16. febrúar 2017 13:34
Landsbankinn höfðar mál vegna sölu á hlut í Borgun Landsbankinn hefur stefnt Borgun hf., forstjóra Borgunar hf., BPS ehf. og Eignarhaldsfélaginu Borgun slf. þar sem viðurkenningar á skaðabótaskyldu stefndu er krafist. 30. desember 2016 13:09
Salan á Borgun verstu viðskipti ársins Viðskiptin sjálf áttu sér stað 2014 en eftirmál þeirra litu dagsins ljós á þessu ári sem endaði með skýrslu frá Ríkisendurskoðun. 28. desember 2016 09:45