Borgun hagnaðist um rúma sex milljarða vegna sölunnar á Visa Europe Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. febrúar 2017 19:05 Landsbankinn seldi 31,2 prósenta hlut í Borgun á 2,2 milljarða til hóps fjárfesta og stjórnenda Borgunar í nóvember 2014. Vísir/Anton Brink Kortafyrirtækið Borgun hagnaðist um alls 7,8 milljarða króna á árinu 2016 en þar af komu 6,2 milljarðar vegna sölu Visa Europe til Visa Inc. Hagnaður af reglulegri starfsemi var því 1,6 milljarðar króna en frá þessu var greint á aðalfundi Borgunar í dag. Samþykkt var að greiða 4,7 milljarða í arð til hluthafa félagsins og fer greiðslan fram í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn kemur til framkvæmda í þessum mánuði og seinni hlutinn ekki síðar en eftir sex mánuði. Í fyrra hagnaðist Borgun um tæpa sjö milljarða króna og var meirihluti hagnaðarins þá einnig tilkominn vegna yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe. Mikið hefur verið fjallað um málefni Borgunar í fjölmiðlum, ekki hvað síst í tengslum við sölu Landsbankans á hlut sínum í fyrirtækinu árið 2014 en við söluna, sem fram fór í lokuðu ferli, var ekki tekið tillit til mögulegrar hagnaðarvonar Borgunar vegna sölunnar á Visa Europe til Visa Inc. Má því telja víst að hærra verð hefði fengist fyrir hlutinn ef yfirtaka Visa Inc. á Visa Europe hefði verið tekin með í reikninginn. Hefur Landsbankinn höfðað mál vegna sölunnar. Í tilkynningu frá Borgun vegna afkomu seinasta árs segir að meirihluti þjónustutekna fyrirtækisins komi frá alþjóðasviði „þar sem vöxtur félagsins hefur verið mestur. Mikil aukning varð á árinu í færsluhirðingu erlendis, svo sem í Bretlandi, Ungverjalandi og Tékklandi og eru erlendir viðskiptavinir Borgunar hf. í þessum löndum nú þegar orðnir fleiri en íslenskir viðskiptavinir.“ Helstu eigendur Borgunar eru Íslandsbanki með tæplega 63 prósent eignarhlut, Eignarhaldsfélagið Borgun með um tæp 34 prósent og aðrir hluthafar með rétt um fjögur prósent eignarhlut. Tengdar fréttir Vilhjálmur segir arðgreiðslur Borgunar staðfesta klúður Landsbankans Með arðgreiðslum í ár hafa kaupendur á hlut bankans fengið kaupverðið allt til baka á tveimur árum. 16. febrúar 2017 13:34 Landsbankinn höfðar mál vegna sölu á hlut í Borgun Landsbankinn hefur stefnt Borgun hf., forstjóra Borgunar hf., BPS ehf. og Eignarhaldsfélaginu Borgun slf. þar sem viðurkenningar á skaðabótaskyldu stefndu er krafist. 30. desember 2016 13:09 Salan á Borgun verstu viðskipti ársins Viðskiptin sjálf áttu sér stað 2014 en eftirmál þeirra litu dagsins ljós á þessu ári sem endaði með skýrslu frá Ríkisendurskoðun. 28. desember 2016 09:45 Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira
Kortafyrirtækið Borgun hagnaðist um alls 7,8 milljarða króna á árinu 2016 en þar af komu 6,2 milljarðar vegna sölu Visa Europe til Visa Inc. Hagnaður af reglulegri starfsemi var því 1,6 milljarðar króna en frá þessu var greint á aðalfundi Borgunar í dag. Samþykkt var að greiða 4,7 milljarða í arð til hluthafa félagsins og fer greiðslan fram í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn kemur til framkvæmda í þessum mánuði og seinni hlutinn ekki síðar en eftir sex mánuði. Í fyrra hagnaðist Borgun um tæpa sjö milljarða króna og var meirihluti hagnaðarins þá einnig tilkominn vegna yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe. Mikið hefur verið fjallað um málefni Borgunar í fjölmiðlum, ekki hvað síst í tengslum við sölu Landsbankans á hlut sínum í fyrirtækinu árið 2014 en við söluna, sem fram fór í lokuðu ferli, var ekki tekið tillit til mögulegrar hagnaðarvonar Borgunar vegna sölunnar á Visa Europe til Visa Inc. Má því telja víst að hærra verð hefði fengist fyrir hlutinn ef yfirtaka Visa Inc. á Visa Europe hefði verið tekin með í reikninginn. Hefur Landsbankinn höfðað mál vegna sölunnar. Í tilkynningu frá Borgun vegna afkomu seinasta árs segir að meirihluti þjónustutekna fyrirtækisins komi frá alþjóðasviði „þar sem vöxtur félagsins hefur verið mestur. Mikil aukning varð á árinu í færsluhirðingu erlendis, svo sem í Bretlandi, Ungverjalandi og Tékklandi og eru erlendir viðskiptavinir Borgunar hf. í þessum löndum nú þegar orðnir fleiri en íslenskir viðskiptavinir.“ Helstu eigendur Borgunar eru Íslandsbanki með tæplega 63 prósent eignarhlut, Eignarhaldsfélagið Borgun með um tæp 34 prósent og aðrir hluthafar með rétt um fjögur prósent eignarhlut.
Tengdar fréttir Vilhjálmur segir arðgreiðslur Borgunar staðfesta klúður Landsbankans Með arðgreiðslum í ár hafa kaupendur á hlut bankans fengið kaupverðið allt til baka á tveimur árum. 16. febrúar 2017 13:34 Landsbankinn höfðar mál vegna sölu á hlut í Borgun Landsbankinn hefur stefnt Borgun hf., forstjóra Borgunar hf., BPS ehf. og Eignarhaldsfélaginu Borgun slf. þar sem viðurkenningar á skaðabótaskyldu stefndu er krafist. 30. desember 2016 13:09 Salan á Borgun verstu viðskipti ársins Viðskiptin sjálf áttu sér stað 2014 en eftirmál þeirra litu dagsins ljós á þessu ári sem endaði með skýrslu frá Ríkisendurskoðun. 28. desember 2016 09:45 Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira
Vilhjálmur segir arðgreiðslur Borgunar staðfesta klúður Landsbankans Með arðgreiðslum í ár hafa kaupendur á hlut bankans fengið kaupverðið allt til baka á tveimur árum. 16. febrúar 2017 13:34
Landsbankinn höfðar mál vegna sölu á hlut í Borgun Landsbankinn hefur stefnt Borgun hf., forstjóra Borgunar hf., BPS ehf. og Eignarhaldsfélaginu Borgun slf. þar sem viðurkenningar á skaðabótaskyldu stefndu er krafist. 30. desember 2016 13:09
Salan á Borgun verstu viðskipti ársins Viðskiptin sjálf áttu sér stað 2014 en eftirmál þeirra litu dagsins ljós á þessu ári sem endaði með skýrslu frá Ríkisendurskoðun. 28. desember 2016 09:45