Sorpa þarf að greiða 45 milljónir í sekt fyrir brot á samkeppnislögum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. febrúar 2017 17:26 Málið á rætur að rekja til ársins 2012 en Hæstiréttur hefur kveðið upp endanlegan dóm í málinu. Vísir/Valli Hæstiréttur staðfesti í dag 45 milljón króna sekt á Sorpu vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Samkeppniseftirlitið sektaði Sorpu í desember 2012 fyrir brot á samkeppnislögum og staðfesti héraðsdómur sektina í janúar 2015. Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að Sorpa bs, sem er byggðarsamlag sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, hafi brotið gegn samkeppnislögum með því að brjóta gegn markaðsráðandi stöðu sinni á markaði fyrir flokkun og meðhöndlun úrgangs. Það gerði Sorpa með því að veita eigendum sínum, sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, hærri afslætti en öðrum viðskiptavinum svo sem sorphirðufyrirtækjum, jafnvel þótt fyrirtækin kæmu með meira magn af sorpi en sveitarféölgin í móttökustöð Sorpu í Gufunesi. Með heimild í samkeppnislögum beindi Samkeppniseftirlitið þeim fyrirmælum til Sorpu að byggðasamlagið endurskoðaði gjaldskrá fyrir þjónustu sína og viðskiptasamninga í samræmi við ákvæði samkeppnislaga.Fimm ára gamalt Sorpa kærði ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og krafðist aðallega ógildingar ákvörðunarinnar en til vara að sekt vegna brotsins yrði felld niður eða lækkuð verulega. Byggði fyrirtækið m.a. á því að starfsemi opinberra fyrirtækja eins og Sorpu félli ekki undir samkeppnislög. Í mars 2013 staðfesti áfrýjunarnefnd samkeppnismála ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Í úrskurðinum komst áfrýjunarnefndin meðal annars að þeirri niðurstöðu að enginn vafi léki á því að Sorpa væri félag í skilningi samkeppnislaga og að ákvæði sérlaga takmarki ekki heimildir samkeppnisyfirvalda til að beita bannákvæðum samkeppnislaga gagnvart Sorpu. Féllst nefndin ekki á kröfu Sorpu um lækkun sektar vegna brotsins. Sorpa skaut úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dómstóla, fyrst héraðsdóms og í dag kvað Hæstiréttur upp dóm sinn sem lesa má í heild sinni hér. Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu kemur fram að niðurstaðan í Hæstarétti staðfesti að Sorpa sé markaðsráðandi fyrirtæki og hafi með ólögmætum hætti veikt samkeppnisstöðu eina keppinautarins á markaði fyrir rekstur flokkunarmiðstöðva, þ.e. Gámaþjónustunnar. Þá staðfestir Hæstiréttur að stjórnvaldssekt SORPU hafi falið í sér hæfileg viðurlög vegna brots fyrirtækisins.Hvatning til sveitarfélaga „Niðurstaða Hæstaréttar felur í sér mikilvæga túlkun á samkeppnisrétti að því er varðar opinber fyrirtæki. Jafnframt felur dómurinn í sér leiðbeiningu til opinberra fyrirtækja um hvernig haga skuli verðlagningu gagnvart fyrirtækjum sem freista þess að keppa við þau. Samkeppniseftirlitið hefur á liðnum misserum bent á mikilvægi þess að nýta samkeppnishvata til að skapa tækifæri til aukinnar verðmætasköpunar í meðhöndlun úrgangs. Reynslan sýnir að nýsköpun frumkvöðla í atvinnulífinu hefur oft leitt til framfara á þessu sviði. Þess vegna skiptir miklu máli hvernig sveitarfélög og fyrirtæki þeirra haga störfum sínum,“ segir í tilkynningunni. Dómur Hæstaréttar í dag verði vonandi hvatning til sveitarfélaga að nýta sér krafta samkeppninnar á mörkuðum fyrir sorphirðu. Tengdar fréttir Sorpa braut samkeppnislög: 45 milljón króna sekt staðfest Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í dag 45 milljón króna sekt á Sorpu vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. 16. janúar 2015 14:41 45 milljóna sekt Sorpu staðfest Áfrýjunarnefnd Samkeppnismála hefur staðfest ákvörðun Samkeppniseftirlitsins em sektaði SORPU bs. um 45 milljónir króna fyrir brot á samkeppnislögum. 21. mars 2013 11:36 Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Verslun Útilífs í Smáralind skellt í lás Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verslun Útilífs í Smáralind skellt í lás Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag 45 milljón króna sekt á Sorpu vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Samkeppniseftirlitið sektaði Sorpu í desember 2012 fyrir brot á samkeppnislögum og staðfesti héraðsdómur sektina í janúar 2015. Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að Sorpa bs, sem er byggðarsamlag sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, hafi brotið gegn samkeppnislögum með því að brjóta gegn markaðsráðandi stöðu sinni á markaði fyrir flokkun og meðhöndlun úrgangs. Það gerði Sorpa með því að veita eigendum sínum, sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, hærri afslætti en öðrum viðskiptavinum svo sem sorphirðufyrirtækjum, jafnvel þótt fyrirtækin kæmu með meira magn af sorpi en sveitarféölgin í móttökustöð Sorpu í Gufunesi. Með heimild í samkeppnislögum beindi Samkeppniseftirlitið þeim fyrirmælum til Sorpu að byggðasamlagið endurskoðaði gjaldskrá fyrir þjónustu sína og viðskiptasamninga í samræmi við ákvæði samkeppnislaga.Fimm ára gamalt Sorpa kærði ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og krafðist aðallega ógildingar ákvörðunarinnar en til vara að sekt vegna brotsins yrði felld niður eða lækkuð verulega. Byggði fyrirtækið m.a. á því að starfsemi opinberra fyrirtækja eins og Sorpu félli ekki undir samkeppnislög. Í mars 2013 staðfesti áfrýjunarnefnd samkeppnismála ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Í úrskurðinum komst áfrýjunarnefndin meðal annars að þeirri niðurstöðu að enginn vafi léki á því að Sorpa væri félag í skilningi samkeppnislaga og að ákvæði sérlaga takmarki ekki heimildir samkeppnisyfirvalda til að beita bannákvæðum samkeppnislaga gagnvart Sorpu. Féllst nefndin ekki á kröfu Sorpu um lækkun sektar vegna brotsins. Sorpa skaut úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dómstóla, fyrst héraðsdóms og í dag kvað Hæstiréttur upp dóm sinn sem lesa má í heild sinni hér. Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu kemur fram að niðurstaðan í Hæstarétti staðfesti að Sorpa sé markaðsráðandi fyrirtæki og hafi með ólögmætum hætti veikt samkeppnisstöðu eina keppinautarins á markaði fyrir rekstur flokkunarmiðstöðva, þ.e. Gámaþjónustunnar. Þá staðfestir Hæstiréttur að stjórnvaldssekt SORPU hafi falið í sér hæfileg viðurlög vegna brots fyrirtækisins.Hvatning til sveitarfélaga „Niðurstaða Hæstaréttar felur í sér mikilvæga túlkun á samkeppnisrétti að því er varðar opinber fyrirtæki. Jafnframt felur dómurinn í sér leiðbeiningu til opinberra fyrirtækja um hvernig haga skuli verðlagningu gagnvart fyrirtækjum sem freista þess að keppa við þau. Samkeppniseftirlitið hefur á liðnum misserum bent á mikilvægi þess að nýta samkeppnishvata til að skapa tækifæri til aukinnar verðmætasköpunar í meðhöndlun úrgangs. Reynslan sýnir að nýsköpun frumkvöðla í atvinnulífinu hefur oft leitt til framfara á þessu sviði. Þess vegna skiptir miklu máli hvernig sveitarfélög og fyrirtæki þeirra haga störfum sínum,“ segir í tilkynningunni. Dómur Hæstaréttar í dag verði vonandi hvatning til sveitarfélaga að nýta sér krafta samkeppninnar á mörkuðum fyrir sorphirðu.
Tengdar fréttir Sorpa braut samkeppnislög: 45 milljón króna sekt staðfest Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í dag 45 milljón króna sekt á Sorpu vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. 16. janúar 2015 14:41 45 milljóna sekt Sorpu staðfest Áfrýjunarnefnd Samkeppnismála hefur staðfest ákvörðun Samkeppniseftirlitsins em sektaði SORPU bs. um 45 milljónir króna fyrir brot á samkeppnislögum. 21. mars 2013 11:36 Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Verslun Útilífs í Smáralind skellt í lás Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verslun Útilífs í Smáralind skellt í lás Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Sjá meira
Sorpa braut samkeppnislög: 45 milljón króna sekt staðfest Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í dag 45 milljón króna sekt á Sorpu vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. 16. janúar 2015 14:41
45 milljóna sekt Sorpu staðfest Áfrýjunarnefnd Samkeppnismála hefur staðfest ákvörðun Samkeppniseftirlitsins em sektaði SORPU bs. um 45 milljónir króna fyrir brot á samkeppnislögum. 21. mars 2013 11:36