Sorpa þarf að greiða 45 milljónir í sekt fyrir brot á samkeppnislögum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. febrúar 2017 17:26 Málið á rætur að rekja til ársins 2012 en Hæstiréttur hefur kveðið upp endanlegan dóm í málinu. Vísir/Valli Hæstiréttur staðfesti í dag 45 milljón króna sekt á Sorpu vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Samkeppniseftirlitið sektaði Sorpu í desember 2012 fyrir brot á samkeppnislögum og staðfesti héraðsdómur sektina í janúar 2015. Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að Sorpa bs, sem er byggðarsamlag sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, hafi brotið gegn samkeppnislögum með því að brjóta gegn markaðsráðandi stöðu sinni á markaði fyrir flokkun og meðhöndlun úrgangs. Það gerði Sorpa með því að veita eigendum sínum, sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, hærri afslætti en öðrum viðskiptavinum svo sem sorphirðufyrirtækjum, jafnvel þótt fyrirtækin kæmu með meira magn af sorpi en sveitarféölgin í móttökustöð Sorpu í Gufunesi. Með heimild í samkeppnislögum beindi Samkeppniseftirlitið þeim fyrirmælum til Sorpu að byggðasamlagið endurskoðaði gjaldskrá fyrir þjónustu sína og viðskiptasamninga í samræmi við ákvæði samkeppnislaga.Fimm ára gamalt Sorpa kærði ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og krafðist aðallega ógildingar ákvörðunarinnar en til vara að sekt vegna brotsins yrði felld niður eða lækkuð verulega. Byggði fyrirtækið m.a. á því að starfsemi opinberra fyrirtækja eins og Sorpu félli ekki undir samkeppnislög. Í mars 2013 staðfesti áfrýjunarnefnd samkeppnismála ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Í úrskurðinum komst áfrýjunarnefndin meðal annars að þeirri niðurstöðu að enginn vafi léki á því að Sorpa væri félag í skilningi samkeppnislaga og að ákvæði sérlaga takmarki ekki heimildir samkeppnisyfirvalda til að beita bannákvæðum samkeppnislaga gagnvart Sorpu. Féllst nefndin ekki á kröfu Sorpu um lækkun sektar vegna brotsins. Sorpa skaut úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dómstóla, fyrst héraðsdóms og í dag kvað Hæstiréttur upp dóm sinn sem lesa má í heild sinni hér. Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu kemur fram að niðurstaðan í Hæstarétti staðfesti að Sorpa sé markaðsráðandi fyrirtæki og hafi með ólögmætum hætti veikt samkeppnisstöðu eina keppinautarins á markaði fyrir rekstur flokkunarmiðstöðva, þ.e. Gámaþjónustunnar. Þá staðfestir Hæstiréttur að stjórnvaldssekt SORPU hafi falið í sér hæfileg viðurlög vegna brots fyrirtækisins.Hvatning til sveitarfélaga „Niðurstaða Hæstaréttar felur í sér mikilvæga túlkun á samkeppnisrétti að því er varðar opinber fyrirtæki. Jafnframt felur dómurinn í sér leiðbeiningu til opinberra fyrirtækja um hvernig haga skuli verðlagningu gagnvart fyrirtækjum sem freista þess að keppa við þau. Samkeppniseftirlitið hefur á liðnum misserum bent á mikilvægi þess að nýta samkeppnishvata til að skapa tækifæri til aukinnar verðmætasköpunar í meðhöndlun úrgangs. Reynslan sýnir að nýsköpun frumkvöðla í atvinnulífinu hefur oft leitt til framfara á þessu sviði. Þess vegna skiptir miklu máli hvernig sveitarfélög og fyrirtæki þeirra haga störfum sínum,“ segir í tilkynningunni. Dómur Hæstaréttar í dag verði vonandi hvatning til sveitarfélaga að nýta sér krafta samkeppninnar á mörkuðum fyrir sorphirðu. Tengdar fréttir Sorpa braut samkeppnislög: 45 milljón króna sekt staðfest Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í dag 45 milljón króna sekt á Sorpu vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. 16. janúar 2015 14:41 45 milljóna sekt Sorpu staðfest Áfrýjunarnefnd Samkeppnismála hefur staðfest ákvörðun Samkeppniseftirlitsins em sektaði SORPU bs. um 45 milljónir króna fyrir brot á samkeppnislögum. 21. mars 2013 11:36 Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag 45 milljón króna sekt á Sorpu vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Samkeppniseftirlitið sektaði Sorpu í desember 2012 fyrir brot á samkeppnislögum og staðfesti héraðsdómur sektina í janúar 2015. Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að Sorpa bs, sem er byggðarsamlag sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, hafi brotið gegn samkeppnislögum með því að brjóta gegn markaðsráðandi stöðu sinni á markaði fyrir flokkun og meðhöndlun úrgangs. Það gerði Sorpa með því að veita eigendum sínum, sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, hærri afslætti en öðrum viðskiptavinum svo sem sorphirðufyrirtækjum, jafnvel þótt fyrirtækin kæmu með meira magn af sorpi en sveitarféölgin í móttökustöð Sorpu í Gufunesi. Með heimild í samkeppnislögum beindi Samkeppniseftirlitið þeim fyrirmælum til Sorpu að byggðasamlagið endurskoðaði gjaldskrá fyrir þjónustu sína og viðskiptasamninga í samræmi við ákvæði samkeppnislaga.Fimm ára gamalt Sorpa kærði ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og krafðist aðallega ógildingar ákvörðunarinnar en til vara að sekt vegna brotsins yrði felld niður eða lækkuð verulega. Byggði fyrirtækið m.a. á því að starfsemi opinberra fyrirtækja eins og Sorpu félli ekki undir samkeppnislög. Í mars 2013 staðfesti áfrýjunarnefnd samkeppnismála ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Í úrskurðinum komst áfrýjunarnefndin meðal annars að þeirri niðurstöðu að enginn vafi léki á því að Sorpa væri félag í skilningi samkeppnislaga og að ákvæði sérlaga takmarki ekki heimildir samkeppnisyfirvalda til að beita bannákvæðum samkeppnislaga gagnvart Sorpu. Féllst nefndin ekki á kröfu Sorpu um lækkun sektar vegna brotsins. Sorpa skaut úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dómstóla, fyrst héraðsdóms og í dag kvað Hæstiréttur upp dóm sinn sem lesa má í heild sinni hér. Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu kemur fram að niðurstaðan í Hæstarétti staðfesti að Sorpa sé markaðsráðandi fyrirtæki og hafi með ólögmætum hætti veikt samkeppnisstöðu eina keppinautarins á markaði fyrir rekstur flokkunarmiðstöðva, þ.e. Gámaþjónustunnar. Þá staðfestir Hæstiréttur að stjórnvaldssekt SORPU hafi falið í sér hæfileg viðurlög vegna brots fyrirtækisins.Hvatning til sveitarfélaga „Niðurstaða Hæstaréttar felur í sér mikilvæga túlkun á samkeppnisrétti að því er varðar opinber fyrirtæki. Jafnframt felur dómurinn í sér leiðbeiningu til opinberra fyrirtækja um hvernig haga skuli verðlagningu gagnvart fyrirtækjum sem freista þess að keppa við þau. Samkeppniseftirlitið hefur á liðnum misserum bent á mikilvægi þess að nýta samkeppnishvata til að skapa tækifæri til aukinnar verðmætasköpunar í meðhöndlun úrgangs. Reynslan sýnir að nýsköpun frumkvöðla í atvinnulífinu hefur oft leitt til framfara á þessu sviði. Þess vegna skiptir miklu máli hvernig sveitarfélög og fyrirtæki þeirra haga störfum sínum,“ segir í tilkynningunni. Dómur Hæstaréttar í dag verði vonandi hvatning til sveitarfélaga að nýta sér krafta samkeppninnar á mörkuðum fyrir sorphirðu.
Tengdar fréttir Sorpa braut samkeppnislög: 45 milljón króna sekt staðfest Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í dag 45 milljón króna sekt á Sorpu vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. 16. janúar 2015 14:41 45 milljóna sekt Sorpu staðfest Áfrýjunarnefnd Samkeppnismála hefur staðfest ákvörðun Samkeppniseftirlitsins em sektaði SORPU bs. um 45 milljónir króna fyrir brot á samkeppnislögum. 21. mars 2013 11:36 Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Sorpa braut samkeppnislög: 45 milljón króna sekt staðfest Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í dag 45 milljón króna sekt á Sorpu vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. 16. janúar 2015 14:41
45 milljóna sekt Sorpu staðfest Áfrýjunarnefnd Samkeppnismála hefur staðfest ákvörðun Samkeppniseftirlitsins em sektaði SORPU bs. um 45 milljónir króna fyrir brot á samkeppnislögum. 21. mars 2013 11:36