Það voru þeir Karl-Anthony Towns, Jimmy Butler og Andrew Wiggins sem sáu um að skora meirihluta stiga Úlfanna gegn Suns. Towns með 32 stig, Butler 25 og Wiggins 21.
Aðeins þrír leikir fóru fram í gær og nótt. Chicago er 3-10 í deildinni eftir enn eitt tapið í nótt. Brooklyn lagði Memphis en bæði lið eru 7-12 eftir leikinn í gær.
Úrslit:
Memphis-Brooklyn 88-98
Chicago-Miami 93-100
Minnesota-Phoenix 119-108