Félag atvinnurekenda: Kynferðisleg áreitni og ofbeldi verði ekki liðin Daníel Freyr Birkisson skrifar 12. desember 2017 12:13 Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Visir/Antonbrink Stjórn Félags atvinnurekenda sendi frá sér ályktun í dag um að kynferðisleg áreitni og ofbeldi á vinnustöðum verði ekki liðin. Segir þar að umræðunni um kynferðislega og kynbundna áreitni í anda #MeToo sé fagnað af félaginu. Eru félagsmenn hvattir til þess að tryggja að slíkt framferði verði ekki liðið í fyrirtækjum þeirra. Til þess þurfi að móta skýra starfsmannastefnu sem aðgengileg er starfsmönnum. Miðla þurfi upplýsingum til þeirra um það hvert þeir geti snúið sér verði þeir fyrir áreitni, ofbeldi eða einelti og skýr viðurlög þurfa að liggja fyrir. Að lokum segir að skrifstofa Félags atvinnurekenda sé boðin og búin að aðstoða félagsmenn sem vilja fyrirbyggja áreitni, mismunun og ofbeldi og tryggja að gripið verði inn í með skjótum og skilvirkum hætti, komi slíkt upp í fyrirtækjum þeirra.Samtök atvinnulífsins hvöttu í gær stjórnendur fyrirtækja til þess að taka á vandanum sem virðist ríkja á fjölmörgum vinnustöðum. Fjölmargar konur hafa stigið fram í svokallaðri #MeToo byltingu og greint frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir í starfi. Nú þegar hafa konur innan fjölmiðla, heilbrigðisgeirans, sviðlista- og kvikmyndagerðar, stjórnmála, vísinda, tæknigeirans, réttarvörslu og tónlistar stigið fram og lýst reynslu sinni. Hér er ályktun Félags atvinnurekenda í heild:„Stjórn Félags atvinnurekenda fagnar þeirri umræðu sem farið hefur fram um kynferðislega og kynbundna áreitni, ofbeldi og mismunun í atvinnulífinu undir merkjum #metoo. Stjórnin hvetur félagsmenn FA eindregið til að tryggja að slíkt framferði líðist ekki í fyrirtækjum þeirra. Til þess þarf meðal annars skýra og aðgengilega starfsmannastefnu. Miðla þarf upplýsingum um hvert starfsmenn geti snúið sér verði þeir fyrir ofbeldi, áreitni eða einelti og skýra ferla þarf til að taka á slíkri framkomu og ákveða viðurlög gagnvart gerendum. Stjórn FA hvetur eigendur og stjórnendur fyrirtækja í félaginu jafnframt til að ganga á undan með góðu fordæmi.“ MeToo Tengdar fréttir Flugfreyjur rjúfa þögnina: „Við eigum ekki að þurfa að þegja lengur né leiða ástandið hjá okkur“ Konurnar stíga fram undir myllumerkinu #lending. 11. desember 2017 17:18 Fyrirtæki taki á kynferðislegri áreitni og ofbeldi Samtök atvinnulífsins skora á fyrirtæki að taka á kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. 11. desember 2017 15:49 Konur í tónlist rjúfa þögnina: Í stað launa fyrir verkefni með hljómsveit mátti hún sofa hjá meðlimi sveitarinnar 333 konur hafa skrifað undir yfirlýsingu KÍTÓN, félags kvenna í tónlist þar sem þær krefjast þess að geta unnið vinnu sína án áreitni, ofbeldis eða mismunar. 7. desember 2017 15:41 Konur í tækni- upplýsinga- og hugbúnaðariðnaði rjúfa þögnina: „Við krefjumst þess að fá að vinna vinnuna okkar án áreitni, ofbeldis eða mismununar“ Konur í tækni- upplýsinga- og hugbúnaðariðnaði hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðisofbeldi, áreitni og kynbundinni mismunun í starfi. 7. desember 2017 10:41 Fjölmiðlakonur rjúfa þögnina: „Við þegjum ekki lengur“ Fjölmiðlakonur hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegri áreitni, óviðeigandi snertingum og óvelkomnum athugasemdum í starfi. Krefjast þær aðgerða. 11. desember 2017 14:15 Konur í læknastétt rjúfa þögnina: „Gerendur eru oftast karlkyns samstarfsmenn“ Síðastliðnar vikur hafa konur í læknastétt deilt reynslusögum úr starfi í lokuðum hópi á samfélagsmiðlum. 11. desember 2017 17:58 Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Stjórn Félags atvinnurekenda sendi frá sér ályktun í dag um að kynferðisleg áreitni og ofbeldi á vinnustöðum verði ekki liðin. Segir þar að umræðunni um kynferðislega og kynbundna áreitni í anda #MeToo sé fagnað af félaginu. Eru félagsmenn hvattir til þess að tryggja að slíkt framferði verði ekki liðið í fyrirtækjum þeirra. Til þess þurfi að móta skýra starfsmannastefnu sem aðgengileg er starfsmönnum. Miðla þurfi upplýsingum til þeirra um það hvert þeir geti snúið sér verði þeir fyrir áreitni, ofbeldi eða einelti og skýr viðurlög þurfa að liggja fyrir. Að lokum segir að skrifstofa Félags atvinnurekenda sé boðin og búin að aðstoða félagsmenn sem vilja fyrirbyggja áreitni, mismunun og ofbeldi og tryggja að gripið verði inn í með skjótum og skilvirkum hætti, komi slíkt upp í fyrirtækjum þeirra.Samtök atvinnulífsins hvöttu í gær stjórnendur fyrirtækja til þess að taka á vandanum sem virðist ríkja á fjölmörgum vinnustöðum. Fjölmargar konur hafa stigið fram í svokallaðri #MeToo byltingu og greint frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir í starfi. Nú þegar hafa konur innan fjölmiðla, heilbrigðisgeirans, sviðlista- og kvikmyndagerðar, stjórnmála, vísinda, tæknigeirans, réttarvörslu og tónlistar stigið fram og lýst reynslu sinni. Hér er ályktun Félags atvinnurekenda í heild:„Stjórn Félags atvinnurekenda fagnar þeirri umræðu sem farið hefur fram um kynferðislega og kynbundna áreitni, ofbeldi og mismunun í atvinnulífinu undir merkjum #metoo. Stjórnin hvetur félagsmenn FA eindregið til að tryggja að slíkt framferði líðist ekki í fyrirtækjum þeirra. Til þess þarf meðal annars skýra og aðgengilega starfsmannastefnu. Miðla þarf upplýsingum um hvert starfsmenn geti snúið sér verði þeir fyrir ofbeldi, áreitni eða einelti og skýra ferla þarf til að taka á slíkri framkomu og ákveða viðurlög gagnvart gerendum. Stjórn FA hvetur eigendur og stjórnendur fyrirtækja í félaginu jafnframt til að ganga á undan með góðu fordæmi.“
MeToo Tengdar fréttir Flugfreyjur rjúfa þögnina: „Við eigum ekki að þurfa að þegja lengur né leiða ástandið hjá okkur“ Konurnar stíga fram undir myllumerkinu #lending. 11. desember 2017 17:18 Fyrirtæki taki á kynferðislegri áreitni og ofbeldi Samtök atvinnulífsins skora á fyrirtæki að taka á kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. 11. desember 2017 15:49 Konur í tónlist rjúfa þögnina: Í stað launa fyrir verkefni með hljómsveit mátti hún sofa hjá meðlimi sveitarinnar 333 konur hafa skrifað undir yfirlýsingu KÍTÓN, félags kvenna í tónlist þar sem þær krefjast þess að geta unnið vinnu sína án áreitni, ofbeldis eða mismunar. 7. desember 2017 15:41 Konur í tækni- upplýsinga- og hugbúnaðariðnaði rjúfa þögnina: „Við krefjumst þess að fá að vinna vinnuna okkar án áreitni, ofbeldis eða mismununar“ Konur í tækni- upplýsinga- og hugbúnaðariðnaði hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðisofbeldi, áreitni og kynbundinni mismunun í starfi. 7. desember 2017 10:41 Fjölmiðlakonur rjúfa þögnina: „Við þegjum ekki lengur“ Fjölmiðlakonur hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegri áreitni, óviðeigandi snertingum og óvelkomnum athugasemdum í starfi. Krefjast þær aðgerða. 11. desember 2017 14:15 Konur í læknastétt rjúfa þögnina: „Gerendur eru oftast karlkyns samstarfsmenn“ Síðastliðnar vikur hafa konur í læknastétt deilt reynslusögum úr starfi í lokuðum hópi á samfélagsmiðlum. 11. desember 2017 17:58 Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Flugfreyjur rjúfa þögnina: „Við eigum ekki að þurfa að þegja lengur né leiða ástandið hjá okkur“ Konurnar stíga fram undir myllumerkinu #lending. 11. desember 2017 17:18
Fyrirtæki taki á kynferðislegri áreitni og ofbeldi Samtök atvinnulífsins skora á fyrirtæki að taka á kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. 11. desember 2017 15:49
Konur í tónlist rjúfa þögnina: Í stað launa fyrir verkefni með hljómsveit mátti hún sofa hjá meðlimi sveitarinnar 333 konur hafa skrifað undir yfirlýsingu KÍTÓN, félags kvenna í tónlist þar sem þær krefjast þess að geta unnið vinnu sína án áreitni, ofbeldis eða mismunar. 7. desember 2017 15:41
Konur í tækni- upplýsinga- og hugbúnaðariðnaði rjúfa þögnina: „Við krefjumst þess að fá að vinna vinnuna okkar án áreitni, ofbeldis eða mismununar“ Konur í tækni- upplýsinga- og hugbúnaðariðnaði hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðisofbeldi, áreitni og kynbundinni mismunun í starfi. 7. desember 2017 10:41
Fjölmiðlakonur rjúfa þögnina: „Við þegjum ekki lengur“ Fjölmiðlakonur hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegri áreitni, óviðeigandi snertingum og óvelkomnum athugasemdum í starfi. Krefjast þær aðgerða. 11. desember 2017 14:15
Konur í læknastétt rjúfa þögnina: „Gerendur eru oftast karlkyns samstarfsmenn“ Síðastliðnar vikur hafa konur í læknastétt deilt reynslusögum úr starfi í lokuðum hópi á samfélagsmiðlum. 11. desember 2017 17:58