Ekki sjálfgefið að Kári fari aftur í Hauka Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. október 2017 07:00 Kári er hér í leik með Haukum gegn Tindastóli. Stóra spurningin er hvort hann fer aftur í rauða búninginn. Vísir/Anton „Ég kom heim nógu snemma til þess að sjá landsleikinn í sjónvarpinu ansi spenntur,“ segir hinn skemmtilegi körfuboltamaður Kári Jónsson sem mjög óvænt kom heim til Íslands á mánudag. Það sem meira er þá er hann kominn til þess að vera. Eftir að hafa slegið í gegn í Domino’s-deildinni með Haukum þá fór Kári í víking er hann samdi við Drexel-háskólann í Bandaríkjunum sumarið 2016. Nú rúmu ári síðar er Kári kominn aftur heim og á klárlega eftir að setja mikinn lit á deildina hér heima. En með hvaða liði?Sé til hvað er í boði „Planið er að spila körfubolta hér heima og ég er bara að skoða mín mál. Ég er enn að klára mín mál úti og svo fer ég að taka stöðuna á því hvar ég spila hér heima,“ segir Kári en uppeldisfélag hans, Haukar, vill eðlilega fá sinn mann heim en það er ekkert sjálfgefið að hann fari aftur í Haukana. „Það verður að koma í ljós hvað ég geri þegar ég sé hvað er í boði. Auðvitað eru Haukar líklegir samt og koma sterklega til greina. Ég mun samt skoða hvað býðst en ég er ekkert byrjaður á því af neinu viti. Það vita ekki margir að ég er kominn heim og því hef ég ekki heyrt í mörgum.“Haukar - Tindastóll körfubolti úrslitakeppni domino´s deild karla karfan undanúrslitÞarf að finna gleðina aftur Kári segir það ekki koma til greina að snúa aftur til Drexel þar sem honum leið ekki nægilega vel. „Ég ætla að einbeita mér að því að finna gleðina aftur hér heima í vetur og ef eitthvað gerist síðan eftir það þá mun ég skoða það. Núna snýst þetta um að spila körfubolta og finna gleðina á ný,“ segir Kári, en af hverju tapaði hann gleðinni í skólanum úti? „Mér leið ekki vel þarna lengur og var hættur að hafa gaman af boltanum. Það var fátt sem mér fannst skemmtilegt þarna. Ef maður nýtur sín ekki vel þá er engin ástæða til að vera þar lengur. Ég var mikið einn og lítið að tengja. Þetta var samt auðvitað erfið ákvörðun og líka erfitt að gefa svona tækifæri frá sér. Þetta var samt það besta fyrir mig sjálfan á þessum tímapunkti en þetta hafði sinn aðdraganda. Maður vaknar ekki einn morguninn og fer bara heim. Ég reyndi margt, gekk ekki upp og því kom ég heim.“ Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Fleiri fréttir Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira
„Ég kom heim nógu snemma til þess að sjá landsleikinn í sjónvarpinu ansi spenntur,“ segir hinn skemmtilegi körfuboltamaður Kári Jónsson sem mjög óvænt kom heim til Íslands á mánudag. Það sem meira er þá er hann kominn til þess að vera. Eftir að hafa slegið í gegn í Domino’s-deildinni með Haukum þá fór Kári í víking er hann samdi við Drexel-háskólann í Bandaríkjunum sumarið 2016. Nú rúmu ári síðar er Kári kominn aftur heim og á klárlega eftir að setja mikinn lit á deildina hér heima. En með hvaða liði?Sé til hvað er í boði „Planið er að spila körfubolta hér heima og ég er bara að skoða mín mál. Ég er enn að klára mín mál úti og svo fer ég að taka stöðuna á því hvar ég spila hér heima,“ segir Kári en uppeldisfélag hans, Haukar, vill eðlilega fá sinn mann heim en það er ekkert sjálfgefið að hann fari aftur í Haukana. „Það verður að koma í ljós hvað ég geri þegar ég sé hvað er í boði. Auðvitað eru Haukar líklegir samt og koma sterklega til greina. Ég mun samt skoða hvað býðst en ég er ekkert byrjaður á því af neinu viti. Það vita ekki margir að ég er kominn heim og því hef ég ekki heyrt í mörgum.“Haukar - Tindastóll körfubolti úrslitakeppni domino´s deild karla karfan undanúrslitÞarf að finna gleðina aftur Kári segir það ekki koma til greina að snúa aftur til Drexel þar sem honum leið ekki nægilega vel. „Ég ætla að einbeita mér að því að finna gleðina aftur hér heima í vetur og ef eitthvað gerist síðan eftir það þá mun ég skoða það. Núna snýst þetta um að spila körfubolta og finna gleðina á ný,“ segir Kári, en af hverju tapaði hann gleðinni í skólanum úti? „Mér leið ekki vel þarna lengur og var hættur að hafa gaman af boltanum. Það var fátt sem mér fannst skemmtilegt þarna. Ef maður nýtur sín ekki vel þá er engin ástæða til að vera þar lengur. Ég var mikið einn og lítið að tengja. Þetta var samt auðvitað erfið ákvörðun og líka erfitt að gefa svona tækifæri frá sér. Þetta var samt það besta fyrir mig sjálfan á þessum tímapunkti en þetta hafði sinn aðdraganda. Maður vaknar ekki einn morguninn og fer bara heim. Ég reyndi margt, gekk ekki upp og því kom ég heim.“
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Fleiri fréttir Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira