Styrking krónunnar að slátra rekstri Dohop Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. mars 2017 07:00 Engin leið er að sjá hvaða áhrif haftalosunin hefur á þróun á gjaldeyrismarkaði. vísir/gva Afnám hafta, sem kynnt var á sunnudag og tekur gildi í dag, mun ekki hafa mikil bein áhrif á almenning og smærri fyrirtæki, að mati Stefáns Brodda Guðjónssonar, forstöðumanns Greiningardeildar Arion banka.Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri DohopUndir þetta tekur Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri ferðavefsins Dohop. Hann segir að haftaafnámið muni ekki hafa nein áhrif á sitt fyrirtæki. „Ég get ekki séð það. Höftin hafa ekki haft nein áhrif á okkur sem fyrirtæki. Við höfum ekki átt í neinum vandræðum með neinar gjaldeyrishreyfingar eða neitt slíkt,“ segir hann. Hins vegar hafi gengi krónunnar haft gríðarleg áhrif á rekstur fyrirtækisins, en krónan hefur styrkst verulega undanfarnar vikur. „Á þessu ári hugsa ég að við verðum af svona 60 til 80 milljónum í tekjur fyrir félag sem velti 300 milljónum á síðasta ári. Að þessu leyti erum við í nákvæmlega sömu stöðu og útgerðarfélögin. Áttatíu prósent af kostnaðinum eru laun og það er allt í krónum og 93 prósent af tekjunum eru í erlendri mynt. Þannig að þetta slátrar okkur,“ segir hann. Þess vegna sé fyrirtækið að færa kostnaðinn til útlanda með því að segja upp starfsmönnum á Íslandi og ráða frekar starfsfólk í Austur-Evrópu. Á síðustu tveimur mánuðum hefur fyrirtækið sagt upp tíu starfsmönnum en þeir voru þrjátíu þegar mest var. Stefán Broddi segir að áhrif af afnámi haftanna geti hins vegar orðið meiri á stærri fyrirtæki, til dæmis þau fyrirtæki sem stefni að skráningu á markaði erlendis. „Maður veltir fyrir sér hvort þetta hafi áhrif á möguleika á tvískráningu innlendra fyrirtækja, til dæmis Eimskipa og Icelandair,“ segir Stefán Broddi. Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, segir að Eimskip hafi haft áhuga á því að skrá félagið á markað í Noregi. „Það var verið að tala um Ósló á sínum tíma og það voru nokkur ljón í veginum. Til dæmis voru gjaldeyrishöft á Íslandi til trafala. Markaðir í Ósló voru ekki sterkir á þeim tíma og það var ýmislegt sem stóð í veginum,“ segir hann. Hann segir ekkert hafa dregið til tíðinda varðandi þetta að undanförnu. Vissulega sé eitt ljónið farið úr veginum en núna séu menn að meta hvaða þýðingu ákvörðun Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar hefur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Stjórnvöld verði að halda vel á spilunum eftir afnám hafta Almenn jákvæðni ríkir gagnvart afnámi hafta. 13. mars 2017 12:51 Sérfræðingar segja gengissveiflur ólíklegar eftir afnám hafta Gjaldeyrishöftin verða á bak og brott á morgun. 13. mars 2017 06:00 Mest lesið Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Atvinnulíf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Sjá meira
Afnám hafta, sem kynnt var á sunnudag og tekur gildi í dag, mun ekki hafa mikil bein áhrif á almenning og smærri fyrirtæki, að mati Stefáns Brodda Guðjónssonar, forstöðumanns Greiningardeildar Arion banka.Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri DohopUndir þetta tekur Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri ferðavefsins Dohop. Hann segir að haftaafnámið muni ekki hafa nein áhrif á sitt fyrirtæki. „Ég get ekki séð það. Höftin hafa ekki haft nein áhrif á okkur sem fyrirtæki. Við höfum ekki átt í neinum vandræðum með neinar gjaldeyrishreyfingar eða neitt slíkt,“ segir hann. Hins vegar hafi gengi krónunnar haft gríðarleg áhrif á rekstur fyrirtækisins, en krónan hefur styrkst verulega undanfarnar vikur. „Á þessu ári hugsa ég að við verðum af svona 60 til 80 milljónum í tekjur fyrir félag sem velti 300 milljónum á síðasta ári. Að þessu leyti erum við í nákvæmlega sömu stöðu og útgerðarfélögin. Áttatíu prósent af kostnaðinum eru laun og það er allt í krónum og 93 prósent af tekjunum eru í erlendri mynt. Þannig að þetta slátrar okkur,“ segir hann. Þess vegna sé fyrirtækið að færa kostnaðinn til útlanda með því að segja upp starfsmönnum á Íslandi og ráða frekar starfsfólk í Austur-Evrópu. Á síðustu tveimur mánuðum hefur fyrirtækið sagt upp tíu starfsmönnum en þeir voru þrjátíu þegar mest var. Stefán Broddi segir að áhrif af afnámi haftanna geti hins vegar orðið meiri á stærri fyrirtæki, til dæmis þau fyrirtæki sem stefni að skráningu á markaði erlendis. „Maður veltir fyrir sér hvort þetta hafi áhrif á möguleika á tvískráningu innlendra fyrirtækja, til dæmis Eimskipa og Icelandair,“ segir Stefán Broddi. Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, segir að Eimskip hafi haft áhuga á því að skrá félagið á markað í Noregi. „Það var verið að tala um Ósló á sínum tíma og það voru nokkur ljón í veginum. Til dæmis voru gjaldeyrishöft á Íslandi til trafala. Markaðir í Ósló voru ekki sterkir á þeim tíma og það var ýmislegt sem stóð í veginum,“ segir hann. Hann segir ekkert hafa dregið til tíðinda varðandi þetta að undanförnu. Vissulega sé eitt ljónið farið úr veginum en núna séu menn að meta hvaða þýðingu ákvörðun Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar hefur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Stjórnvöld verði að halda vel á spilunum eftir afnám hafta Almenn jákvæðni ríkir gagnvart afnámi hafta. 13. mars 2017 12:51 Sérfræðingar segja gengissveiflur ólíklegar eftir afnám hafta Gjaldeyrishöftin verða á bak og brott á morgun. 13. mars 2017 06:00 Mest lesið Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Atvinnulíf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Sjá meira
Stjórnvöld verði að halda vel á spilunum eftir afnám hafta Almenn jákvæðni ríkir gagnvart afnámi hafta. 13. mars 2017 12:51
Sérfræðingar segja gengissveiflur ólíklegar eftir afnám hafta Gjaldeyrishöftin verða á bak og brott á morgun. 13. mars 2017 06:00