Gullleitarmenn með ný sýni kærðu synjun úr Þormóðsdal Haraldur Guðmundsson skrifar 3. nóvember 2017 07:00 Leitað hefur verið að gulli Þormóðsdal, með hléum, í yfir hundrað ár. Vísir/Vilhelm Niðurstöður úr jarðvegssýnum sem tekin voru í Þormóðsdal í Mosfellssveit í fyrra renna stoðum undir að þar sé að finna gull í vinnanlegu magni. Fyrirtækið Iceland Resources bíður nú úrskurðar kærunefndar um ákvörðun Mosfellsbæjar um að hafna umsókn þess um framkvæmdaleyfi til rannsókna á magni gulls í bergi. „Nýju tölurnar eru í samræmi við það sem áður hefur komið fram og staðfesta að gullið sé á svæðinu. Þarna vorum við ekki að bora heldur er þetta úr grjóti á jörðinni en með borun geturðu komist í gullæðarnar og staðfest magnið. Það myndi ekki hafa nein umhverfisleg áhrif,“ segir Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson, stjórnarformaður Iceland Resources.Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson, stjórnarformaður Iceland Resources, t.v.Fyrirtækið er í eigu kanadíska félagsins St-Georges Platinum & Base Metals Ltd. Samkvæmt kauphallartilkynningu þess þann 12. október síðastliðinn innihéldu sýnin 23, sem tekin voru í september í fyrra eða um svipað leyti og umsókninni var hafnað, frá 0,5 upp í 13,55 grömm af gulli í hverju tonni. Eitt eldra sýni úr dalnum innihélt 415 grömm í tonni en ekki hafa verið tekin ný kjarnasýni með rannsóknarborun þar síðan 2006. Vilhjálmur Þór hefur áður sagt að hér á landi þurfi gull að mælast yfir tíu grömm í tonni svo það sé vinnanlegt. Aftur á móti geti kanadíska fyrirtækið leitað þess á mun hagkvæmari hátt en þekkist og magnið á hvert tonn geti því verið minna. „Hér á landi eru oft há gullgildi frekar á litlum svæðum en í föstu bergi, enda gengurðu ekki fram á gullmola á Íslandi,“ segir Vilhjálmur Þór. Jarðfræðingar á vegum Iceland Resources, sem hefur sótt um alls átta rannsóknarleyfi víðs vegar um landið, tóku á sama tíma sýni í Vopnafirði þar sem fyrirtækið hefur fengið framkvæmdaleyfi til gullrannsókna. Einnig hefur Iceland Resources fengið leyfi til rannsókna á 1.013 ferkílómetra svæði á Tröllaskaga. Fréttastofa RÚV greindi á þriðjudag frá ákvörðun 34 landeigenda um að kæra leyfisveitinguna til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Orkustofnun veitti leyfið í júlí síðastliðnum en Iceland Resources mun þar leggja sérstaka áherslu á gull og kopar. Landeigendur kvarta yfir samráðsleysi en búast ekki við niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar fyrr en um mitt ár 2018. „Þeir hafa rétt til að kæra en í raun og veru snýr kæran ekki að okkur heldur stjórnsýslulegri meðferð málsins. Okkar skoðun er að þessi kæra sé byggð á misskilningi og að við höfum ekki fengið tækifæri til að skýra okkar sjónarmið gagnvart landeigendum. Það stendur til að gera það,“ segir Vilhjálmur Þór. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Niðurstöður úr jarðvegssýnum sem tekin voru í Þormóðsdal í Mosfellssveit í fyrra renna stoðum undir að þar sé að finna gull í vinnanlegu magni. Fyrirtækið Iceland Resources bíður nú úrskurðar kærunefndar um ákvörðun Mosfellsbæjar um að hafna umsókn þess um framkvæmdaleyfi til rannsókna á magni gulls í bergi. „Nýju tölurnar eru í samræmi við það sem áður hefur komið fram og staðfesta að gullið sé á svæðinu. Þarna vorum við ekki að bora heldur er þetta úr grjóti á jörðinni en með borun geturðu komist í gullæðarnar og staðfest magnið. Það myndi ekki hafa nein umhverfisleg áhrif,“ segir Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson, stjórnarformaður Iceland Resources.Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson, stjórnarformaður Iceland Resources, t.v.Fyrirtækið er í eigu kanadíska félagsins St-Georges Platinum & Base Metals Ltd. Samkvæmt kauphallartilkynningu þess þann 12. október síðastliðinn innihéldu sýnin 23, sem tekin voru í september í fyrra eða um svipað leyti og umsókninni var hafnað, frá 0,5 upp í 13,55 grömm af gulli í hverju tonni. Eitt eldra sýni úr dalnum innihélt 415 grömm í tonni en ekki hafa verið tekin ný kjarnasýni með rannsóknarborun þar síðan 2006. Vilhjálmur Þór hefur áður sagt að hér á landi þurfi gull að mælast yfir tíu grömm í tonni svo það sé vinnanlegt. Aftur á móti geti kanadíska fyrirtækið leitað þess á mun hagkvæmari hátt en þekkist og magnið á hvert tonn geti því verið minna. „Hér á landi eru oft há gullgildi frekar á litlum svæðum en í föstu bergi, enda gengurðu ekki fram á gullmola á Íslandi,“ segir Vilhjálmur Þór. Jarðfræðingar á vegum Iceland Resources, sem hefur sótt um alls átta rannsóknarleyfi víðs vegar um landið, tóku á sama tíma sýni í Vopnafirði þar sem fyrirtækið hefur fengið framkvæmdaleyfi til gullrannsókna. Einnig hefur Iceland Resources fengið leyfi til rannsókna á 1.013 ferkílómetra svæði á Tröllaskaga. Fréttastofa RÚV greindi á þriðjudag frá ákvörðun 34 landeigenda um að kæra leyfisveitinguna til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Orkustofnun veitti leyfið í júlí síðastliðnum en Iceland Resources mun þar leggja sérstaka áherslu á gull og kopar. Landeigendur kvarta yfir samráðsleysi en búast ekki við niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar fyrr en um mitt ár 2018. „Þeir hafa rétt til að kæra en í raun og veru snýr kæran ekki að okkur heldur stjórnsýslulegri meðferð málsins. Okkar skoðun er að þessi kæra sé byggð á misskilningi og að við höfum ekki fengið tækifæri til að skýra okkar sjónarmið gagnvart landeigendum. Það stendur til að gera það,“ segir Vilhjálmur Þór.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira